Vikan


Vikan - 31.01.1985, Page 31

Vikan - 31.01.1985, Page 31
 ''í 'W’ ; r J . 1 Grimmúðug saga Þjóðverja biður með spor sín á hverju götuhorni ef staðnæmst er og spurst fyrir. Við Appelhof- platz 25 stendur EL DE húsið þar sem Gestapo hafði höfuð- stöðvar sínar í Köln. í kjallara hússins getur að líta fanga- klefana með sömu ummerkjum og þeir voru þegar síðustu fangarnir voru leystir þaðan úr haldi í lok heimsstyrjaldar- innar. Á efri hæðunum eru nú til húsa nokkrar deildir borgarskrif- stofanna í Köln. Árið 38 fyrir Krists burð yfirbugaði rómverski hershöfðinginn Agrippa germanska þjóðflokkinn Ubiera, rak hann austur yfir Rín og lagði þar grundvöllinn að borg Ubieranna, oppidum Ubiorum. Til þessa tíma rekur Köln sögu sína. Tíu árum síðar gekk Claudius keisari í Róm að eiga Júlíu dóttur Agrippa og eftir tvö ár í hjónabandinu gaf Júlía þessi fæðingarborg sinni rómverskan borgarrétt undir nafninu Colonia Claudia Ara Agrippinesium og enn þann dag í dag er heiti borgarinnar dregið af latneska colonia, sem merkir nýlenda. Þegar á tíð Rómverjanna var Rínar- fljót mikil samgönguæð og á þessari mynd sést hluti vegarins sem róm- verskir vagnar óku til hafnarinnar í Köln fyrir tvö þúsund árum. Eftir síðari heimsstyrjöldina lá Köln í rústum og við endurbygginguna kom margt í Ijós undir yfirborði jarðar- innar, sem áður hafði um aldir verið hulið, meðal annar þessi vegur. Hægra megin á myndinni sést í róm- versk-germanska safnið í Köln, sem geymir ógrynni fornminja frá fyrstu öldum borgarinnar. Útlendingar eru fjölmargir í Köln og Tyrkir þeirra fjölmennastir. Þessi tyrk- neski gluggi er einn margra í Ehren- feld. Bak við þessa hálfbyrgðu glugga hafast margar tyrkneskar konur við allan sólarhringinn. Sumar þeirra sækja ekki einu sinni lífsnauðsynjar í stórmarkaðinn. Það sér eiginmaður- inn um. Hámenning er í hávegum höfð í Köln og borgina heimsækja margir heims- þekktir listamenn, ýmist til að troða upp eða leiðbeina kollegum sínum. Anna Sokolow, danshöfundur víð- frægur og ballettkennari, sést á þess- ari mynd leiðbeina Tanz Forum, dans- flokki óperunnar í Köln, en meðal meðlima hans er Sveinbjörg Alexanders. s.tbl. Vikan 31

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.