Vikan


Vikan - 31.01.1985, Page 34

Vikan - 31.01.1985, Page 34
vs Vísindi fyrir almenning Harry Bökstedt Einkaréttur á fslandi: Vikan — ópalar sem segja sögu nytjaplantnanna Fýtolítar Fýtólítar úr mýragróðri. Þessir og frændur þeirra geta sagt til um hvort mórinn brennur sæmilega! Fýtólítar kallast steingeröar leifar plantna af sérstakri gerð. Orðið er myndað af tveim grísk- um stofnum, phytos sem þýöir jurt eða planta og litos sem þýðir steinn. Islensk útgáfa myndi því væntanlega kallast jurtasteinar. Það sem um er að ræða er þó varla hægt að kalla steina því fýtólítar eru örsmáir steingervingar af plöntum, allt frá því að vera þúsundasta brot úr millímetra upp í millímetra. Þess- ir steingervingar verða eftir er plöntur og plöntuhlutar rotna í moldinni. Fýtólítar eru í raun og veru örsmáir ópalar. Á allra seinustu árum hefur áhugi manna á fýtólítum glæðst talsvert. Þar koma til nýjar gerðir smásjáa sem gert hafa kleift að notast við fýtólíta í fornleifa- rannsóknum. En fleira kemur til. Það er ekki ný uppgötvun að plöntur láti eftir sig örsmáa stein- gervinga af þessu tæi. Jurta- steinar voru fyrst skipulega at- hugaðir á öldinni sem leiö af Þjóð- verjanum C. G. Ehrenburg. I safni hans var meöal annars að finna rykið sem Charles Darwin dustaði af seglum skipsins „Beagle” í ferð sinni umhverfis jörðina. Fýtólítar verða til er hinn lini hluti jurtarinnar rotnar burt í jarðveginum. Meðan plantan er lífs tekur hún til sín lítið magn af vatni. I vatninu er uppleystur kísill sem sest til í frumunum og á milli þeirra þegar vatnið gufar upp við starfsemi jurtarinnar. Kísillinn er myndlaus eða amorf og myndar ekki kristalla. Kísillinn fellur út bæði í frumum og utan þeirra eins og fyrr sagði. Þess vegna er lögun ópalanna svo mismunandi sem raun ber vitni. Hver planta á sér sitt form. I handfylli af jarðvegi eru því upplýsingar um hvað þar hefur vaxið — alla tíð. Grasafræðingar hafa lengi haft áhuga a fýtólítum, sérstaklega þeir sem fengist hafa við rannsóknir á pálmum og öörum hitabeltisgróðri. Þannig plöntur eru nefnilega ríkar af fýtólítum. Nú hefur vaknað áhugi á fýtólítum meðal fleiri vísinda- manna en áður var. Því var efnt tU ráðstefnu um þá í Detroit 1983. Aðalhvatamaður þessa var mann- fræðingurinn Irwin Rovner við há- skólann í Norður-Karólínuríki. Nýlega var sagt frá þessari ráð- stefnu í tímaritinu „Science News”. Plöntumar hafa gagn af ópölunum sínum. Þeir gera aUa líkamsbyggingu þeirra stinnari og stoðvefir eru styrkari. Fýtó- lítamir eru líka fráhrindandi fyrir ýmis skordýr sem naga gróðurinn. Þeir orsaka að blöð sumra tegunda eru hárbeitt og fæla því einnig stærri grasbíta frá plöntunni. Lífefnafræðingur nokkur hefur giskað á að fýtólítar leiði lUca birtu frá yfirborði plantna og til frumna sem dýpra liggja og leiði þannig til aukinnar ljóstiUífunar. Fýtólítar geymast óskemmdir í jörðinni þúsundir ára. Það er eins og vænta mátti fornleifa- fræðingum til ómældrar gleði. Debóra PearsaU við háskólann í Missouri hefur til að mynda getað staðfest að fýtólítar frá tveim fundarstöðum fornleifa í Ekvador væru úr maískomi. Þetta var eitt af því sem notað var tU þess aö álykta að fólkið sem bjó á strönd Ekvador á árunum kringum 2450 fyrir Krists burð hefði ræktað og etið maís. Það var einmitt um sömu mundir og Forn- Egyptar stunduðu jarðyrkju sína hvað ákafast. Með því að greina jarðveglssýnishom frá Hawaii hefur Debóru einnig tekist að sýna fram á hvenær skógur var ruddur þar og tekið til við akuryrkju. Þetta sést á því hvenær fýtólítar úr trjám hverfa úr jarðvegi og aðrir, ættaðir úr grasi, áhi við. Þá er ekki síður gagnlegt að hægt er að sjá á þeim breytingum sem veröa á fýtólítunum hvemig korn- og plöntutegundir hafa verið kynbættar. Því er hægt að lesa brot af menningarsögu þjóðanna út úr þessum örsmáu ópalkornum í plöntunum. Lawrence Kaplan í Boston hefur um árabil fengist við rannsóknir á sögu helstu nytja- plantna í hinum fornu menningar- samfélögum Austurlanda. Nú er unnið að því að greina moldar- sýnishom þaðan og vonast menn til að fá svör við mörgum spurningum í steinunum. Nokkrir tugir gramma af mold eru nóg fyrir fýtólítafræðinginn til þess að sjá hvaða plöntur hafa dregið fram lífið á viökomandi skika. Vonir standa til að brátt verði unnt að greina þetta í næfur- þunnum lögum svo skrásetja megi gróðursögu reinarinnar jafnvel ár eftir ár. Hafi hús hrunið verður hægt að finna hvaða plöntur voru notaðar í þakið og hvaða korn lagði til hálminn á gólfinu. Læknisfræðin getur líka haft gagn af þessum nýju aðferðum við greiningu plöntusteina. Á tveimur stöðum í Asíu er tiltekin tegund hálskrabba algeng. Annar þess- ara staöa er Hunanfylki í Kína. Þar er grautur gerður úr fýtólíta- ríku korni aðalfæðan. Menn ímynda sér aö þeir erti slímhúðina í hálsinum og eigi þess vegna sök á sjúkdómnum. Enn eru ótalin not af þessum örsteinum. Þeir geta gefið til kynna orkuinnihald kolabirgða sem fólgnar eru í jörðu því brennslugildi kola er misjafnt eftir því hvaða plöntur mynduðu kolin. En fýtólítamir segja ein- mitt til um það. Það er líka kostur að vita þetta þar sem plöntu- ópalamir verða eftir þegar búiö er að brenna kolin. Þeir hafa sem sagt áhrif á það hve öskurík þau eru. 34 Vikan 5. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.