Vikan


Vikan - 31.01.1985, Side 35

Vikan - 31.01.1985, Side 35
ÍH Draumar Áskorun: Hefur ykkur dreymt merki- legan draum? Hallfreður örn Eiríksson hjá Stofnun Árna Magnús- sonar hafði samband við Vikuna nýverið vegna þjóð- fræðilegra rannsókna á draumum, sem hann hefur stundað um margra ára skeið. Hann hefur áhuga á að komast í samband við fólk sem hefur dreymt táknræna drauma, annaðhvort persónulega eða fyrir einhverjum atvikum í þjóðlífinu eða jafnvel heimssögunni. Fólk á öllum aldri hefur skrifað draumráðanda Vikunnar og bréf þess eru að sjálfsögðu algjört trúnaðarmál en ef þeir sem hafa skrifað þessum þætti eða eru að búa sig undir að gera það lesa þessar línur myndu þeir gera rannsóknum þessum mikið gagn ef þeir skrifuðu til Hallfreðar Arn- ar Eiríkssonar, Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Þeir þurfa ekkert frekar að senda drauma, bara að komast í samband við hann, senda nafn, heimilisfang og símanúmer, og að sjálfsögðu yrði farið með allt sem trúnaðarmál. Þeir sem af einhverjum ástæðum vilja ekki skrifa beint geta sent draumaþætti Vikunnar leyfi sitt til að gefa Hallfreði upp nafn þeirra og heimilisfang og/eða síma- númer. Þið getið líka getið þess, þegar þið sendið inn drauma, hvort það sé í lagi að gefa Hallfreði upp nöfn ykkar. Vonandi sjá einhverjir sér fært að verða við þessari bón um liðveislu. Efþú. . . . ! Kæra Vika! Eg undirritaður bið þig að ráða fyrir mig draum sem mig dreymdi. Eg var beðinn að vera vélamaður á bát á vetrarvertíð. En hann var í Reykjavík og ég var beðinn að fara þangað að sækja hann. Hér kemur draumurinn: Eg gisti á nýjum stað, af- skekktum stað í sveit. Mér var vtsað þar til sængur og lokaði ég dyrunum strax og sofnaði. Einnst mér ég sjá konu inni hjá mér og hún segir við mig: Ef þú ferð í þessa ferð drepur þú þig. Eg segi þá: Þér verður ekk- ert úr því klæði, ég drep mig ekki. Hún endurtekur þetta aftur og aftur og ég endurtek í hvert sinn að henni verði ekkert úr því klæði, ég drepi mig ekki. Og svo var hún lifandi þegar hún fór og ég vaknaði að hún skildi dym- ar eftir opnar sem ég lokaði um kvöldið. Hér kemur lýsing á draumkonunni: Hún var dökkhærð, lagleg og myndarleg, t meðal- lagi á hæð og frekar feit og mikið fas á henni. Hvað finnst þér um þennan draum ? Kær kveðja, fyrirfram þökk. Hef mikinn áhuga á að fá svar. Bless. Bæi. Þessi draumur getur við fyrstu sýn virst fyrir ein- hverjum stórviðburðum og þá jafnvel af neikvæðara taginu. Sem betur fer er svo ekki, hlutir eins og andlát og spádómar í draumi tengjast sjaldnast slíkum atburðum í vöku. Ýmislegt bendir til að þú sért orðinn harla leiður á viðfangsefnum líðandi stundar og hafir ríka þörf fyrir að breyta til um sinn. Oft er einungis til góðs að takast eitthvað nýtt á hend- ur og svo mun vera í þínu tilviki ef þú færist ekki of mikið í fang. Yfirbragð konunnar segir svo að þér verði gróði að breytingun- um á fleiri en einn máta. Rúnir úr blóði Kæri draumráðandi. Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig eftir- farandi draum sem mig dreymdi fyrir stuttu og hef hugsað mikið um. Hann var þannig: Mér fannst ég liggja í rúminu mínu og horfa upp í loftið. Þá mynduðust allt t einu rúnir úr blóði íloftinu. Þær juk- ust smám saman og féllu svo í dropum yfir mig þar sem ég lá. Þá fannst mér ég færa mig í annað herbergi en það fór alveg á sömu leið og einnig í þvt þnðja. Þá var ég orðin hálflömuð af hræðslu og fór t eitthvert annað hús þar sem ég hitti Ijóshærða unga konu sem mér fannst vera gömul vin- kona mín sem ég hefði ekki séð lengi og héti Herta (ég þekki enga með því nafni og kannast ekkert við konuna). Þá endurtekur sig sama sagan, það byrjar að leka blóð yfir mig og mér finnst ég segja við stúlkuna að það sé alveg sama hvar ég sé, það rigni alltaf yfir mig blóði. Eg var þá hálf grátandi en mér fannst henni ekkert þykja það óeðlilegt en leið sjálfri óskaplega illa og við það vaknaði ég. Draumurinn var mjög skýr. Með fyrirfram þökk ef þú reynirað ráða þetta. Hanna. Ekki eru allir draumar dreymandanum sjálfum fyrir komandi atburðum og líklega er þarna um að ræða einn slíkan. Dæmi eru um að vini dreymi fyrir ein- hverju í lífi manns og einnig getur það gerst að fólk dreymi fyrir lífi ann- arra þótt það þekki ekki viðkomandi persónulega. Angi af því sama er þegar fólk dreymir þekkta menn og óorðna atburði í þeirra lífi. Það sama getur gerst þótt maðurinn í draumn- um sé ekki þekkt persóna, jafnvel þannig að dreym- andinn hafi aldrei litið hann augum og viti ekkert um tilvist hans. Hvað þarna er á ferðinni er ekki gott að segja til um, í því efni sýnist sitt hverjum. Ein skýringin er að þar fari ein- hverjir straumar ekki á rétta staði, kannski svipað og í vökunni á sér stað þegar valið er rangt símanúmer. Draumurinn bendir til að þessi unga kona hafi átt í miklum erfiðleikum, þar eru sárir hlutir hvað varðar fjölskylduna efstir á blaði. Bæði andlát og aðskilnaðir við hina lifandi setja mark sitt á líf hennar um tíma og reyndar endar draumurinn þannig að lítið er hægt að segja til um hvernig hún vinnur úr því í framtíðinni. En þú þarft sjálf lítið að hugsa um þennan draum viðkomandi eigin lífi því ekkert bendir til að hann segi til um neitt hvað það varðar. 5. tbl. Vikan 35

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.