Vikan


Vikan - 31.01.1985, Page 41

Vikan - 31.01.1985, Page 41
Svo sló Kansas-Kiddi sporunum duglega í síðumar á svarta hestin- um sínum og hraðaði sér súr á svip til Klettahvera. Þar svipti hann upp hurðinni á bamum og ætlaði sér sannarlega að gera at. Eldsnöggt dró hann upp byss- una til að skjóta niður nokkrar flöskur af billegu viskíi úr hillun- um og nokkra ása af hendi póker- spilaranna í hominu. Hann hafði áralanga þjálfun í því sem hafði veitt honum fullkomið öryggi í listinni. En einmitt þegar hann var að miða rann hann til á melónuhýði, húrraði á bakið og rakst meö heljarhöggi í hart gólfið með hnakkann og lyftist síðan upp á axlimar í einni svipan. Nokkrir gullgrafarar hjálpuðu honum aft- ur á fætur. — Meiddirðu þig, gamli vin? spurðu þeir með ýktri hluttekn- ingu. Með harkalegum blótsyrð- um reif Kansas-Kiddi sig lausan, þeytti upp grænmáluðum vængja- hurðunum og hvarf út með hlátra- sköllin í bakið. Hann hafði orðið að algeru athlægi — og það á þessum hátíðisdegi — í litla sléttubænum og hann hét sjálfum sér því að sjást aldrei framar á þessum slóð- um. Þetta var í raun réttri mikill óhappadagur. Hann hélt heim á leið þungur á brún. Á leiðinni fór hann gegnum Eikarkrika. Hann batt hestinn og fór að pósthúsinu, staðráðinn í að ræna það. Hann leit yfir staðinn hvössum augum. Nokkrir skeggjaðir gullgrafarar, hálffullur aðstoðarlögreglustjóri og ungur kúreki í sauðskinnsbux- um biðu eftir afgreiðslu. Gamli krumpuhnakkinn við afgreiðsl- una, með dökkblátt skyggni og teygjur til að halda skyrtuermun- um uppi, skjökti að borðinu. — Á sama andartaki og þessir gaurar eru famir hér út, hugsaði Kansas- Kiddi, þá plaffa ég smáblýi í þann gamla og tæmi peningaskápinn. Þá er dagurinn ekki alveg ónýtur. Hann kom sér í grennd við röðina sem var komin að kúrekan- um. En þá gerðist nokkuð óvænt. Kúrekinn stakk byssu undir nef- ið á póstafgreiðslumanninum og skipaði honum að afhenda allt gull og alla seðla sem vom í peninga- skápnum. — Og láttu það ganga fljótt, gamli, sagði hann hörkulega. Kansas-Kiddi pikkaði laust í öxlina á kúrekanum og stakk upp á að þeir skiptu góssinu til helminga. En þegar kúrekinn sneri sér við sá Kiddi hver hann var og stirðnaði upp. Þetta var sá óttalegasti og löglausasti bófi sem nokkru sinni hafði stigið fæti sín- Þýðandi: Anna um í villta vestrið: sjálfur Jesse James. — Uh... afsakið, Jesse, tautaði Kansas-Kiddi og hörfaöi í átt að dyrunum, þetta var auðvitað brandari, Jesse. Ég meinti ekkert með því, Jesse, nei, nei, nei. En Jesse James var ekkert gef- inn fyrir spaugsemi og hafði reyndar aldrei verið. Hann sendi nokkrar kúlur framhjá nefinu á Kansas-Kidda og það var ekki laust við að Kiddi hefði nóg að gera við að forða sér. Hann reið heim á leið í svörtu skapi. Þessi hátíðisdagur, sem hann hafði hlakkaö svo ósegjanlega til, hann var greinilega alveg ónýtur. Ef hann yrði fyrir frekari óhöppum myndi hann springa úr reiði. Þegar kvölda tók mátti sjá hann ríðandi á harða stökki yfir eyði- mörkina. Fyrir framan sig sá maður að hann var með þræl- bundna kvenveru, dauðhrædda veslings stúlkukind með keflaöan munn. Hann var með samanbitinn munn í bófaandlitinu, hann Kansas-Kiddi, og sparkaði enn fastar í hestinn sinn og tók stefn- una á Phoenix-Papago-Tuscon jámbrautina. Við Casa Grande komst hann að teinunum. Hann fleygði stúlkunni í grasið, velti henni upp að teinunum og lagði hana á þá svo granni, hvíti hálsinn á henni hvíldi nákvæmlega á öðr- um þeirra. Hann festi hana vand- lega og leit síðan með ánægjusvip í átt til Papago City en þaðan var von á másandi jámbrautarlest innan skamms. Svo stökk hann upp í hnakkinn og hvarf í rykskýi út í auönina. Nokkrum mínútum áður en lest- in kom að skiptisporinu við Casa Grande áttu Sam Salt lögreglu- stjóri og allt hans lið af tilviljun leið hjá. Sam kom auga á stúlk- una, stökk af hestinum, leysti stúlkuna og tók keflið úr munnin- um á henni. — Well, I’ll be damned, tautaði hann. Stúlkan var engin önnur en unga konan hans Kansas-Kidda, Klementína. Hún strauk hárið frá enninu. — Phjúúú, sagði hún, þetta stóð tæpt! Þetta var víst eitthvað mis- lukkað bófaafmæh hjá manninum mínum! Hann var aÚa vega dálít- ið skapstyggur þegar hann kom heim og ætlaði að skjóta kalkún- inn sem sat á þakinu, en hann skaut þrjú feilskot á fuglinn af því hann var alltaf að hreyfa sig. Og þegar hann sá að ég stóð hlæjandi í dyrunum, nú, þá rúllaði hann mér bara upp og fór með mig hingað! Hrúturinn 21. mars-20. apríl Nautið 21. april - 21. mai Tvíburarpir 22. mai-21. júni Þú átt erfitt með að þegja yfir vitneskju sem þú alveg óvart býrð nú yfir. Þú ættir að velta hlutunum vandlega fyrir þér. Þú kemst nú að því hverjir eru vinir þínir og hverjum þú getur treyst. Þar sem þú ert mjög bjartsýnn að eðlisfari átt þú erfitt meö að setja þig í stellingar á næstunni. Enda kemur það í ljós að allir erfiðleikar hverfa fljótlega og því engin ástæða til kvíöa. Þér hættir til að láta vanhugsaða hluti frá þér og líklega kemur það þér í klipu á næstunhi. Þaö er engin skömm að því að játa mistök sín. Þú verður álitinn meiri maður fyrir bragöiö. Krabbinn 22. júní - 23. júlí Þú kemur til með að vekja nokkra athygli 'út af ákveðnum at- burði. Þú verður að gæta þess að ofmetnast ekki þó athyglin beinist að þér. Hringdu í kunn- ingja þinn úr af máii sem hefur beðið of lengi. Vogin 24. sept. - 23. okt. Vinur þinn biður þig um að gera sér greiöa en þar sem þú ert skuldbundinn finnst þér erfitt að verða viö þeirri bón. Þú hefur skyldum að gegna viö vini þína og þú ættir að láta þá ganga fyrir. Steingeitin. Steingeitin 22. des. - 20. jan. Þú ert ánægður meö lífið um þessar inundir. En óvæntur atburður bíður hinum megin við húshomið og þá munu allar þínar áætlanir breytast. Þú þarft ekki að gera neinar ráöstafanir vegna breytinganna. Ljónrt 24. júh' - 24. ágúst Meyjan 24 ágús, _ 2J SBp| Þér finnst stundum erfitt að koma þinum nánustu í skilning um vilja þinn. Þú vilt alltaf að hlutirnir gerist strax en stund- um þarf að bíða til að ná þeim árangri sem maður vill. Sporódrekinn 24. okt. - 23. nóv. Þér er ákaflega illa viö allar skuldbind- ingar og vilt helst vera frír og frjáls. Þess vegna vilt þú neita mjög gimilegu tilboði sem þú færð. Þú ættir að reyna aö horfa á málið í víðara samhengi. Vatnsberinn 21. jan. - 19. febr. Þú ert ekki sú persóna sem gefst upp þegar á móti blæs. Einhverjir erfiðleikar eru fram undan og um tíma verður erfitt að horfa bjartsýnn fram á við. Þetta styrkir þig og gerir þig að meiri persónuleika. Margir halda að meyjan geri hosur sínar grænar fyrir hverjum sem er. Það er ekki rétt. Þú ert félagslyndur og þér þykir gaman að vera innan um fólk. Stórt samkvíemi verður haldiö a næstunni. Bogmaðurinn 24. nóv. - 21. des. Miklar breytingar eru fram undan hjá þér og margír óttast að þú gleymir fortíðinni vegna spennandi hluta sem framtíðin ber í skauti sér. Sýndu fram á að þeir hafi ekki rétt fyrir sér. Fiskarnir 20. fe 20. mars Þér finnst ótrúlegt hvað dæmin hafa gengiö upp hjá þér að undanförnu. Nú mun koma rólegur tími og þú ættir að nota hann ve! til að ganga frá öllum laus- um endum og gera hluti sem lengi hefur staðið á. 5. tbl. Vikan 41

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.