Vikan


Vikan - 11.07.1985, Blaðsíða 8

Vikan - 11.07.1985, Blaðsíða 8
Þverlína í bakið Sýningin er eins og allra aörar Armanisýningar — stórkostleg — og skýtur keppinautunum ref fyrir rass hvaö einfaldleika og snilldar- legar lausnir snertir. Kápur og jakkar meö sérstakri þverlínu í bakiö sem örugglega á eftir aö fyr- irfinnast fjölfölduö um allan heim eftir nokkrar vikur. Klappaö endalaust í lokin og ein skrautdúll- an úr áhorfendaskaranum tekur undir sig stökk og faðmar Armani karlinn aö sér í ákafa uppi á sviöi. Fleiri fylgja á eftir og hann á fótum fjör aðlauna. Nú skiptast gestirnir í tvennt — betri gerðin er leidd í hliöarsal þar sem herlegur kokkteill bíður. Stór salur í undarlega tómum blæ- brigöum, risastórt, bleikt tré í einu horninu undirstrikar aö þarna er ekkert lifandi að finna. Nema ef vera skyldi einhver gest- anna. Sjónvarpsmenn steypa sér yfir hönnuöinn Giorgio Armani og betra að fylgja með í hrinunni. Eitt af því agalega hefur einmitt gerst - flass VIKUNNAR bilaöi og er því ónothæft þetta kvöldið. Sjónvarpsmennirnir ítölsku kunna ekki stakt orð í neinu nema móðurmálinu og eina ráöiö er því að brosa hringinn um leiö og höfði, skrokk og vél er stillt upp, ná- kvæmlega undir þeirra stórgóðu lýsingu. Þeir hafa ekki rænu á mótmælum, eru furöu lostnir þeg- ar þeim er þakkað innvirðulega á íslensku eftir hvern smell og upp í hugann kemur sena úr Kardi- mommubænum hérna á árum áð- ur. Tvo þurfti til aö túlka eitt dýr- anna — efri og neðri helming — og yfirleitt voru leikendur aldrei í takt. Þarna er mitt hlutverk neðri helmingur kynjadýrsins og svo er bara aö vona að efri hlutinn fái ekki umsvifalaust þörf fyrir að losa sig við þann neðri. Yfirborðsmennskan eitur í hans beinum Þetta er farið að vekja athygli gesta og Armani hefur greinilega mikið gaman af ferðalagi furðu- dýrsins. Hann skellihlær og bendir á óvirkt flassið, þegar filman er á enda sýnir hann mikla biðlund við skiptingu. Snjallræöi flasslausra vekur honum meiri áhuga en kokkteillinn, er reyndar frægur fyrir að leiðast slíkt húllumhæ heil ósköp. Vín, reykingar og önnur óhollusta eru á bannlista, hann er þekktur fyrir reglusemi. Kappinn hleypur í vinnuna daglega og minnir þar á kollega sinn, Pierre Cardin, sem sagði í viðtali við Vik- una í París: „Mér nægir að hlaupa í vinnuna og taka aldrei lyftuna innanhúss, hleyp stigana líka. Þarf ekki að kaupa mér rándýran hlaupabúning og hendast svo af stað um allar jarðir þangaö til tungan lafir út úr mér eins og á óð- um hundi.” Armani hefur svipuð viðhorf, yfirborðsmennska er eit- ur í hans beinum. Hóglífi er ekkert sem heillar og engin tilviljun að fötin hans eru fræg fyrir snilldar- lega hönnun hvað þægindi varðar. I upphafi ferilsins sagði þessi fyrr- verandi læknastúdent að karl- mannaföt væru hönnuð sem spennitreyja fyrir þá og varð mold- ríkur af því einu að hanna þægi- legan bleiserjakka, svo þrælgóðan að kvenfólk stalst í jakka karl- mannanna og þannig varð til tísk- an sem nú stendur sem hæst — karlmannajakkar og frakkar á flestar konur. Uppbrettar ermarn- ar má ekki vanta — nokkuð sem kom til af því að fyrstu Armani- jakkarnir voru lánsjakkar af nán- ustu vinum og vandamönnum og því vel við vöxt. Á þessari sýningu sló hann í gegn — enn einu sinni — og Armanikápur með þversniönu baki eru greinilega stórabóla næsta vetrar. Torgið við Dómkirkjuna ar það eina sam talist getur miðborg Milanó — eða hjarta. Inni i boganum er svo aðalgatan. 8 Vikan 28. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.