Vikan


Vikan - 11.07.1985, Blaðsíða 16

Vikan - 11.07.1985, Blaðsíða 16
FÁÐU ÞÉ Stólar þekki Þótt gott sæti sé jafnnauðsynlegt heilsunni og gott rúm er ekki svo ýkja langt síðan slíkir gripir komust í eigu almúgans. Það voru höfðingjarnir sem lengi fram- an af sátu í betri sætum — almúginn sat á hækjum sín- um, kraup eða húkti á heimatilbúnum þrífótum þegar best lét. Það var ekki fyrr en á sextándu öld að almenn- ingur fékk sér sæti — og þá i sætum þar sem alls hófs var gætt. Stóllinn sagði lengi vel til um það hvort viðkomandi var kardínáli, munkur, höfðingjasonur eða bara óbreytt vinnuhjú . . . . . . og það sem meira er, þessi mismunur á sætum manna fyrirfinnst enn þann dag í dag. Á tuttugustu öldinni situr yfirmaður fyrirtækisins í göfugra sæti en undirmennirnir — oftast nær að minnsta kosti. Við þurfum ekki að fara lengra en inn á Alþingi íslendinga og sjá stólana sem ráðherrum vorum eru ætlaðir og svo þá sem óbreyttir þingmenn verða að sætta sig við. Texti: Guðrun Mynd 1 Skoski arkitektinn, hús- gagnahönnuðurinn og málarinn Charles Rennie Mackintosh hannaði stól- inn með háa „stigabak- inu”. Þessi stóll, sem margir hafa litið hýru auga, var upphaflega ætlaður blaðaútgefanda i litlum smábæ í Skotlandi og átti að falla inn í innréttingarn- ar í húsi sem Mackintosh hafði teiknað handa útgef- andanum. Mackintosh fylgdi eigin stefnu í hönn- un, nýtti sér sveigjanleika viðarins og „klæddi" stóla sína í lakk til að undirstrika formið og um leið til að hylja öll samskeyti. Hann nýtti sér seinna meir flatar- málið við form stólanna og réð svartur litur þá miklu í verkum hans. Mackintosh og félagar hans, kenndir við svokallaðan Spook School (Draugaskóla) í Glasgow, vildu gjarnan hverfa frá hrærigrautnum sem ríkt hafði i hönnun Viktoríutímabilsins. Mack- intosh varð fljótt þekktur utan heimalands síns og átti verk á fjölda sýninga. Blómatímabil Mackintosh er frá 1897 til 1905. Eftir það og fram til 1916 er hljótt um verk meistarans en þá á Mackintosh aftur tveggja ára blómpskeið. Hann fær fá verkefni eftir það og flytur ásamt konu sinni og vinnufélaga til Frakklands til að mála. Charles Rennie Mackintosh fæddist í Glas- gow árið 1868. Hann lifði aðallega af sparifé sínu síð- ustu árin og þegar hann lést í Frakklandi árið 1928 var hann fátækur maður. En stigastóllinn hans, Hili House, og aðrar mublur eru enn í framleiðslu og hér á Fróni má fá háa stólinn fyr- ir litlar 25.560 krónur í hús- gagnaversluninni Casa í Reykjavík. En stóllinn er um leið listaverk eftir þekktan hönnuð. 16 Vikan 28. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.