Vikan


Vikan - 11.07.1985, Blaðsíða 29

Vikan - 11.07.1985, Blaðsíða 29
hafi lifað mjög lífsglöðu lífi. Eftir slysið varð ég að stokka spilin algjörlega upp á nýtt og byggja á nýjum grunni. Þetta gengur hægt og bítandi en ég set markið hátt og er ákveðinn að ná öllu aftur." Eitt líf eða tvö? ,,Ég hef oft verið spurður þessarar spurningar," svarar Stefán þegar ég spyr hann hvernig tilfinning það hafi verið að vakna upp við vondan draum eftir slysið. ,,Þetta var ekkert áfall fyrir mig því ég var svo lengi að vakna. Með öðrum orðum gerði ég mér grein fyrir þessum breytingum á lífi mínu og líkama í smáskömmtum og þess vegna hef ég kannski frek- ar getað sætt mig við þetta hlutskipti. Ég var líka að mörgu leyti vel undir það búinn að mæta svona erfiðleikum. Ég hef alltaf verið fílhraustur og viljasterkur og til í allt. Ég hef alltaf verið til í að prófa eitthvað nýtt og því ekki líf í hjólastól eins og hvað annað! Oft finnst mér ég hafa endur- fæðst eftir slysið! Ég hafði byrjað nýtt líf með gott vega- nesti frá gamla lífinu. Þetta tengist lífsskoðun minni: Það þýðir ekki að gráta löngu liðna tíma, við verðum að horfa fram á veginn." Líf á hjólum Stefán hefur búið í Sjálfs- ökumaðurinn, ungur Kópavogsbúi, liggur á gjör- gæsludeild Borgarspitalans, lifshættulega slasaður. Slysið varð með þeim hætti að Volvo Amazon-bifreið, árgerð. . . (Dagblaðið 12.10. 1981.) bjargarhúsinu í Hátúni 12 síðastliðin tvö ár. Þegar ég heimsótti hann þangað var hann að klippa út mynd af Bubba Morthens. ,,Mér finnst Bubbi pottþéttur og pæli mikið í textunum hans. Annars hlusta ég á alls konar tónlist og fer reglulega á tón- leika hjá Sinfóníunni." Það kemur upp úr dúrnum að Stefán vasast í ýmsu. „Annað hvert fimmtudags- kvöld fer ég í Frikirkjuna. Þangað safnast Ungt fólk með hlutverk og ég tek virkan þátt í starfinu. Trúin hefur gefið mér mikið. Maður sækir eitthvað í trúna sem fæst ekki hvar sem er. Ég er líka forfallinn bridge- spilari og spila mikið á veturna, bæði hérna í Hátúninu og úti í bæ. Það er bæði spilamennsk- an sjálf og félagsskapurinn sem ég sækist eftir. Ég hef alltaf verið mikil félagsvera." — Verðurðu þá aldrei einmana? ,,Ekkert meira en gengur og gerist. Sko, ég finn mér alltaf Stefán hefur unnið töluvert fyrir sér sem fyrirsæta. Þessi mynd var tekin á árinu 1980. „Ég væri alveg til í að fara út í þennan bransa einhvern tima aftur," segir hann. „Maður verður að passa sig á þvi að verða ekki sjálfskipaður fangi hérna i húsinu." Stefán fyrir framan Hátún 12. 28. tbl.Vikan 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.