Vikan


Vikan - 11.07.1985, Blaðsíða 46

Vikan - 11.07.1985, Blaðsíða 46
Þægilegu, bólstruðu, georgísku sófarnir og stólarnir voru gjörólíkir óþægilegu, hnöppóttu satínstólunum sem vinir ' móður Maxín tylltu sér á í dagstofunni. Frakkarnir tóku við þessum hlutum og betrumbættu ýmis atriði. Þeir framleiddu kögur og borða sem fóru vel við gluggatjöld og rúmábreiður, þeir ófu einlit húsgagnaáklæði og notuðu sömu liti og í sirsmynstrunum. Maður valdi mynstur og lagði til grundvallar. Það var notað í gluggatjöldin, sófana og ef til vill á einn stól. Síðan valdi maður tvo áberandi liti úr sirs- mvnstrinu á einlitt efni sem notað var á allt annað sem klætt var áklæði og í allar rúm- ábreiður. Á veggjunum voru sirsefni eða veggfóður með sama mynstri eða þá að þeir voru málaðir í lit sem fenginn var úr sirsmynstrinu nema mun Ijósari. Maxín hafði lokið tveggja ára námstíma sínum I London var hún orðin fullfær í le style anglais og gat hrist það fram úr erminni. Hún gætti þess að láta ekkert uppi um það við viðskiptavinina. Hún gerði sér grein fyrir því að þeir mátu tímann of mikils en. hæfdeika og reynslu of lítils. James Partridge bauð henni fasta stöðu hjá sér í London en Maxín vildi heldur fara til Par- ísar og halda áfram á ,,frama- brautinni” eins og hún kallaði það með sjálfri sér. „Munurinn á að vinna venjulega vinnu og vera á framabraut,” hafði Júdý einu sinni sagt henni, ,,er sá að ef þú ert í vinnu nærðu aldrei neitt lengra. Ef þú ætlar þér hins vegar að ná langt á frama- braut ætti venjuleg vinna bara að vera skref að ákveðnu marki. Þegar þú þiggur einhverja vinnu áttu að vera viss um hvenær þú ætlar að hætta aftur.” ,,Della!” hafði Maxín sagt. ,,Af hverju ferðu ekki og skrif- ar bók um hvernig fólk geti orðið betri manneskjur eins og ÁTJÁNDIHLUTI Það sem á undan er gengið. . . Árið 1963 gengst þrettán ára stúlkubam undir ólöglega fóstureyðingu á subbulegri lækningastofu í París. . . Fimmtán árum síðar er fjórum glæsilegum heimskonum stefnt á fund kvikmyndastjömunnar Lilíar. Þær Heiðna, Kata, Maxín og Júdý vita ekki að þeim er stefnt saman og vita ekki hver tilgangur heimsóknarinnar er. , Jæja, tæfumar ykkar. Hver ykkar er móðir mín?” spyr Lilí. . . Árið 1948 em Heiðna, Kata og Maxín á fínum heimavistarskóla í Sviss.Júdý, 15 árastúlka frá Bandaríkjunum, verður vinkona stúlknanna. . . . Að skóla loknum skilja leiðir. Ein þeirra var bamshafandi, en hver? Móðirjúdýjar veikist snögglega og Júdý fer heim til Bandaríkjanna eftir sex ára fjarveru. Hún lofar móður sinni að fara ekki aftur til Parísar og fær sér vinnu í New York. Þá víkur sögunni til Sviss, á friðsælt heimili þar sem Lilí elst upp hjá fósturmóður sinni og fósturbróður. Hún trúir því að einhvern daginn komi raunvemleg mamma hennar að sækja hana. Angelina, fósturmóðir Lilíar, giftist ungverskum flóttamanni, Felix. Þau smygla sér til Ungverjalands til þess að heimsækja foreldra hans og bróður og ætla að freista þess að koma bróður Felix úr landi. Það er árið 1956. Dale Carnegie?” En þetta var ekki slæmt ráð í sjálfu sér og með þetta í huga hætti hún i vinnunni og fór aftur til Parísar þar sem hún uppgötvaði að Júdý var önnum kafín við að hjálpa Guy að koma sér áfram sem fatahönnuður í stað þess að halda áfram á sinni eigin framabraut eftir að hún hætti hjá Christian Dior. "y að aðir Maxín var innilega glaður að sjá hana aftur, stoltur af enskunni hennar og jafnvel enn stoltari af því sem hún hafði lært. Hann komst fljótt að því að hann naut þess að gera áætlanir með henni vegna þess að hún gerði sér far um að hann nyti þess sem best. Hún kom fram vð hann eins og hann væri eftirlætisviðskiptavinur henn- ar. Hann dáðist að þekkingu hennar og hve henni var mikil alvara, en þekkingarleysi hennar á bókhaldshliðinni skaut honum skelk í bringu. ,,Ég skil ekki hvers vegna þú vildir endilega vera hálft ár í viðbót í Sviss til þess að læra verslunarfræði,” sagði hann. ,,Það er ekki skrítið að þú féllst á prófínu! Algjör peningasóun! Allt fyrsta árið þitt í rekstrinum verður þú að hringja í mig á hverjum morgni klukkan tíu og leyfa mér að heyra það athyglis- verðasta sem gerðist daginn áður. Ég vil aldrei heyra meira en eitt og aldrei minna en það. Það ætti að kenna þér að átta þig á hvað skiptir máli og hvað ekki. Gg ég vil fá að sjá bók- haldsreikningana á hverjum laugardagsmorgni. ’ ’ Föður Maxín til mikillar furðu hafði hún auga fyrir við- skiptum. Það var ekki liðinn mánuður áður en hún var kom- in með sjö ára leigusamning á húsinu númer 391 við Jacobs- götu. Það hafði ekki reynst erfítt að finna verslun við þessa götu. Þar stóðu rykugar forn- gripaverslanirnar í röðum og gatan enn ekki komin í tísku. Verslanirnar voru enn illa málaðar og grámuskulegar og fremur sóttar af forngripa- miðlurum en ferðamönnum. Númer 391 var þröng og dimm 46 Vikati 28. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.