Vikan


Vikan - 11.07.1985, Blaðsíða 27

Vikan - 11.07.1985, Blaðsíða 27
44 44 44 44 * 14. júlí: * * * * * Skapferlið Eöli mannsins sem fæddur er í dag er rólynt og góðlynt. Hann vill gera öllum vel og reiðist sára- sjaldan. En reiðiköstunum má líkja við gos í Kröflu sem kemur að jafnaði á fimm ára fresti. Þess- um reiðiköstum fylgir oft sár iðr- un sem lýsir sér í því að maðurinn dregur sig inn í skelina og verður hlédrægur. Hógværðin veldur hins vegar því að afmælisbarnið fer oft dult með hæfileika sína og býr yfir ýmsu sem aörir hafa ekki hug- mynd um. Lífsstarfið Sjómennskan hentar þessu fólki vel og yfirleitt öll þau störf sem hafa ferðalög og tilbreytingu í för með sér. Það hefur líka sýnt sig að þeir sem leita fyrir sér með vinnu fjarri æskustöðvum og jafnvel í öðrum löndum ná góðum árangri í starfi og verða oft vellríkir. Ástalifið Ferðaþráin og nýjungagirnin er ekki eingöngu bundin við atvinnu- lífiö því það er mjög algengt að þetta fólk sprangi milli viðkomu- staöa í ástalífinu. Akkerunum er þó oftast kastað nálægt þrítugu og hjónabandið verður farsælt. Þó geta fyrrnefnd reiðiköst sett strik í reikninginn og dregið dilk á eftir sér í hjónabandinu. Afmælisbarn dagsins eignast í flestum tilfellum nokkur börn um ævina sem eiga eftir að færa því mikla gleði og hamingju enda eru þeir sem fædd- ir eru þann 14. júlí meö afbrigðum barngóöir. Heilsufarið Líkamsbyggingin er ekki sterk- asta hliðin hjá þessu fólki þótt það sækist oft eftir erfiðisvinnu og standi sig þar vel. Heillatölurnar eru 5 og 7. 44 44 * * * 15. júlí: 4 4 4 4 4 Skapferlið Ovenjulegar gáfur einkenna þá sem eiga afmæli þennan dag. Þessar gáfur eru bæði á sviði al- mennrar þekkingar og einnig leynist aldrei hæfileikinn til list- rænnar sköpunar. Fólk dagsins er þess vegna yfirburðafólk á ýms- um sviðum, einkum á listasviðinu. Persónur sem fæddar eru í dag eru þaö sem margir kalla jákvæð- ar og þær dýrka það fagra í lífinu. Hins vegar lokar þetta fólk oft augunum fyrir skuggahliöum mannlífsins og lætur eins og þær séu ekki til. Þaö finnst mörgum samferðamönnum vera eini gall- inn á afmælisbarninu. Lifsstarfið Þaö er algengast að afmælis- börnin leiti fyrir sér með vinnu á listasviðinu enda hafa þau ótví- ræða listræna hæfileika. Almennt séð henta fíngerö og nostursamleg störf fólki dagsins best. Margir sem fæddir eru þann 15. júlí hafa náð langt í starfi, einkum kven- fólkið. Það þarf sem sagt engu að kvíða ef starfsvalið er vandað í upphafi. Ástalífið Afmælisbarnið einblínir á það fagra og jákvæöa í fari hins kyns- ins. Það er auðvitað ekkert annað en gott um þaö að segja en þessi fegurðardýrkun veldur hins vegar oft skipbroti í hjónabandinu á miðri leið. Fólk dagsins ætti að minnast þess að enginn hefur eilíf- an æskublóma. Ef það er haft í huga þarf ekki að kvíða enda- sleppu hjónabandi. Heilsufarið Heilsufarið er yfirleitt gott. Mik- ilvægt er fyrir afmælisbörnin að vanda mataræðið, venja sig á auð- melta fæöu og stilla neyslunni í hóf. Heillatölur 15. júlí eru 6 og 7. 4 4 4 4 4 16. júli: 4 4 4 4 4 Skapferlið Þeir sem eiga afmæli í dag eru fæddir í krabbamerkinu og þaö bendir til þess að afmælisbarnið sé fast fyrir og ákveðið. Það gerir miklar kröfur til sjálfs sín en ekki eins miklar til annarra. Mörgum finnst afmælisbarniö vera yfirfullt af óbilgirni og stífni og það er oft- ast rétt. Þetta fólk lætur ekki hvern sem er segja sér fyrir verk- um. Þó er það yfirleitt samvinnu- fústef beitter lagni. Lífsstarfið Á vinnustöðum vegnar þessu fólki misjafnlega. Því lætur vel að stjórna og segja fyrir verkum og þá nýtur þaö sín best. Ef afmælis- barniö þarf hins vegar að lúta stjórn annarra á vinnustað er voö- inn vís. Þessi atriði er vert að hafa í huga þegar menntun og störf eru valin. Því má bæta við að afmælis- börnin lenda mjög oft í störfum sem bjóða upp á mikla tekjumögu- leika og verða auðug. Ástalífið Og þá er það tilhugalífið. Þaö verður geysifjölbreytt og víöa stungið niöur fæti áður en lokatak- markinu er náð. Þá er það mest fyrrnefnd óbilgimi og stífni sem verður afmælisbörnunum fjötur um fót. Þrautalendingin verður þó nær alltaf hjónabandiö og þaö verður langlíft og átakalaust, enda er þetta fólk oft orðið sveigj- anlegra þegar þaö er komið í hjónabandið. Börnin verða oftast mörg. Heilsufarið Það er ekkert undan heilsufar- inu að kvarta en margir sem fædd- ir eru í dag þjást af þeim kvilla sem kallaður hefur verið stress. Afmælisbarnið á aðeins eina happatölu. Þaö er talan 7. 44 44 44 44 44 17. júlí: 44 44 44 44 44 Skapferlið Það er mjög erfitt að henda reiö- ur á skapferli fólks sem fætt er í dag. Aðalástæðan fyrir því er sú að þetta fólk er feimið og dult og ekki fyrir að flíka tilfinningum sínum. Mörgum veitist erfitt að kynnast þessu fólki því það hleyp- ir ekki hverjum sem er aö sér. Annars er þetta allt með ráðum gert. Afmælisbarnið vill einfald- lega halda tilfinningum sínum út af fyrir sig og geta þá frekar kom- ið á óvart þegar minnst varir. Lifsstarf Á vinnustaðnum kemur afmæl- isbarnið líka oft skemmtilega á óvart. Þaö veldur meöal annars því aö fólk dagsins er fljótt að vinna sig upp metorðastigann og það getur í raun og veru plumað sig í hvaða starfsgrein sem er. Þó er algengast að fólk dagsins leggi fyrir sig störf sem tengjast hús- haldi og barnauppeldi. Astalíf Um ástalífið er erfitt að fullyrða nokkuð með vissu. Feimni og hlé- drægni verður mönnum oft þránd- ur í götu við að kynnast hinu kyn- inu náið. Oft rennur ástarsam- bandið líka út í sandinn vegna þess aö afmælisbarnið segir ekki hug sinn allan og heldur tilfinning- um sínum leyndum. Sjálft hjóna- bandið verður þó hamingjuríkt og algengast að fólk sem er fætt þennan dag gangi aðeins einu sinni í hjónaband. Heilsufar Heilsufariö verður í þokkalegu lagi, einkum ef gætt er hófsemdar í mataræöi. En ef menn hirða ekki um slíkt er hætta á að meltingar- færin gefi sig. Heillatölurnar eru 7 og 8. 28. tbl. Vikan 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.