Vikan - 11.07.1985, Blaðsíða 25
Eldhús Vikunnar
Spaghettimegrun
í þrjá daga:
Fyrsti dagur:
Morgunverður
1 glas af undanrennu
2 sneiðar af heilhveitibrauði
1 linsoðið egg
1 appelsína
Hádegisverður
Makkarónur með kjöti í tómatsósu (sjá
uppskrift)
Salat úr salatfifli, agúrku og karsa
1 melónusneið
Kvöldverður
Grænmetissúpa
Spínat og jógúrt
Ofnbakaður koli
1 ofnbakað epli
Þriðji dagur:
Morgunverður
1 bolli undanrenna i kaffi
2 sneiðar heilhveitibrauð
1 sneið af nýjum osti
1 appelsina
Hádegisverður
Kinakálsalat
Spaghetti-búðingur (sjá uppskrift)
Nautasteik OOOgrömm)
1 sneið af ananas
Kaffi
Kvöldverður
Núðlur i grænmetissoði
Glóðarsteikt nautakjöt (100 grömm)
með grænum baunum
1 melónusneið
Annar dagur:
Morgunverður
1 glas undanrenna
Kaffi
2 sneiðar heilhveitibrauð
1 skammtur af kotasælu
Hádegisverður
Salat úr höfuðsalati, tómötum og
blómkáli
Rigattoni með osti (sjá uppskrift)
Ofnbakaður kjúklingur (100 grömm)
Ávaxtasalat
Kvöldverður
Núðlusalat (sjá uppskrift)
Glóðarsteiktur fiskur með spínatmarn-
ingi
1 knippi af vínberjum
Makkarónur með kjöti
í tómatsósu
1 pakki (400 grömm) af makkarón-
um, soðnum og siuðum
4 stórir, afhýddir og hreinsaðir
tómatar
11/2 bolli vatn
1 moli kjötsoð
1 matskeið tómatsósa
100 grömm magurt, hakkað kjöt
Smásaxið tómatana og hitið á pönnu
ásamt kjötinu. Látið krauma og hrærið
oft í. Bætið vatninu saman við, látið
suðuna koma upp og sjóðið í nokkrar
mínútur. Bætið kjötsoði og tómatsósu
saman við og lækkið hitann. Látið
krauma þar til sósan þykknar. Berið
fram ásamt heitum makkarónum.
Nægir í 5 til 6 skammta.
Rigattoni með osti
1 pakki af rigattoni (400 grömm)
2 1/2 litri sjóðandi vatn
400 grömm af kotasælu
1 matskeið sinnep
Pipar og salt
Finsöxuð steinselja
HVÍT SÓSA
11/2 bolli vatn
3 matskeiðar undanrenna
1 matskeið maissterkja
1 teskeið salt
Þeytið saman það sem á að fara i
sósuna, setjið i pott yfir lágum hita og
hrærið i þar til sósan þykknar. Sjóðið
rigattoni i vatni og saltið. Fyllið með
kotasælu, sinnepi og kryddið. Setjið i
eldfast form, hellið hvítu sósunni yfir,
sáldrið teskeið af parmesan-osti yfir og
bakið í ofni þar til yfirborðið brúnast.
Nægir i 5 til 6 skammta.
Núðlusalat
1 pakki af spírallaga núðlum
2 litrar vatn
2 teskeiðar salt
1 uppskrift af majónesliki
1/2 bolli af söxuðum, súrsuðum
gúrkum
1 bolli af saxaðri púrru
Sjóðið núðlurnar en varist að sjóða
þær of lengi, látið vatnið síga af þeim
og látið kólna. Blandið siðan öllu saman
i salatskál.
MAJÓNESLÍKI
4 matskeiðar ískalt vatn
6 matskeiðar mjólkurduft
3 matskeiðar sítrónusafi
1 teskeið sinnep
1/2 teskeið salt
3 matskeiðar maisolía
Þeytið vatn og duft saman, bætið
hinu innihaldinu saman við á meðan
þeytarinn gengur á fullu. Dugir í 6—8
skammta.
Spaghetti-búðingur
1 pakki spaghetti (400 grömm)
2 litrar sjóðandi vatn
2 teskeiðar salt
1 rifinn laukur
1 matskeið smjör
2 kjötsoðsmolar, muldir
2egg
Söxuð steinselja
1 bolli rifinn ostur
1 bolli majónesliki
Sjóðið spaghetti i vatni og salti,
siið vatnið frá. Sjóðið laukinn i smjöri
án þess að láta hann brúnast, bætið
kjötsoði saman við. Blandið saman
spaghetti, laukmauki, eggjum, kryddi,
osti og majónesi i eldföstu formi. Bakið
i ofni við meðalhita i 15 mínútur. Flvolf-
ið réttinum úr forminu á meðan hann er
enn heitur og berið fram strax. Dugir i 8
skammta.
© AMEUROPRESS
28. tbl. Vikan 25