Vikan


Vikan - 11.07.1985, Blaðsíða 50

Vikan - 11.07.1985, Blaðsíða 50
móti þegar hann dró hana varlega upp af rúminu og hjálpaði henni að klæða sig í tunglskin- ínu. , ,Foreldrar þínir verða áhyggjufullir, ’ ’ sagði hann. , ,Ég ætla að aka þér til Parísar núna, en á morgun tala ég við pabba þinn. ’ ’ Þau stoppuðu aðeins í for- |dyrinu til þess að taka upp hvítu blúndutætlurnar en óku síðan til Parísar á ofsahraða í opna, dökkgræna Lagonda bílnum hans Charles. Þau fyllt- ust bæði fagnaðarkennd þegar gamli sportbíllinn þeysti yfir dulúðugt landslagið í nætur- rökkrinu. Það virtist einkenni- lega hljótt, aðeins til fyrir þau. Ský bar fyrir tunglið og þá varð nóttin aftur svört eins og flauel fyrir utan gullna brautina sem bílljósin mynduðu fyrir framan þau. Þegar þau óku fram hjá espitrjánum, gegnum dökk göng af grænleitu myrkri, heyrðu þau einkennileg, hás hljóð frá dýrum úti í nóttinni, svo lík óskýru, ósjálfráðu hljóðunum sem höfðu heyrst í tunglskininu í bláa brókaðiher- berginu. an stráhatt. Þau Charles sátu á tveimur hörðum, litlum stól- um á meðan stutt giftingarat- höfnin fór fram. Hún var í höndum borgarstjórans sem var með rauða, hvíta og bláa ein- kennisborðann. Þau skrifuðu undir í embættisbókina en það jafngildir undirritun hjúskap- arsáttmála í Frakklandi. Þau voru nú löglega gift og fóru ásamt allri fjölskyldunni í Royale Champagne í hádegis- verð sem stóð til klukkan sex um kvöldið. Þá fór Maxín til siðsamlega. háum kraganum niður á faldinn á víðu pilsinu. í brúðkaupinu ætlaði hún að vera í kápunni yfír hlýralausa, ljósa tjullballkjólnum, en seinna gæti hún verið í henni einni saman sem kápu eða kjól, við kappreiðarnar í Chantilly eða hvaða formlega athöfn sem væri innanhúss. ,Ja, þetta er fallegasti kjóll sem ég hef nokkru sinni eign- ast,” fullyrti Maxín, ,,því vil ég ekki bara vera í honum einu sinm. — 17 — y/d eiðna gat ekki kom- ið í brúðkaupið vegna þess að hún var í Egyptalandi en ekkert hefði getað haldið aftur af Júdý og Kötu. Brúðargjöfín frá Kötu var stór bréfapressa úr ametyst til þess að hafa á skrifborði Maxín og Júdý kom með skemmtilega Steinberg-kopar- stungu af taugaóstyrkri brúði með glóðarauga sem hélt dauðahaldi í álappalegan brúð- guma. Frá Damaskus sendi Heiðna fagran antik kistil sem lagður var perlumóðurskel að innan. Maxín og Charles giftu sig í ráðhúsinu í Epernay næstum því ári eftir að þau höfðu kynnst. Maxín var í ljósbleikum silkikjól, pilsið eins og rósarblöð, og með stóran, ljós- Parísar með foreldrum sínum eins og venjan var. Kirkjubrúðkaupið var haldið daginn eftir í hlýlegu stein- kirkjunni í Epernay. Frönsk brúður var venjulega ekki með neinar brúðarmeyjar en tvær litlar frænkur Maxín voru en- fants d’honneur, heiðursbörn, og fylgdu henni yfir gamla steingólfíð. /axín hafði beðið Kötu að hjálpa sér í kjólinn. Þær voru uppi á hótelherbergi og Kata hló þegar hún leit á Maxín sem var ekki í öðru en gegnsæju, þunnu slörinu og litlum hvítum undirfötum úr satíni. Fötin hennar höfðu verið lögð á rúmið. , Ja, hérna, Maxín, meira að segja brúðar- kjóllinn þinn er saumaður eftir hagsýnissjónarmiðum! ’ ’ Kata tók upp hálfsíða, ljósa silki- kápu. Hún var hönnuð af Raphael, aðskorin í mittið, með röð af perluhnöppum frá I þetta sinn var Maxín ekki eins og á hjólum. Hún var eins og gyðja þar sem hún sveif inn kirkjugólfið milli virðulegra steinsúlna. Fyrir neðan faldinn á síðu, ljósu kápunni bylgjaðist ljóst tjullið og á höfðinu var Maxín með einfalda kórónu með stjörnubláum blómum. Maxín gekk stillt og hátíðleg fram hjá Kötu og blikkaði hana eggjandi. ^axín var kynnt fyrir öllum helstu fjölskyldum í héraðinu um leið og þau komu aftur heim úr brúðkaupsferð- inni. Christina sá áfram um all- an daglegan rekstur á Paradís á meðan Maxín náði í þessi mikilvægu, nýju sambönd. Mest þótti henni gaman að heimsækja Moét og Chandon en gestrisni þeirra var þekkt allt frá Napóleonstímanum. Eins og Jósefínu keisaradrottningu, Rússakeisara, Austurríkiskeis- ara og konungi Prússlands áður var Maxín fylgt um löngu kjall- arana, sem lágu alveg neðan- jarðar, til þess að horfa á hvern- ig kampavínið varð til. „Þessir kjallarar, sem eru höggnir út í kalkbergið hér undir Epernay, eru áttatíu mílna langir,” sagði Charles. Hann tók hendurnar á Maxín og lét hana skrapa með nöglunum yf- ir molnandi yfírborð kjallara- veggjarins. „Skilurðu? Allt kampavínshéraðið er úr þessu sérstaka kalki. Aðeins í þessum jarðvegi vaxa vínber með ekta kampavínsbragði. Hvergi í heiminum er neitt þessu líkt. ’ ’ Þegar heimsókninni var að ljúka taldi Maxín að hún hefði heyrt nóg um kampavín í bili þó hún vissi að þetta hefði getað verið verra. Hún hefði getað gifst fjárbónda eða niður- suðuiðnjöfri eða járnbrautar- teinaframleiðanda. Það var eins og Charles læsi hugsanir hennar þegar hann sagði: „Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur, ég ætla ekki að verða einhver leiðindapúki með kampavín á heilanum. Fyrir- tækið er hluti af lífi mínu og arfleifð, það er að segja á ábyrgð minni, en ég er ekki kaupsýslumaður í borg. Ég er sveitamaður. Ég hef gaman af því að hugsa um landareign mína og ganga um hana með hundinn minn en á kvöldin hef ég gaman af að lesa eða hlusta á tónlist — rólegt líf. ’ ’ „Og svo á nóttunni,” sagði Maxín, ,, þá viltu elskast. ’ ’ „Ég vil það á öllum tímum sólarhringsins, ’ ’ svaraði Charles ákveðinn. Daginn eftir stakk Charles upp á því að Maxín heimsækti höfuðstöðvar hans og lærði eitthvað um framleiðslu kampavíns. „Sem eiginkona eigandans verður þú að þekkja inn á þessi mál,” sagði hann. „Farðu því núna og gerðu heimaverkefnin. Ég skal reyna að hafa það ekki of leiðinlegt, elskan.” Þetta á eftir að verða leiðin- legur morgunn, hugsaði Maxín í svefnherberginu þar sem hún klæddi sig í bleika hörkjólinn frá Christian Dior. Hann var með plíseruðu pilsi og stuttum jakka, aðskornum í mittið, hnepptum að framan. Hún var 50 Vikan 28. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.