Vikan - 11.07.1985, Blaðsíða 44
Fimm mínútur með Willy Breinholst
Fjórðungur
úr óseyddu
rúgbrauði,
takk!
Ég er ekki einn af þeim sem
fara undan í flæmingi ef þarf aö
hjálpa til heima viö í neyöartilvik-
um — eins og til dæmis í gærmorg-
un þegar Maríanna taldi upp
sautján staði þar sem henni var
illt og grúfði sig niður í sængina'
með minnst 47,11 stiga hita. Það
lék enginn vafi á því, hún var kom-
in með flensu.
— Heyröu mig, sagði ég í sam-
herjatón, — þú verður í rúminu í
dag, þangað til þú ferð á fætur að
útbúa hádegismatinn. Ég skal
fara í bæinn og kaupa inn. Var það
ekki einmitt í dag sem þú varst bú-
in að lofa að vera með kjötfarsrétt
með fylltum, bökuðum kartöflum,
ostabollur og prinsessubúðing
með blönduðum ávöxtum?
Ummm . . . eftirlætisrétturinn
minn.
Maríanna þurrkaði svitann af
enninu á sér og stamaði. Kauptu
hálft kíló af söxuðu kálfakjöti,
láttu hakka það einu sinni. . . og
rúgbrauð í bakaríinu. Ég hef ekki
krafta til að . . .
Þar fór eftirlætisrétturinn minn.
Ég varð aö fara út með þetta. Fyr-
ir utan stoppaði ég: Rúgbrauð
hafði hún sagt, seytt eða óseytt?
Eg fór inn og spurði.
— Og svo hálft kíló af sneiddu
hakkakjöti, kálfað einu sinni?
Það var eitthvað í augnaráðinu
sem hún sendi mér sem fór hér um
bil með morguninn hjá mér. —
Heyrðu, sagði hún, þú skalt bara
kaupa brauðið. Þið getið fengið
ykkur steikt egg með. Það er of
mikið fyrir þig að fást við hitt,
miðað viö þína hæfileika.
— Auðvitað ekki, sagði ég. Ég
veit að innkaup eru ekki sterka
hliðin mín en þaö er nú samt engin
ástæöa til aö vera með meiningar.
Hversu veik þarf kona að verða til
að hún hætti að vera orðhvöt.
Fimm mínútum síðar var ég
kominn í bakaríið.
— Hvað var það fyrir þig?
— Ég leit á miðann minn. —
Rúgbrauð, sagðiég.
— Niöursneitt? spurði hún.
Þarna stóö ég og gat ekki annað.
Ég hefði getað sagt mér það sjálf-
ur að maður fer ekki bara í bakarí
og biður um rúgbrauð og fær rúg-
brauð með sér heim.
— Ja, ég veit eiginlega ekki. . .
en má ég fá að hringja hjá þér,
heim . . .?
— Já, gjörðu svo vel.
Ég hringdi heim. — Þetta er ég,
sagði ég. — Segðu mér eitt, vild-
irðu aö rúgbrauðið væri niður-
sneitt eða ósneitt?
— Auðvitað átti það ekki að vera
niðursneitt, sagði Maríanna. Við
kaupum aldrei niðursneitt rúg-
brauð. Það er miklu þurrara.
— Þetta rúgbrauð sem ég fæ
heima er alltaf niöursneitt, taut-
aði ég og lagði á. Svo sneri ég mér
að afgreiðslustúlkunni.
— Það á að vera ósneitt.
9
Já, en afsakaðu mig, maður minn,
sagði Marianna pirruð i sim-
ann. Þú veist vel að við borðum
bara hálfseytt rúgbrauð.
44 Vikan 28. tbl.