Vikan


Vikan - 11.07.1985, Blaðsíða 34

Vikan - 11.07.1985, Blaðsíða 34
Auðvelt reynist að finna leiðtogann í hópi vervet-apa. Hann er mest ógnandi, neyðir hina til hlýðni og sigrar í flestum slagsmálum innan hóps- ins. Verið getur að hann sé háður öðrum karlöpum. Efna- sambönd og vinsældir Apaköttur apaspil... Menn og apar eru líkir að því leyti að þeir ráðríku hafa að líkindum öðruvísi efnastarfsemi en þeir hlýðnu. Stjórnarmenn í skólafélaginu eiga ef til vill eitthvaö sameigin- legt með vervet-öpum. Jafnhliöa hækkun í þjóðfélagsstiganum fer aukiö magn af efnasambandi sem verkar á heilann og aðra hluta taugakerfisins. Ráðríkir apar hegða sér öðru- vísi en þeir undirgefnu. Til dæmis eyðir leiðtogi vervet-apahóps tals- veröum tíma í að hafa gát á hættu- merkjum í umhverfinu en aðrir apar í hópnum gefa slíkum hlutum minni gaum. Hópur vísindamanna við læknadeild Kaliforníuháskóla í Los Angeles hefur komist aö raun um að það er einnig líkamlegur munur á öpunum. Ráðríkir karl- apar hafa tvöfalt meira magn af serótóníni í blóðinu heldur en undirsátarnir. Þetta efnasam- band, serótónín, er eitt af þeim sem flytja taugaboö, það greiðir fyrir starfsemi taugakerfisins. Þótt þetta efnasamband orsaki ekki ráðríka hegðun gefur magn serótóníns í blóðinu til kynna hve mikið einstaklingurinn hneigist til slíkrar hegðunar. Eitt af því merkilegasta sem rannsóknarhópurinn uppgötvaði var að serótónín-magn í blóðinu eykst eftir því sem apinn klifrar upp í samfélagi sínu. Ef ráðríkur api er til dæmis tekinn burt frá sínum hópi minnkar serótónín í blóöi hans. Þegar nýr leiötogi tekur við eykst serótónínið hjá honum og nær sama stigi og hjá öðrum ráðríkum öpum á tveim vikum. Rannsóknarmennirnir fundu ennfremur út að hegðun hinna apanna hefur áhrif á það hve mikiö serótónín-magnið eykst hjá hinum stjórnsama apa. Ráðríkur api, sem settur var í herbergi með spegilrúðu sem hann sá í gegnum en hinir aparnir ekki, hélt áfram að hegða sér á ógnandi hátt en fékk engin viðbrögö frá hinum. Þar sem hann hafði engin áhrif lækkaði serótónín-magnið í blóði hans. Sama skeði þegar allir karl- apar voru teknir burt úr hópnum þannig að leiðtoginn var einn eftir með kvenöpum og ungum. Af þessum ástæðum komust vísinda- mennirnir að þeirri niðurstöðu að þetta efnasamband réðist af sam- bandi milli karla og ennfremur væri þetta atferliskerfi háð þeirri svörun sem verður á hverjum tíma. Svo viröist sem efnastarf- semin sé önnur hjá kvenöpum, serótónínið tengist öðrum þáttum atferlis þar. Vísindamennirnir könnuðu líka hvort þennan mun á magni af efnasambandi væri að finna í blóði kvendýra og hegðun þar af leiðandi. Það var líka grennslast fyrir um hvort efnismunurinn á inni- haldi efna væri meiri hjá íþrótta- stjörnum. Rannsóknarhópurinn mældi serótónín-breytingar í blóðinu á jafnöldrum sem voru í forystu í skólalífinu.Þeir voru flestir með hærra serótónín-magn í blóðinu. Niöurstaða vísindamannanna er sú að við erum aö öllum líkindum líkamlega næmari fyrir umhverfinu en flesta grunaöi. Breytt umhverfi skapar nýtt sálarástand og þaö breytir aftur hegðun okkar. 34 Víkan 28. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.