Vikan - 11.07.1985, Blaðsíða 31
Framtíðin á hreinu
un og heilsurækt. Ég pæli til
dæmis mikið í mataræðinu og
reyni að byggja mig þannig
upp. Ég held mig hins vegar
ekkert stíft við viðskiptafræð-
ina. Mér finnst ég ekki vera
trúlofaður henni ævilangt. Það
getur margt annað komið til
greina, til dæmis þýskunám.
Kannski endar maður í
næringarfræðinni. Ég hugsa að
minnsta kosti miklu meira um
góða næringu og aðra hollustu
heldur en ég gerði „fyrir slys".
Lífið er mér kannski dýrmætara
en mörgum — maður hefur
staðið frammi fyrir dauðanum
og fær svo óvæntan fram-
lengingarvíxil á lífinu.
Mér finnst ég hafa þroskast
um tíu ár við að lenda í svona
hrikalegri lífsreynslu. Ég lít
miklu alvarlegri augum á lífið en
þó ekki hátíðlegum."
Stefán Sigurvaldason i sjúkraþjálfun í Hátúni 12. Hann er nýbyrjaður að nota göngugrind.
af staðnum. Ég hef ferðast
töluvert á síðustu árum, fór til
dæmis til Þýskalands árið 1983
og dvaldi í sumarbúðum fyrir
fatlaða í Nurnberg.
Ég er reyndar að fara út núna
í sumar. Ég vann nefnilega
utanlandsferð í ferðahapp-
drætti Útsýnar."
Það er kominn ferðaglampi í
augun á Stebba'.
„Nám og næring"
Hvað með viðskiptafræðina? Ertu
endanlega búinn að afskrifa hana?
,,Já og nei. Ég hef gert til-
raun tvo undanfarna vetur að
hefja nám á nýjan leik. Það
hefur reyndar ekki gengið sem
best. Þetta hefur eiginlega
verið spurning um að helga sig
náminu eða hugsa fyrst og
fremst um líkamann og heils-
una. Ég valdi síöari kostinn. Ég
eyði miklum tíma í líkamsþjálf-
„Framtíðin hjá mér er
auðvitað óskrifað blað eins og
hjá öllum en samt nokkuð á
hreinu. Ég ætla ekki að búa
hérna í Hátúninu til eilífðar-
nóns. Mig langar til að spjara
mig meira úti í samfélaginu
með fjölskyldu. Ég á 6 ára
gamlan son og mig langar til að
vera í þeirri aðstöðu að geta alið
hann sjálfur upp. Ég veit að
sumir framtíðardraumar mínir
eru það sem ég kalla sjálfur
„raunhæf óskhyggja". En ef
maður hirðir ekki um að láta sig
dreyma um framtíðina á raun-
hæfan hátt er alveg eins gott að
snúa upp tánum og draga
sængina upp fyrir haus."
Að endingu, Stefán, ein sígild
spurning: Viltu segja eitthvað að
lokum?
Stefán kemur sér í þægilegar
stellingar i stólnum og gjóar
augunum að fataskápnum:
,,Eigum við ekki að dressa
okkur upp og kíkja eitthvað út í
bæ."
28. tbl. Vikan 31