Vikan - 11.07.1985, Blaðsíða 26
Einkaspá fyrir hvern dag vikunnar:
Hvað segja stjörnurnar
um afmælisbarnið?
Hver er persónuleiki þeirra sem afmæli eiga í þessari viku?
Hvar ættu þeir helst að hasla sér völl í atvinnulífinu?
Hvernig lítur út í ástarmálum þeirra?
Hvernig er heilsufari þeirra háttað?
Við lítum á það helsta sem stjörnurnar hafa að segja
um þá sem eiga afmæli vikuna 11. — 17. júlí.
+ + + +
11.JÚIÍ:
Skapferlið
Líf og fjör fylgir fólki dagsins.
Lundin er létt og þaö þráir
tilbreytingu. Þess vegna ferðast
þetta fólk mikiö og kynnist fjölda
manns. Það á auðvelt með að hríf-
ast af ööru fólki en það getur ekki
hver sem er orðið vinur þess því
það er mjög vandlátt í vinavali.
Fólk dagsins á auðvelt með að
komast í geöshræringu. Margir
gera sér nefnilega ekki grein fyrir
að undir léttu yfirborðinu er
viðkvæm kvika sem auðvelt er að
særa.
Lifsstarfið
Mannmargir vinnustaðir, þar
sem léttir vindar blása, henta
afmælisbarninu vel. Það vill
nefnilega slá tvær flugur í einu
höggi: vinna í afslappandi
andrúmslofti og kynnast um leið
sem flestum. Fámennir og
þunglamalegir vinnustaðir bjóða
hins vegar hættunni heim enda
sækjast afmælisbörnin ekki eftir
vinnu á slíkum stöðum.
Ástalifið
Náinn vinskapur við hitt kynið
kemur snemma við sögu í lífi
þessa fólks. Það á auðvelt að
stofna til náinna kynna við gagn-
stætt kyn. Stundum ganga þessi
kynni einum of hratt fyrir sig og
þegar viðkomandi ætlar að draga í
land er það um seinan. Þess vegna
lendir þetta fólk stundum í enda-
sleppu hjónabandi.
Heilsufarið
Fæturnir eru eini veiki
punkturinn í líkamsbyggingu
þeirra sem eiga afmæli í dag. Þeir
gefa sig oft þegar á ævina líður.
Andlega heilsan lætur hins
vegar engan bilbug á sér finna og
þekkist ekki betri á öðrum bæjum.
Heillatölur dagsins eru 2 og 7.
¥ + + + + 12. júlí: 4 4 4 4 4
Skapferlið
Eirðarlausi flakkarinn er
fæddur í dag. Það virðist vera í
honum sífelldur ferðahugur og á
faraldsfæti nýtur skapferli hans
sín best. Þó er eins og hann langi
innilega að eignast fastan punkt í
lífinu. Það getur brugöið til beggja
vona með þetta. Annaðhvort
veröur maður dagsins að „flakk-
ara” sem þráir sífellt að setjast í
helgan stein ellegar haslar sér völl
innan veggja heimilisins og
langar þá stööugt að komast á
flakk.
Lifsstarfið
í starfinu er svipaöa sögu aö
segja. Þar gerir flakkaraeðlið líka
vart við sig en þegar til á að taka
skortir kjarkinn til að láta til
skarar skríða. Afmælisbarnið er
vinsælt á vinnustað og eftirsótt í
störf enda er betri starfskraftur
vandfundinn.
Ástalifið
Margir gætu haldið að
flakkaraeðliö væði líka uppi í
ástalífinu. Þar er hins vegar
annað uppi á teningnum.
Afmælisbarn dagsins er nefnilega
sauðtryggt í ástalífinu og ekkert
gefið fyrir rúmfletaflakk. Það
finnur oftast lífsförunautinn
snemma á ævinni og lætur þar viö
sitja. Oft er afmælisbarniö einum
of umburðarlynt í hjónabandinu
og lætur makann ganga of langt.
Af þeim sökum verður sambúðin
stundum stormasöm.
Heilsufarið
Heilsan er upp og ofan hjá þeim
sem fæddir eru í dag. En þessu
fólki hættir til að leyna veikindum
og mætir kannski í vinnu með bull-
andi hita. Þá er verr farið en
heima setið.
Heillatölur dagsins eru 3 og 7.
13. júlí:
Skapferlið
Kjörorö dagsins eru viðkvæmni,
hlédrægni og feimni. Afmælis-
börnin vilja sigla á milli skers og
báru og frekar bæta á sig auka-
störfum en að stofna til illinda við
samferðafólkiö. Þetta verður oft
til þess að fólkið er misnotaö af
öðrum. En þegar afmælisbarnið
verður vart við slíkt bresta oft við-
kvæmar taugarnar. Menn ættu því
að minnast þess í skiptum sínum
við fólk dagsins að aðgát skal höfð
í nærveru sálar.
Lífsstarfið
Hafið lokkar og laðar fólk dags-
ins til starfa og það er mjög al-
gengt að það vinni við sjómennsku
eða við störf sem tengjast sjávar-
útveginum. Annars hefur reynsl-
an sýnt að afmælisbarnið getur
blómstrað í hvaða starfsgrein sem
er en það er mjög mikilvægt að
vandað verði til valsins á vinnufé-
lögunum.
Ástalifið
Það sama má reyndar segja um
makavalið. Ef vel er vandað til
þess í upphafi þarf þetta fólk ekki
að kvíða hjónabandinu. Algengast
er að fólk dagsins þreifi nokkuð
lengi fyrir sér á ástarbrautinni
áður en það skellir sér í hjóna-
sængina. Það kemur bæði til af því
að þetta fólk er feimið og hlédrægt
í kynnum sínum við hitt kynið og
það siglir líka undir kjörorðinu:
það skal vanda sem lengi á að
standa. Ef þannig er staðið að
málum verður hjónabandið lang-
líft og farsælt.
Heilsufarið
Ekkert er hægt að kvarta undan
heilsufarinu. Yfirleitt eru afmæl-
isbörnin fílhraust. Eini veiki
punkturinn er maginn og það er
hætta á magasári, einkum ef
menn eru óheppnir með vinnufé-
laga og maka.
Heillatölur dagsins eru 2 og 4.
26 Vikan 28. tbl.