Vikan - 11.07.1985, Blaðsíða 52
Barna-Vikuleikir
Vonandi hafa flestir get-
að verið eitthvað úti í góða
veðrinu það sem af er
sumri. Barna-Vikan brá
sér einn góðan og fagran
sumardag á Miklatún í höf-
uðborginni, Reykjavík. Þar
var í gangi leikjanámskeið
en þau eru haldin víða um
borgina á sumrin. Þetta
fannst okkur á Barna-Vik-
unni alveg tilvalið að ljós-
mynda og fá um leið nýjan
leik í leikjasafnið okkar,
nefnilega Tröllaleik.
Tröllaleikur var nokkuð
algengur í frímínútunum í
gamla daga, það er að
segja þegar blaðamaður
Barna-Vikunnar var í
barnaskóla. Og leikurinn er
svona:
Fyrst er að velja tröllið
(ef mjög margir eru í leikn-
um er í lagi að hafa fleiri en
eitt tröll). Síðan er að
ákveða hvar hellirinn á að
vera en þar geymir tröllið
fórnarlömb sín sem eru
auðvitað allir krakkarnir
sem eru með í leiknum.
Það er nauðsynlegt að
hafa nóg pláss í þessum
leik og ákveða eitthvert
svæði sem leikurinn fer
fram á. Hellinn er ágætt að
afmarka með úlpum, jökk-
um og peysum (sem allir
fara auðvitaö úr í góða
veðrinu) og hann verður
helst að vera sæmilega stór
þannig að fórnarlömbin
komist vel fyrir í honum.
Þá eru nokkrir krakkar
valdir til að passa hellinn
því þeir krakkar sem ekki
hafa náðst í hann geta
hlaupið að honum og frels-
að fórnarlömb með því að
slá á hönd þeirra. Það er
sem sagt um að gera fyrir
hellisverðina að passa að
engir komist nálægt hellin-
um. Þeir sem aftur á móti
hafa náðst rétta hendur sín-
ar út úr hellinum og hrópa
frels, frels.
Tröllið hrópar svo stattu
um leið og það nær ein-
hverjum úr hópnum.
Leiknum er síðan lokið þeg-
ar aðeins einn er eftir og
má sá vera tröllið ef hópur-
inn vill halda áfram í leikn-
um. Þetta getur verið mjög
spennandi, sérstaklega
þegar aumingja tröllið
heldur að nú eigi það aðeins
eftir að ná tveimur fórnar-
lömbum í hellinn en þá nær
kannski annað fórnarlamb-
ið að frelsa nokkur stykki
úr hellinum og allt í einu er
allt orðið fullt af hrópandi
krökkum í kringum tröllið.
Hlaupa í skarðið
Krakkarnir á Miklatúni
fóru líka að hlaupa í
skarðið og eflaust kann-
ast mörg ykkar við þann
leik. Þá er slegið upp hring
og einn er fyrir utan hring-
inn. Sá sem fær að vera fyr-
ir utan hleypur af stað og
slær (auðvitað ekki of fast)
í rassinn á einhverjum en
reynir um leið að hlaupa
áfram til að ná því plássi
sem sá sem var klukkaður
var í. Sá sem var klukkað-
ur eða sleginn hleypur
nefnilega af stað í öfuga átt
við hinn og reynir að ná
plássinu sínu aftur. Ef það
tekst ekki á hann að
ver’ann næst. Svona er
hægt að halda áfram þar til
allir eru orðnir sæmilega
þreyttir eða bara til í annan
leik! Og við komum með
fleiri leiki í næstu
Viku og reynum að hafa þá
gamla — helst einhverja
sem mamma og pabbi voru
næstum búin að gleyma að
væru til.
52 Vikan 28. tbl.