Vikan


Vikan - 11.07.1985, Blaðsíða 52

Vikan - 11.07.1985, Blaðsíða 52
Barna-Vikuleikir Vonandi hafa flestir get- að verið eitthvað úti í góða veðrinu það sem af er sumri. Barna-Vikan brá sér einn góðan og fagran sumardag á Miklatún í höf- uðborginni, Reykjavík. Þar var í gangi leikjanámskeið en þau eru haldin víða um borgina á sumrin. Þetta fannst okkur á Barna-Vik- unni alveg tilvalið að ljós- mynda og fá um leið nýjan leik í leikjasafnið okkar, nefnilega Tröllaleik. Tröllaleikur var nokkuð algengur í frímínútunum í gamla daga, það er að segja þegar blaðamaður Barna-Vikunnar var í barnaskóla. Og leikurinn er svona: Fyrst er að velja tröllið (ef mjög margir eru í leikn- um er í lagi að hafa fleiri en eitt tröll). Síðan er að ákveða hvar hellirinn á að vera en þar geymir tröllið fórnarlömb sín sem eru auðvitað allir krakkarnir sem eru með í leiknum. Það er nauðsynlegt að hafa nóg pláss í þessum leik og ákveða eitthvert svæði sem leikurinn fer fram á. Hellinn er ágætt að afmarka með úlpum, jökk- um og peysum (sem allir fara auðvitaö úr í góða veðrinu) og hann verður helst að vera sæmilega stór þannig að fórnarlömbin komist vel fyrir í honum. Þá eru nokkrir krakkar valdir til að passa hellinn því þeir krakkar sem ekki hafa náðst í hann geta hlaupið að honum og frels- að fórnarlömb með því að slá á hönd þeirra. Það er sem sagt um að gera fyrir hellisverðina að passa að engir komist nálægt hellin- um. Þeir sem aftur á móti hafa náðst rétta hendur sín- ar út úr hellinum og hrópa frels, frels. Tröllið hrópar svo stattu um leið og það nær ein- hverjum úr hópnum. Leiknum er síðan lokið þeg- ar aðeins einn er eftir og má sá vera tröllið ef hópur- inn vill halda áfram í leikn- um. Þetta getur verið mjög spennandi, sérstaklega þegar aumingja tröllið heldur að nú eigi það aðeins eftir að ná tveimur fórnar- lömbum í hellinn en þá nær kannski annað fórnarlamb- ið að frelsa nokkur stykki úr hellinum og allt í einu er allt orðið fullt af hrópandi krökkum í kringum tröllið. Hlaupa í skarðið Krakkarnir á Miklatúni fóru líka að hlaupa í skarðið og eflaust kann- ast mörg ykkar við þann leik. Þá er slegið upp hring og einn er fyrir utan hring- inn. Sá sem fær að vera fyr- ir utan hleypur af stað og slær (auðvitað ekki of fast) í rassinn á einhverjum en reynir um leið að hlaupa áfram til að ná því plássi sem sá sem var klukkaður var í. Sá sem var klukkað- ur eða sleginn hleypur nefnilega af stað í öfuga átt við hinn og reynir að ná plássinu sínu aftur. Ef það tekst ekki á hann að ver’ann næst. Svona er hægt að halda áfram þar til allir eru orðnir sæmilega þreyttir eða bara til í annan leik! Og við komum með fleiri leiki í næstu Viku og reynum að hafa þá gamla — helst einhverja sem mamma og pabbi voru næstum búin að gleyma að væru til. 52 Vikan 28. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.