Vikan


Vikan - 11.07.1985, Blaðsíða 38

Vikan - 11.07.1985, Blaðsíða 38
Þegar andinn er reiðubúinn en holdið er slappt Áttundi hver íslenskur karlmaður hefur að líkindum reynslu af getuleysi. Dugleysi í kyn- lífi veldur einstaklingnum hugarvíli og hann gerir illt verra með því að segja engum frá. Flestir geta nefnilega fengið árangursríka aðstoð. Flestir karlmenn veröa einhvern tíma fyrir því áfalli aö upplifa tíma- bundiö getuleysi. Hann og hún eru bæöi reiöubúin, komin í bóliö og þá vill hann skyndilega ekki upp. Karlinum stend- ur ekki eöa limurinn helst ekki stinnur. Flestum veröur þetta einstætt áfall, leiðindaatvik af því aö allt gengur aö óskum næst þegar reynt er. En — áttundi hver karlmaður þarf aö glíma viö þennan vanda um lengra skeið, sumir jafnvel alla ævi. Nærri lætur aö um 2000 íslenskir karlmenn séu ólæknandi getulausir. Fyrsta slappleikakastið veldur ýmsum svo miklu áfalli aö þeir þurfa sífellt aö sanna mátt sinn og megin. Aörir reyna af veikum mætti aö sýna fram á ágæti sitt en þeim mun meir sem þeir rembast þvi torfengnari reynast stinna og sáölát. Öryggisleysið læsir sig um karl- manninn þegar hann veröur var viö stinnuleysiö, hvort sem þaö kemur eins og þruma úr heiöskíru lofti eöa í kjölfar langvarandi veikinda. Hann getur ekki faliö þróttleysiö, líkt og kona getur duliö áhugaleysi sitt. Líkamshlutinn, sem ætíð hefur veriö tákn karlmennskunnar, bærir ekki á sér og eigandinn fyllist óhug. Ástæflurnar Læknar og aörir sérfróöir menn hafa um langan aldur velt fyrir sér ástæö- um stinnuleysis hjá karlmönnum og sýnist sitt hverjum. Annars vegar eru þeir sem vilja rekja ástæöuna til lík- amsstarfsemi og segja aö veilur í henni valdi hinum hangandi limum. Þeir telja aö getuleysi megi rekja til ónógs blóöþrýstings og gallaörar hormónastarfsemi. Hins vegar telja aörir sérfræöingar aö stinnuleysi flestra stafi frá hug- leysi, þaö sé óttinn viö aö bregöast sem valdi því aö allt bregst. Raunar hefur tækninni fleygt þaö mikiö fram á síö- ustu misserum aö núna er hægt aö skilja hafrana frá sauðunum meö mælitækjum. Staöreyndin er nefnilega sú aö öllum heilbrigöum karlmönnum rís hold þrisvar til fimm sinnum á nóttu hverri, stundum aöeins nokkrar mínútur en annars allt að einni klukku- stund. Sá sem stendur sig á þann hátt eölilega í svefni getur aðeins lokaö fyr- ir blóöstreymiö meö hugsunum og til- finningum, vegna þess aö taugar og æöar eru greinilega í lagi. Þvagfærafræðingar og aörir læknar sérfróðir um kynlíf leggja oft karl- menn sem þjást af getuleysi inn á sjúkrahús til limgátar. Meö mælitækj- um er fylgst meö limnum og atferli hans aö næturlagi. Sumir fá jafnvel sérstakan stinnumæli meö sér heim til aö fylgjast með möguleikunum sjálfir. Líkamlegt Þeir sem hafa gengist undir skurö- aögerö í kviðarholi, fengiö hjartaáfall eöa gíma við truflanir á æðakerfi eiga á hættu aö missa getuna. Taugar eöa æöar sem tengjast tippinu geta veriö skaddaöar meö þeim afleiöingum aö þaö rís ekki. Slagæöarnar sem liggja niöur í kviðbotninn og kvíslast út í fót- leggina geta veriö svo illa á sig komnar aö blóðflæðið nægi ekki þegar á rúmstokkinn er komiö. Langoftast er um aö ræöa miðaldra eöa eldri karl- menn sem hafa reykt mikinn hluta æv- innar. Hægt er aö hreinsa þessar slagæöar aö innan, laga þær meö bláæðabútum eöa jafnvel koma fyrir leiöslum úr gerviefni. Algeng er sú aöferö aö auka þrýsting í reöurbolnum meö því aö tengja saman slagæö sem flytur blóöiö til tippisins og bláæö sem flytur þaö til baka. Þrýstingurinn frá slagæöinni hindrar aö blóöstreymi frá tippinu sé meö eölilegum hætti þannig aö þegar limurinn rís á annaö borö helst hann stinnur lengur en ella. „Sú aöferö er einföld og hætta á sýkingu minni en þegar limurinn er styrktur meö innleggi,” sagöi vestur- þýski æöasérfræöingurinn Dirk Loose viö blaðamann tímaritsins Stern. „Þessi innlegg eru síöasta hálmstráiö þegar allt annaö hefur veriö reynt og sýnt þykir aö æöar og taugar duga ekki lengur.” Algengasta gerö af innleggjum eöa hjálpartækjum nefnist Jónasar-inn- legg. Þaö eru tvær stoðir úr sílikóni meö innbyggðum silfurvír sem rennt er inn í reöurbolinn. Tippið er alltaf jafnstórt en þaö er hægt aö sveigja þaö Lélegt blóðflœði orsakar oft truflanir á getunni. Þessar röntgenmyndir af 58 ára gömlum karlmanni sýna hvað getur gerst. Vinstra megin sást hvernig slagæðarnar i kviðbotni voru að hluta til stiflaðar (pilurnar benda á stíflurnar). Blóðflæðið var svo lálegt að maðurinn gat aðeins gengið 50 metra i einni lotu. Oftast hafa langvarandi reykingar orsakað þetta ásigkomulag og þar með getuleysi. Hægri myndin sýnir sama karlmann eftir að skurðlæknir hafði komið fyrir æðum úr gerviefni í kviðarholinu. Blóðflæði var aftur eðlilegt — og limurinn hress á ný. Getan minnkar með aldrinum. I handbók þýskra skurðlækna er þróunin hjá körlum á aldrinum 30—70 ára sýnd með mismunandi stöðu á kýrhölum. 38 Vikan 18. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.