Vikan


Vikan - 11.07.1985, Blaðsíða 15

Vikan - 11.07.1985, Blaðsíða 15
Pólitískt líf — Heldurðu, eftir á að hyggja, að það hafi verið misráðið af þár að gefa eftir sœti þitt? ,,Nei, ég sé aldrei eftir neinu sem ég geri. Þá væri ég kominn á Klepp. í pólitík þarf stundum að taka áhættu, taka ákvarðanir sem geta stofnað pólitísku lífi manns í tvisýnu. Það gerði ég og það mistókst að því leyti að ég náði ekki kjöri. En það hlýtur að hafa verið mikilvægt fyrir flokkinn, annars hefði formaðurinn ekki Ijáð máls á því. Hvorki hann né flokkurinn hafa haft fyrir þvi að segja svei attan við mig siðan svo eitthvað hefur flokkurinn grætt á þessu. Að vísu er sagt að ég hafi misst af lestinni í keppninni um mannvirðingar í flokknum. En ég fékk svo margt annað í staðinn. Ég losnaði út úr þeim heimi sem ég hafði lifað og hrærst í, þessum flokkspólitiska heimi. Það má segja að ég hafi losnað úr álögum. Maður sá pólitíkina og marga aðra hluti í nýju Ijósi. Ætli það séu ekki eðlileg viðbrögð kappsfulls manns að snúa vörn í sókn. Það skorar enginn mörk nema að fara í sókn. Ég fór siðan aftur i framboð '83 eftir ærna umhugs- un. Það togaðist á í mér hvort ég ætti að reyna að fara á þing aftur eða helga mig ritstjórastarfinu. Það varð úr að ég gaf kost á mér. Ég taldi mig ennþá eiga ýmislegt ógert og ósagt í pólitik. Ég vildi reyna að koma hugmyndum mínum og skoðunum á framfæri. Með mjög góðri kosningu lít ég svo á að kjósendur í Reykjavík hafi einnig talið mig eiga erindi. Svo gerðist það að þegar inn i þingflokkinn var komið virt- ust allar dyr lokaðar. öll þau störf, sem ég hafði haft áður, voru komin i hendur annarra. Áhrifastööur stóðu mér ekki til boða. Mér var greinilega ætlað að byrja upp á nýtt eins og ég hafði gert '71 með öllum þeim tíma og þeirri fyrirhöfn sem þvi fylgir. Ég nennti þvi einfaldlega ekki. Ég er kominn á fimmtugsaldurinn og ég taldi mig hafa annað og betra við minn tima að gera en standa i einhverri pólitískri biðröð þar sem ekkert er vitað um hve margir eru á undan í biðröðinni. Ég tók hnakk minn og hest og fór inn á blað aftur. Ég hef að vísu verið inni á þingi i vetur; fyrst og fremst af tillitssemi við þá kjósendur sem kusu mig — eins til að átta mig á stöðunni. Ég er ekki alveg búinn að sætta mig við að segja skilið viö pólitikina. Að því leyti má segja að ég sé í hálfgerðri biðstöðu eins og ég held raunar að íslensk pólitik sé. Það eru vatnaskil núna. . ." — Og enginn veit hvert framhaldifl verður. . .? „Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Ég hef tekið óvænt hliðarspor áður. Ég á kannski fleiri til. Pólitikin stendur á vegamótum. Flokkaskipting á íslandi er tímaskekkja. Það er öllum Ijóst að hefð- bundin pólitík, að því er varðar atvinnu- vegi og rikisafskipti, þarfnast mikillar uppstokkunar. Það hefur orðið mikil röskun i búsetu fólks. islendingar hafa lifað í verbúðum fram að þessu og fólk sættir sig ekki lengur við það. Verka- lýðshreyfingin er í mikilli gerjun. Það blasir við að kjarabarátta er orðin úrelt. Ég held að fólk sjái líka að flokkakerfið og flokkarnir eru frekar orðnir stofnanir heldur en lifandi hreyfingar. Þeir eru farnir að hugsa inn á við en ekki út á við. Einn góðan veðurdag springur þetta. Menn eru búnir að hafa hér sams konar ríkisstjórnir i áratugi með mis- munandi áherslum. Þetta er allt saman ein og sama ríkisstjórnin. Þó að Sjálf- stæðisflokkurinn fái 5 eða 7 prósent meira eða minna í kosningum, Fram- sókn hækki eða lækki eða Alþýðu- flokkurinn vaxi núna breytir það ósköp litlu. Það er bara öldugangur í sama pollinum." Kemst enginn áfram nema vera þægur. . . — Þú ert einn á þingi? ,,Nei, ég tilheyri ennþá þingflokki sjálfstæðismanna þótt ég hafi ekki mætt þar. Þar mæti ég ekki vegna þess að ég er óháður gagnvart ríkisstjórninni sem þingflokkurinn styður. Ég tel það óeðlilegt að ég fylgist með störfum þingflokks sem styður rikisstjórnina. Ég er ritstjóri og starfa sem slíkur. Ég væri sifellt að brjóta trúnað við þingflokkinn með því að hlusta þar á umræður og vera siðan að stýra blaði sem er frjálst og óháð. i þriðja lagi hafa verið umbrot í minum huga. Endurmat mitt á pólitík- inni i það heila tekið hefur orðiö til þess að ég hef ekki fundið hvöt hjá mér til að taka þátt í hefðbundnum störfum þing- flokksins. Ég er að leita mér að minum farvegi." — Hvernig er sambandifl vifl aðra sjálfstæðisþingmenn? „Þetta eru allt saman menn sem ég hef starfað með i lengri tima, allt saman vinir mínir. Persónulegt samband er með ágætum, að minnsta kosti af minni hálfu, enda er hér ekki um að ræða persónulega óvild. Þetta er vandamál sem hlýst af þvi að ég er far- inn að hugsa öðruvísi en ég gerði áður. Ennþá er það mitt vandamál en ekki þeirra. Mér var ýtt út i kuldann og hef tekið afleiðingunum af því. Ég var ekki nægilega þægur og stilltur. Það var mitt harakiri. Ég sé ekki betur en Sjálf- stæðisflokkurinn komist ágætlega af þrátt fyrir mína pólitísku útlegð." Settur á varamannabekk — En er ekki hætt við þvi afl þú komist ekki áfrem; flokksapparatifl stimpli þig út i næstu kosningum? „Ég hef ekki trú á að flokkurinn sæk- ist eftir framboði mínu eins og mál hafa þróast. Það er ekki vist nema það sé einnig gagnkvæmt. Þá er það ekki í sjálfu sér ósætti við Sjálfstæðisflokk- inn. Mér þykir vænt um þann flokk, sér- staklega sögu hans. Það er ekki vegna þess að ég sé á móti öllum þeim fjöl- mörgu sem kjósa flokkinn sem ég sit úti í horni. Þessi sérstaða mín byggist á þvi að mér finnst Sjálfstæðisflokkurinn vera kerfisflokkur eins og hinir flokkarn- ir. Hann er háður sínum hagsmunum. Hann er tjóðraður af öllum þeim völdum sem hann og menn á hans vegum hafa hagsmuni af því að varð- veita. i stuttu máli sagt: flokkspólitíkin höfðar ekki til mín i augnablikinu." — Það má þá búast við þvi að þú dett- ir út vifl næstu kosningar? „Það væri þá ekki heimsendir. Og svo má alltaf fá nýtt skip og annað föru- neyti." — Gætirðu hugsafl þér að fara fram fyrir annan flokk an Sjálfstæðisflokk- inn? „Nei, ekki miðað við óbreytt ástand. Eins og sakir standa finnst mér ekki sér- lega eftirsóknarvert að sækjast eftir þingmennsku þingmennskunnar vegna. Ég tel mig hafa miklu meiri áhrif og koma mínum skoðunum miklu betur á framfæri með því að vera ritstjóri heldur en að tala yfir auðum þingsal. Og auk þess er svo margt skemmtilegt i iífinu sem ég á enn eftir ógert." „Ég hef tekið óvænt hliðarspor áfl- ur. Ég á kannski fleiri til. Pólitíkin stendur á tímamótum." Kjósendur móðgaðir? — Nú vékstu úr sæti sem þú hafðir verifl kjörinn í, fyrir Pétri sjómanni um árifl. Síflan kemur annafl prófkjör sem þú brillerar á 1983 og hættir siflan vifl að sitja þing sem þú ert kosinn á. Ertu ekkort hræddur um að kjósendur þínir sáu móflgaðir út i þig? „Ég hef aldrei tekið ákvörðun i pólitík með hliðsjón af því hvort einhver móðgist eða ekki. Ég held að fólk hljóti að hafa kosið mig vegna þess að það hafi treyst á mína dómgreind og meti þá pólitísku baráttu sem ég hef háð. Hún hefur löngum byggst á skapi og til- finningum og tengslum við lífið i kringum mig. Hvað er varið í stjórn- málamann sem alltaf siglir á lygnum sjó? Ég hugsa að kjósendur minir hafi ekki ætlast til þess, er ég fór inn á þing, að ég sæti þar á varamannabekk." — Þeir eru frekar móflgaflir út i aðra en þig? „Ekki móðgaðir en sárir. Hins vegar hef ég ekki móðgast við nokkurn mann." Munnurinn á kjaftakellingum — Þú ert fráskilinn og einhverjar radd- ir heyrðust þegar þú fórst fram í próf- kjör '83 þess efnis að það myndi há þér í kosningabaráttunni? Svo hlaustu mjög gófla kosningu. Hvafl viltu segja um það? „Mér finnst vera tvískinnungur í þjóðfélaginu hvaö varðar sifjamál. Fólk er að vandlætast yfir imynduðum synd- um hjá öðru fólki en er svo kannski sjálft að læðast eins og músin, kasta steinum úr glerhúsum. Sjálfsagt hefur einhver rógur verið í gangi um mín einkamál. Það virðast flestir vita betur en maður sjálfur hvernig höndla eigi hamingjuna og lifshlaupið. Samfélagið setur sér siðareglur sem meina manni jafnvel að vera heiðarlegur gagnvart sjálfum sér og sínum nákomnustu. Farisearnir spyrja: Hvað kom fyrir hann? En þeir spyrja aldrei: Hvernig hefur hann það? Ég fór ekki varhluta af þessum fariseum en hinir voru sem betur fer fleiri. Ég hélt að minnsta kosti bæði þingsætinu og mannorðinu." — Fylgið benti sem sagt til þess að kjaftagangurinn spillti ekki fyrir þár? „Ætli þetta sé ekki meira í munninum á kjaftakellingum og í ákveðnum hóp- um heldur en að íslendingar séu upp til hópa að velta sér upp úr einkamálum annarra. Og ég reikna með þvi að fólk hafi kannski tekið mig eins og ég er — með öllum mínum brestum og göllum." — Hefurflu einhverja hugmynd um þafl hvernig pólitíkus fólk vill i dag? Þú vilt kannski ekki einu sinni hugsa um þafl? „Jú, jú. Ég hef alltaf gaman af að tala um pólitík. Ég held að í sjálfu sér sé nokkuð auðvelt að afla sér vinsælda i pólitik ef menn vilja á annað borð vinna skipulega að þvi. En þegar allt kemur til alls byggist fylgi á trausti. Það verður að minnsta kosti að fara saman við vinsældirnar. Á islandi hefur verið nauðsynlegt að pólitíkusar væru loyal og þægir í sínum flokkum til að feta sig til vinsælda. Ég er ekki viss um að fólk vilji slíka pólitíkusa öllu lengur þótt flokkarnir vilji þá. Ég held að fólk leggi meira upp úr þvi að þeir séu sjálfstæðir, sjálfum sér samkvæmir og heiðarlegir. Það er eftirtektarvert að með tilkomu sjónvarps og mikillar fjölmiðlunar verður fólk fyrr leitt á pólitíkusum. Ólaf- ur Thors, Eysteinn og Einar Olgeirsson voru stjórnmálamenn í áratugi og héldu alltaf sinni stöðu. Sveiflurnar eru meiri núna. Það er vandasamt fyrir stjórn- málamenn að standa i sviptivindum fjölmiðlanna. Þess vegna mega menn ekki fara of geyst i vinsældasamkeppn- inni. Það er eins og með tiskuna. Þeir geta dottið úr móð." Vesturbæingur — En svo vifl komum aftur afl upphaf- inu: Þú ólst upp i Vesturbænum? „Já, að undanskildum þremur til fjórum árum í Norðurmýrinni hef ég verið þar. Það henti mig að vísu að leigja mér ibúð í Austurbrún í — hvað heitir það? — Kleppsholtinu — stuttu eftir aö ég gifti mig. En það var slys sem ég læt ekki endurtaka sig." — Þú ert semsé ekkert á leiðinni úr Vesturbænum? „Mér þykir verst að það skuli vera búið að loka kirkjugarðinum þar." 28. tbl. Vikan 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.