Vikan


Vikan - 11.07.1985, Síða 16

Vikan - 11.07.1985, Síða 16
FÁÐU ÞÉ Stólar þekki Þótt gott sæti sé jafnnauðsynlegt heilsunni og gott rúm er ekki svo ýkja langt síðan slíkir gripir komust í eigu almúgans. Það voru höfðingjarnir sem lengi fram- an af sátu í betri sætum — almúginn sat á hækjum sín- um, kraup eða húkti á heimatilbúnum þrífótum þegar best lét. Það var ekki fyrr en á sextándu öld að almenn- ingur fékk sér sæti — og þá i sætum þar sem alls hófs var gætt. Stóllinn sagði lengi vel til um það hvort viðkomandi var kardínáli, munkur, höfðingjasonur eða bara óbreytt vinnuhjú . . . . . . og það sem meira er, þessi mismunur á sætum manna fyrirfinnst enn þann dag í dag. Á tuttugustu öldinni situr yfirmaður fyrirtækisins í göfugra sæti en undirmennirnir — oftast nær að minnsta kosti. Við þurfum ekki að fara lengra en inn á Alþingi íslendinga og sjá stólana sem ráðherrum vorum eru ætlaðir og svo þá sem óbreyttir þingmenn verða að sætta sig við. Texti: Guðrun Mynd 1 Skoski arkitektinn, hús- gagnahönnuðurinn og málarinn Charles Rennie Mackintosh hannaði stól- inn með háa „stigabak- inu”. Þessi stóll, sem margir hafa litið hýru auga, var upphaflega ætlaður blaðaútgefanda i litlum smábæ í Skotlandi og átti að falla inn í innréttingarn- ar í húsi sem Mackintosh hafði teiknað handa útgef- andanum. Mackintosh fylgdi eigin stefnu í hönn- un, nýtti sér sveigjanleika viðarins og „klæddi" stóla sína í lakk til að undirstrika formið og um leið til að hylja öll samskeyti. Hann nýtti sér seinna meir flatar- málið við form stólanna og réð svartur litur þá miklu í verkum hans. Mackintosh og félagar hans, kenndir við svokallaðan Spook School (Draugaskóla) í Glasgow, vildu gjarnan hverfa frá hrærigrautnum sem ríkt hafði i hönnun Viktoríutímabilsins. Mack- intosh varð fljótt þekktur utan heimalands síns og átti verk á fjölda sýninga. Blómatímabil Mackintosh er frá 1897 til 1905. Eftir það og fram til 1916 er hljótt um verk meistarans en þá á Mackintosh aftur tveggja ára blómpskeið. Hann fær fá verkefni eftir það og flytur ásamt konu sinni og vinnufélaga til Frakklands til að mála. Charles Rennie Mackintosh fæddist í Glas- gow árið 1868. Hann lifði aðallega af sparifé sínu síð- ustu árin og þegar hann lést í Frakklandi árið 1928 var hann fátækur maður. En stigastóllinn hans, Hili House, og aðrar mublur eru enn í framleiðslu og hér á Fróni má fá háa stólinn fyr- ir litlar 25.560 krónur í hús- gagnaversluninni Casa í Reykjavík. En stóllinn er um leið listaverk eftir þekktan hönnuð. 16 Vikan 28. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.