Vikan


Vikan - 04.12.1985, Side 15

Vikan - 04.12.1985, Side 15
áreiðanlega mikið í uppeldinu. Það er töluverður munur á því hvort þú hefur vanist því frá barn- æsku að það sé sjálfsagt og eðli- legt að þú sért þarna, að þú eigir erindi til fólks og það sé jafnsjálf- sagt að það sé tekið mark á þér. Flestir forystumenn í þjóðfélaginu hafa eflaust stefnt á að fara í póli- tík frá unga aldri. Þeir hafa fengið uppörvun og hvatningu af því að þeir voru strákar. „Þú ferð í póli- tík þegar þú verður stór. Hann fer á þing, strákurinn! ” Hver kannast ekki við þetta? Skólinn skiptir miklu máli í þessu sambandi. Þar er smám saman aö verða breyting til batnaðar hvað það varðar að láta börnin tjá sig fyrir framan áhorfendur. En það er samt ekki aðalatriðið, heldur hitt aö byggja upp hjá þeim sjálfsöryggi, gera þeim ljóst að þau eigi öll rétt á að tjá sig, að þau eigi öll erindi, að þau hafi eitthvað að segja og geti gert þá kröfu að á þau sé hlustað og mark tekiö á þeim. Nýjar skoð- anakannanir, bæði hér heima og í Danmörku, sýna að kennarar hafa meiri tilhneigingu til að spyrja drengi en stúlkur. Stúlkum hefur jafnan verið talið til tekna ef þær þegja og eru góðar en strákum er hrósað fyrir að tjá sig og hafa skoðanir á hlutunum. En karl- menn geta verið alveg jafnóörugg- ir og kvíðnir og konur. Munurinn er bara sá að konur eru viljugri til að viðurkenna það en karlmenn komast ekki upp með það vegna þeirrar karlmennskuímyndar sem þeir eru aldir upp í. Konur nota meira spurningaformið þeg- ar þær tala, eflaust meðal annars vegna þess að þær eru óöruggari. Þær þreifa meira fyrir sér og enda gjarnan mál sitt á spurningu, ég tek eftir þessu með sjálfa mig. Maður notar til dæmis: finnst þér það ekki? — eða hvað? — eða þann- ig! Tekurðu ekki eftir þessu? ” — Nú eru haldin námskeið i ræðumennsku og fundarsköpum á vegum ýmissa félagasamtaka, bæði innan stjórnmálaflokkanna og utan. Ert þú þeirrar skoðunar að hægt sé að kenna fólki hvernig það eigi að koma fram, kenna því að fela kviða sinn og óöryggi? „Ég held að þetta sé ekki spurn- ing um að læra þetta heldur um einhverja innri trú á að maður eigi eitthvert erindi. Mér finnst þessi námskeið einhvern veginn taka á öfugum enda. Það er engin lausn að kenna fólki hvernig það á að tala eða hvernig hafa á hendurn- ar. Undirstaðan er að vilja, þora, geta og telja sig mega. Það lærist ekki á einu námskeiði. Ég er ekk- ert viss um að námskeið í fundar- sköpum, framkomu og slíku geti upprætt sviðsskrekk, þó þau geti verið góður plástur. En þá er hitt eftir, að halda að maður megi taka sviðið af öðrum til að koma eigin sannfæringu á framfæri og það er dálítið annar handleggur.” — En fundarformifi? Telur þú það henta konum? „Þetta fundarform, sem tíðk- ast, er mjög gallað því það setur svo þröngar skorður. Það skapar óöryggi og vanmáttarkennd hjá fólki og er í raun og veru afskap- lega ólýðræðislegt því þaö útilokar svo marga. í kvennahreyfingunni hefur þetta form verið brotið upp. Það hefur til dæmis sýnt sig að konur veigra sér við að tala úr pontu. Á fundum hjá okkur talar hver úr sínu sæti. Á fámennari fundum er orðið oft látið ganga svo allir fái tækifæri til að tjá sig og fái þá jafnframt á tilfinninguna að hinir vilji hlusta og taka eftir. Þá kemst enginn upp með að hugsa sem svo: „Æ, það skiptir hvort sem er engu máli sem ég myndi segja.” — En er þetta ekki tvíeggjað? „Jú, en það auðveldar þeim að tjá sig og byggir upp sjálfstraust, sem skiptir mestu máli. Ég held að þetta geri meira gagn þegar til lengdar lætur heldur en hitt að geta breitt yfir sviðsskrekk með utanbókarlærðum handahreyfing- um.” Það er ekkert óeðlilegt við að vera hræddur Magdalena hefur enga oftrú á ræðunámskeiðum og Guðrún mundi ekki vilja losna við sviðs- hræðsluna þó hún gæti. En banda- ríski sálfræðingurinn dr. Green- span og félagar hans eiga nokkur góð ráð handa þeim sem þjást af þessum skrekk. Það má hafa hem- il á sviðshræðslu þó ekki sé hægt að vinna alveg bug á henni. I fyrsta lagi verðum við að gera okkur grein fyrir hvað gerist í lík- ama okkar þegar við verðum hrædd. Þegar við spennumst upp er líkaminn að senda viðvörun til heilans. Adrenalínframleiðsla lík- amans eykst, þaö herðir á hjart- slætti og reyndar allri líkams- starfsemi okkar. Snögglega er lík- aminn ofhlaðinn orku sem ekki fær neina eðlilega útrás og það er þetta sem við þekkjum sem hræðslu. Ef við þekkjum þessi við- brögð líkamans eigum við auð- veldara með að bregðast við þeim. Við verðum að viðurkenna að við séum spennt og reyna meðvitað að slaka á. Við höfum öll tilhneigingu til að verjast hræðslu og það veldur enn meiri spennu. Best er að reyna að slaka vel á og anda djúpt og muna að það er ekkert óeðlilegt né skammarlegt við að vera hræddur og maður er ekki sá eini sem verður hræddur fyrir framan áhorfendur. „Mundu aö þú ert hlutverki þínu samboðinn, þú hefur rétt til að vera þarna, þú átt erindi til þeirra sem hlusta og þú átt rétt á að mark sé tekið á þér. Hættu að hugsa um að allir sjái hversu hræddur þú ert. Fólk ber hræðsl- una sjaldnast utan á sér. Mundu að þú hefur verið að koma fram allt þitt líf, þú hefur alltaf verið á sviðinu og oft tekist á við miklu erfiðari verkefni en það sem þú nú stendur frammi fyrir.” Þetta seg- ir dr. Greenspan sem við látum hafa síðasta orðið að sinni. 48. tbl. Vikan 15

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.