Vikan - 04.12.1985, Blaðsíða 23
hverjir straumar fylltu salinn og
hug manns, eins og einhver
dáleiösla. Jafnvel hefði tónninn í
flyglinum hljómað framandi. Jón
Hlöðver segir okkur einnig aö
hann sé víst fyrsti maður sem
Martin hafi rætt þessi mál sín við.
Hann hafi fram að því haldið
þessu eingöngu fyrir sig en eftir
atvikið á tónleikunum hafi hann
vitað að aðrir gátu skynjað þetta
einnig.
Skjálfti, vellíðan
Aðspurður að því hvort hann
geti á einhvern hátt stjórnað þessu
„sálarflugi” sínu segir Martin þá
sögu að hann hafi sama dag og
hann hélt fyrrnefnda tónleika á
h&nn hafði aldrei leikið þennan
kafla betur, aldrei heyrt hann svo
fagurlega hljómandi.
Þá spyrjum við tækifærissinnar
hvort hann leiki sér ekki að þessu í
hvert sinn sem hann ætlar að
heilla áheyrendur á sama hátt.
„Nei, hann þarf þess ekki. Hann
veit hvað hann gerði; hefur
tileinkað sér þennan áslátt og það
er nóg. Auk þess sé ekkert vit í því
að halda þessu svo mjög á lofti,
allt of mikið sé til af lýð sem lifi á
því að plata náungann með því að
þykjast búa yfir ógreindum öflum
eða hafa þjálfað með sér yfir-
skilvitlega hæfileika.”
Martin hefur lesið nokkuð af
bókum sem segja frá hliðstæðri
reynslumanna.
eyrinn lét hann renna til Grensás-
deildarinnar.
En var hann ekki hræddur um
frama sinn sem konsertpíanisti?
Ekki svo mjög, að minnsta kosti
gaf hann aldrei frá sér þá hugsun
að hann ætti eftir að halda tón-
leika. Og hann gerði sér grein
fyrir því að því lengri tíma, sem
endurhæfingin tæki, því lengur
gæti það dregist að henni lokinni.
Af og til hvarflaði þó að honum
hvað gera skyldi ef. . . . en
jafnóðum blasti sú staðreynd við
að hann yrði að reyna til hins
ýtrasta. Með margfaldaðri þeirri
staðfestu unglingsins, sem eitt
sinn var að keppa að Fulbright-
styrk, var nú unnið, í samráði við
færustu menn stofnunarinnar, að
byrjaði skjálftinn en nú var til-
finningin öðruvísi. Honum fannst
einhver sterkur straumur,
eitthvert afl, fara um sig, byrjandi
í axlastað og hríslast niður hægri
handlegg, hverfa en koma síðan í
vinstri handlegg, streyma upp
hann og hverfa. „Þar staðfestist
sú trú mín að ég mundi ná mér að
fullu,” segir Martin og við
skynjum að í þessum töluðum
orðum upplifir hann aftur fegin-
leik þessa augnabliks 1982. „Eg
frétti seinna,” heldur Martin
áfram, „að læknar mínir höfðu,
þrátt fyrir ötullega aðhlynningu,
frá byrjun haft miklar efasemdir
um að tækist að gera handlegginn
svo góðan sem raun varð á. ”
Finnurðu enn til sársauka?
Tónlistarmaðurinn býr i Garðskagavita.
Milli þess sem hann er á tónleikaferðum heimshornanna milli eða kennir nemendum sínum i Garðabæ
heldur hann tónleika einn og með öðrum til að gefa fé i byggingu tónlistarhúss.
Akureyri sest niður í herbergi á
hæðinni fyrir ofan salinn, þar sem
tónleikarnir áttu að verða, og sagt
við sjálfan sig: „Jæja, sýndu nú
að þú getir farið af stað ef þú vilt.”
Og viti menn, að stundu liðinni
kom í hann dálítill skjálfti og svo
fann hann sig skilja við líkamann.
Sem fyrr fann hann ekki til
hræðslu heldur aðeins vellíðanar.
Annað sem hann segir varðandi
vald sitt yfir fyrirbærinu er að
þegar þetta kom yfir hann í fyrsta
sinn, sitjandi við hljóðfærið, tók
hann sem fyrr segir eftir hinum
breytta áslætti en einnig að veika
tóna fékk hann nú mun veikari en
fyrr og mildari á allan hátt. Allt
þetta fékk hann líka að upplifa á
tónleikunum: skjálftinn kom,
vellíðanin, stellingin við
hljóðfærið og flugið fann hann
smátt og smátt svo að lokum fann
hann sig í sama herbergi og fyrr
um daginn og sá og heyrði sjálfan
sig leika á píanóiö. Hann vissi að
Hann þekkir menn í Banda-
ríkjunum og hefur heyrt af og hitt
fólk hér á landi sem þekkir þessa
sömu eða svipaða reynslu.
Mótorhjólakappinn
Martin
Þá er komið aö því að ræða við
mótorhjólakappann í Martin.
Fyrir fáeinum árum lenti hann í
miklu slysi þar sem hægri hand-
leggur hans brotnaði á hvorki
fleiri né færri en sjö stöðum.
Eitthvað hrökk fleira í sundur af
beinum í hans skrokki, svo sem rif
og fótleggir. Martin var settur í
endurhæfingu á Grensásdeild
Borgarspítalans. Þar átti að
reyna aö gera hann vinnufæran að
einhverju leyti að minnsta kosti
Er ekki að orðlengja það að hann
hélt opinbera tónleika aðeins sex
mánuðum síðar og ætti að athuga
hvort það er ekki að minnsta kosti
Guinness-met í því að geysast frá
örkumlum til albata. Aðgangs-
því að ná sömu færni og fyrr.
Ekkert minna.
Vopnaleitarkerfin
fara af stað
Martin sýnir okkur, og hlær
mikinn, röntgenmynd af hægri
framhandlegg sem sýnir stáltein,
festan með sjö skrúfum við beinið.
„Þessar myndir verð ég að hafa
með mér hvert um heiminn sem
ég fer því ég er alltaf að setja af
stað vopnaleitarkerfi flug-
stöövanna.”
Reyndar segist Martin einnig
tengja hinn skjóta og góða bata
sinn ákveönu atviki sem átti sér
stað þegar hann var enn rúm-
liggjandi eftir slysið.
Þaö var á aðfangadag 1982 að
kona hans, Anna Málfríður, var
stödd hjá honum á stofunni. Henni
fannst skyndilega sem eitthvað
færi um stofuna og strax á eftir
fann hann hið sama. Litlu síðar
„Ekki beint til sársauka en
handleggurinn er viðkvæmari og
hefur ekki eðlilega teygju. Það
háir mér þó ekki í spila-
mennskunni,” segir þessi
jákvæði, geðþekki listamaður að
lokum.
Kannski eru þessar mannraunir
hans og óþægindin, sem stöðugt
minna hann á slysið og hugsan-
legar afleiðingar þess, ein
ástæöan fyrir því hver nauðsyn
Martin er að gefa eitthvað. Milli
þess sem hann er á tónleika-
feröum heimshornanna milli eða
kennir nemendum sínum í Garða-
bæ heldur hann tónleika einn og
með öðrum til að gefa fé í
byggingu tónlistarhúss.
Margir þeir sem þetta lesa
kunna að kalla Martin sérvitring.
Ef svo er þá er sá sérvitringur
heillandi, hann er góður sér-
vitringur og hann væri betri,
okkar heimur, ef við ættum marga
eins og hann.
48. tbl. Víkan 23