Vikan


Vikan - 04.12.1985, Side 29

Vikan - 04.12.1985, Side 29
Nú styttist óöum í jólin, nóv- ember senn liðinn og þá tekur við jólamánuðirinn, desember. Margir krakkar fá þá jóladagatal með myndum fyrir hvern dag eða súkkulaðimola fyrir hvern dag. En hér höfum við öðruvísi dagatal, heila kommóðu með 24 skúffum. I þeim leynist ýmislegt skemmti- legt. Kommóðan er þúin til úr 24 eldspýtustokkum sem eru límdir saman með túpulími. Framhlið- arnar á skúffunum eru litaðar með tússlitum og merktar frá 1 upp í 24. Litaður pappír er sniðinn og límdur á hliðarnar og ofan á kommóðuna. Nú þarf að skreyta kommóðuna og hérna höfum við jólasvein og lítinn strák úr pípu- hreinsurum. (I 39. tbl. Vikunnar er kennt að útbúa dúkkur úr pípu- hreinsurum.) Það má líka líma jólasveinaglansmyndir á hliðarn- ar. Nú er kommóðan tilbúin en þá vantar að fylla skúffurnar og þar liggur mesti vandinn, nefnilega að finna nógu litla hluti. Þá er best að hafa með sér einn eldspýtu- stokk og máta í hann. Og verið ekkert feimin við að mæta með stokkinn í verslanir og máta, um- sjónarmaður þáttarins hefur gert þetta undanfarin jól með ágætum árangri. Litlu hlutirnir þurfa ekki að vera svo dýrir og geta einmitt verið eitthvað sem krakkana vant- ar, til dæmis strokleður, yddari, spennur í hárið og þess háttar. Við höfum líka aðra tegund af jóladagatali. Hér eru pínulitlir pakkar, einn fyrir hvern dag en ómerktir. Þetta dagatal gætu krakkar til dæmis útbúið handa gamla fólkinu, ömmu og afa eöa langömmu og langafa. Inni í pökk- unum getur þá verið einhver smá- hlutur sem krakkarnir hafa búið til og í sumum sælgæti eða smá- kökur. Litlu pakkarnir eru settir í skál eða körfu og síðan valið úr þeim á hverjum degi. Nú er stutt í desember og því er hægt að gera nokkra pakka strax og bæta síðan í körfuna eftir þörfum. 48. tbl. Vikan 29

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.