Vikan


Vikan - 04.12.1985, Page 33

Vikan - 04.12.1985, Page 33
^ Jólabakstur: Anœgjulegt annríki Umsjón: Valgerður Stefánsdóttir Myndir: Ragnar Th. Það skemmtilegasta við jólin er gjarnan undir- búningurinn og tilhlökkunin — að hugsa upp gjafir, föndra og baka. Þegar bökunarlyktin fyllir loftið fylgir jólastemmningin fast á eftir. Á sumum heimilum er boðið upp á kökur all- an desembermánuð, með aðventukaffinu og á meðan verið er að föndra og punta. Annars staðar er allur baksturinn geymdur til hátíðanna og þá er jafnvel nauðsynlegt að fela kökurnar í efstu skápunum eða niðri í kjallara. Gott ráð er að innsigla kökudunkana til jólanna með lím- bandi eða heftiplástri. Það heldur aðeins aftur af manni þegar vantar sætar kökur með síðdegis- eða kvöldkaffinu. Samkvæmt hefðinni er höfuðáherslan lögð á smákökur í þessu blaði. Hér eru þó einnig tertur og formkaka sem geymist vel. Formkakan er til dæmis best eftir vikugeymslu. Þar sem smjör er í uppskriftunum má auðvit- að nota smjörlíki í staðinn. Þó má geta þess að nauðsynlegt er að nota smjör í Bessastaðakök- urnar og Tyrkjatungl. Kökur geymast einnig betur sé notað í þær smjör. Það er hagkvæmast og fljótlegast að nota heilan dag í smákökubakstur og hnoða deigin kvöldið fyrir bökunardag. Góða skemmtun við jólaundirbúninginn. Það verður mikið að gera en vinnan er skemmtileg. 48. tbl. Vlkan 33

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.