Vikan


Vikan - 04.12.1985, Page 38

Vikan - 04.12.1985, Page 38
Tyrkja- tungl 300 g hveiti, 250 g smjör, 100 g flórsykur, 100 g möndlur, fínt mal- aðar. Allt er hnoðað saman og látið bíða til næsta dags. Mótaðar fingurþykkar rúllur sem eru skornar í 7 cm langa bita. Hver biti er lagður á smurða plötuna í hálfhring. Bakað við 180°—200°C í 8 mínútur. Flórsykri, blönduðum dá- litlum vanillusykri, er stráð á þær sjóðheitar. Hlauparar 250 g hveiti, 70 g kartöflumjöl, 4 msk. sykur, 4 smátt saxaðar möndlur, 200 g smjör, 1 egg. Allt hnoðað saman og geymt á köldum stað í nokkrar klukku- stundir. Deigið er flatt þunnt út og kringlóttar kökur stungnar út með glasi á hvolfi. Gat er gert í miðjuna á helmingnum af kökunum. Þær götóttu eru penslaðar með eggi og perlusykri og söxuðum möndlum stráð á þær. Leggið þær síðan ofan á heilu kökurnar og setjið rifshlaup í götin. Bakað við 180°C í 10 mínútur. \

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.