Vikan - 04.12.1985, Blaðsíða 40
Kúrennu-
kökur
3 egg, 250 g sykur, rifinn börkur af
einni sítrónu, 200 g brætt smjör,
250 g hveiti, kúrennur.
Smjörið er brætt og síðan kælt.
Egg og sykur er þeytt saman, þá er
sítrónuberki, bræddu og kældu
smjöri og hveiti hrært saman við.
Deiginu er strax smurt á bökunar-
pappír eða vel smurðar plötur. Því
þynnra sem því er smurt þeim mun
betri verða kökurnar. Kúrennum er
stráð á deigið og ýtt létt niður í
það. Kakan er bökuð við mikinn
hita þar til hún er Ijósbrún og er
strax skorin í ferkantaðar kökur
með beittum hníf. Látið kökurnar
liggja á plötunni þar til þær eru
orðnar kaldar.
Kókosmjölsterta með
sveskju-
sultu
200 g hveiti, 180 g kókosmjöl, 200
g sykur, 1 tsk. lyftiduft, 200 g
smjörlíki, 2 egg.
Smjörlíki og sykur hrært, eggjun-
um bætt út í og hrært í nokkrar
mínútur. Þá er hveiti, kókosmjöli
og lyftidufti blandað í — deigið er
mjög þykkt. Skipt í 3 smurð tertu-
mót og bakað við um það bil 180°C
í 10 — 15 mínútur. Tertan er lögð
saman með sveskjusultu.
Þessir botnar eru líka ágætir í
rjómatertu.
40 Vikan 48. tbl.