Vikan - 04.12.1985, Page 45
)
*
Avaxtakaka
200 g mjúkt smjör, 200 g sykur, 4
stór eða 5 lítil egg, 200 g hveiti, 1
1 /2 tsk. lyftiduft, 2 dl rúsínur, 50 g
sultaður appelsínubörkur eða
orangeat, 50 g rauð kokkteilber, 50
g súkkat, 50 g saxaðir hnetukjarnar
eða möndlur, 100 g niðurskorið
súkkulaði, e.t.v. 2 msk. koníak.
Hrærið smjör og sykur, bætið
eggjarauðunum í, einni í einu.
Blandið nokkrum msk. af hveiti
saman við alla ávaxtafyllinguna.
Blandið hveiti og lyftidufti út í
smjörhræruna og síðast ávaxtafyll-
ingunni og koníakinu. Smyrjið og
stráið brauðmylsnu í mót (1 1 /2—2
I), hellið deiginu í og bakið við
175°C í 1 — 1 1/2 klst. Látið kökuna
kólna smástund í forminu áður en
henni er varlega hvolft úr og leyft
að kólna alveg með formið yfir sér.
Pakkið kökunni inn í álpappír. Hún
er best eftir að minnsta kosti viku-
geymslu og geymist ennþá lengur.
48. tbl. Vikan 4$