Vikan


Vikan - 04.12.1985, Page 46

Vikan - 04.12.1985, Page 46
Múskat- kökur 1 bolli smjör, 2 bollar púðursykur, 2 egg, 3 bollar hveiti, 1 tsk. sóda- duft, 1 tsk. gerduft, 1 1/2 tsk. múskat, brytjað suðusúkkulaði. Eggin eru þeytt. Sykur og smjör er hrært Ijóst og létt, eggjunum bætt í og hrært i um leið. Síðast er þurr- efnunum blandað saman við. Látið með teskeið á smurða plötu og súkkulaðibita stungið í miðja kök- una. Bakað við 220°C í um það bil 5 mínútur. Bessastaða- kökur 500 g sykur, 500 g hveiti, 500 g smjör. Smjörið er brætt við vægan hita — það má alls ekki þrúnast — og látið storkna yfir nótt. Vökvanum, sem sígur af því, er hellt burt og storkn- að smjörið, sykurinn og hveitið er hnoðað, flatt á borði og litlar kökur skornar út með glasi. Miðjan er pensluð með eggjahvítu og blanda af söxuðum möndlum og sykri er sett á. Bakað í ofni í urn það bil 40 mínútur við 75—100°C. Kökurnar eiga alls ekki að brúnast. Vanillukransar (Ca 100 stk.): 250 g hveiti, 200 g smjör, 1 eggjarauða, 150 g sykur, 75 g hakkaðar möndlur, korn úr 1 /2 vanillustöng. Smjörlíkið er mulið í hveitið. Eggja- rauðum, sykri, möndlum og vanillu er bætt í og allt hnoðað saman. Látið bíða í ísskáp í að minnsta kosti 1 klst. Deigið er hakkað í gegnum stjörnumótið í hakkavél- inni. Lengjan, sem kemur, er skor- in í bita og búnir til hæfilega stórir hringir. Þeir eru látnir á smurða plötu og bakaðir við 200°C í um það bil 8 mínútur.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.