Vikan - 04.12.1985, Qupperneq 50
Er feimnin
ólæknandi?
Eitt af algengustu vandamálunum, sem Pósturinn í
Vikunni fær til umfjöllunar frá lesendum sínum, er
feimni. Þeir þjást oft svo illilega af feimni að hún hamlar
eðlilegum samskiptum við annað fólk, kemur í veg fyrir
að þeir nýti sér hæfileika sína sem skyldi, veldur and-
legri vanlíðan, óöryggi, minnimáttarkennd og dregur úr
lífsgleðinni. Hræðsla og vanlíðan eykur síðan enn á
feimnina og oft verður orsök og afleiðing feimni víta-
hringur sem fólk fær ekki rofið hjálparlaust.
Þó feimnin herji oft á ungling-
ana er hún því miður ekki nokkuð
sem sjálfkrafa eldist af fólki og
margt fullorðið fólk þjáist illa af
þessum leiða kvilla. Könnun, sem
gerð var á 5000 Bandaríkjamönn-
um, leiddi í ljós að um 80% svör-
uðu að þeir hefðu fundið til feimni
einhvern tíma á ævinni og 40%
töldu sig vera feimna og kvíða-
fulla þegar könnunin var gerð.
Feimnin getur birst á ýmsan
hátt. Myndin, sem venjulega er
dregin upp af feimnum manni, er
þannig að hann sé lítill fyrir sér og
óframfærinn og roðni og stami af
minnsta tilefni. Þannig lýsir
feimnin sér oft en hún birtist líka í
ýmsum öðrum myndum. Hinn
feimni reynir oft að breiða yfir
feimnina með ýmsu móti og mörg-
um hefur tekist mjög vel að fela
hana og láta hana ekki hindra dag-
legt líf sitt, en hjá öðrum verða all-
ir slíkir tilburðir óeðlilegir. Tutt-
ugu og sjö ára gömul kona segir:
„Ég sat þarna í sófanum í miðri
stofunni og allt í einu gerði ég mér
grein fyrir því að ég var eina
manneskjan sem talaði. Ég blaðr-
aði stanslaust og dældi skoðunum
mínum yfir fólkið og enginn annar
fékk að komast að. Þegar ég gerði
mér þetta ljóst skammaðist ég
mín svo hræðilega að það lá við að
ég hlypi beint út. Ég lofaði sjálfri
mér því að opna aldrei aftur
munninn í svona samkvæmum.”
Rúmlega fertugur karlmaður
lýsir feimni svo: „Ég er alveg
öruggur með mig þegar ég er með
vinnufélögum mínum, nánustu
vinum og auðvitað fjölskyldunni.
En ef einhverjir ókunnugir eru í
hópnum lokast ég algjörlega. Ég
reyni að komast hjá því að þurfa
að tala og líður mjög illa ef ég verð
að taka þátt í samræðum.”
Fjórtán ára unglingur segir svo
frá: „Ég verö alltaf ferlega hrædd
ef ég þarf að gera eitthvað fyrir
framan aðra, til dæmis fyrir fram-
an bekkinn. Ég þori heldur aldrei
að tala við stráka og roðna alltaf
ef einhver stríðir mér þó það sé
bara smávegis. Stundum roðna ég
bara út af engu, bara af því að ég
er hrædd um að roðna. ”
Talaö hefur verið um ólíkar
gerðir af feimnu fólki ef undan eru
skildir þeir sem eru óframfærnir
og fela ekki feimni sína. 1 fyrsta
lagi er þaö blaðurskjóflan eða
brandarakarlinn. Það er oft þreyt-
andi en einnig oft skemmtilegt, en
allur þessi fyrirgangur þjónar
þeim tilgangi að breiða yfir
feimni. Margir frægir gamanleik-
arar hafa lýst sér sem svona
manngerð.
Önnur manngerðin er sú fraka
Og árásargjarna sem treður sér
alls staðar fram fyrir alla, heimt-
ar athygli, níðist á öðrum og reyn-
ir að fela óöryggið undir þessu
úfna yfirborði.
Sá kaidhœðni, sem trúir engum
og treystir engum og hefur aðra
sífellt að spotti, er þriðja gerðin.
Þannig fólk getur oft nýtt þessa
eiginleika sína ef það stillir misk-
unnarleysinu í hóf.
Hvað er feimni?
Breski læknirinn Claire Rayner,
sem mikið hefur f jallað um mann-
leg vandamál í breskum tímarit-
um og skrifað fjölda bóka, skil-
greinir feimni sem það að vera
hættulega meðvitaður um sjálfan
sig vegna skorts á sjálfstrausti.
Hún nefnir að margir hafi verið
aldir upp við lítið ástríki og skiln-
ingsleysi, mátt þola hörku og
gagnrýni heima fyrir og í skóla,
stríðni af hálfu skólafélaga sinna
og lært að finna til minnimáttar-
kenndar. Allt þetta veldur því aö
barnið hræðist annað fólk, sann-
fært um að það sjálft sé óviðjafn-
anlega ómerkilegt og óhæft í sam-
skiptum við aðra. Og þetta bam
hverfur aldrei. Innst í okkur öllum
býr þetta óörugga barn sem við
einu sinni vorum og ef þetta bam
varð feimið og vansælt búa þær til-
finningar í því til æviloka, ef til vill
djúpt faldar en engu að síður fyrir
hendi. Ef slík manneskja má þar
að auki þola einhverja andlega
eða líkamlega áþján, sem veldur
vanlíðan, þá getur feimnin orðið
að örkumli.
Claire Rayner nefnir að sumir
einstaklingar séu frá fæðingu við-
kvæmari en aðrir og það sem að-
eins ergi suma og þreyti geti haft
alvarleg áhrif á taugakerfi ann-
arra. Þeir fái óttaköst sem þróist
síðan upp í varanlega fælni — og
fái ekki ráðið við líkamleg ein-
kenni (eins og skjálfta, fölva,
roða, svita, magaverk, svima og
önnur óþægindi).
Það sem einkennir alvarlega
feimið fólk er einkum tvennt. Það
50 Vikan 48. tbl.