Vikan


Vikan - 04.12.1985, Side 52

Vikan - 04.12.1985, Side 52
búið Byggt & búið Byggt&búið Byggt&búið Byggt&búið Byggt&búið E Verslunin Epal gekkst nýlega fyrir húsgagnasýningu þar sem sýnd voru húsgögn eftir ýmsa þekktustu arkitekta og hönnuði Dana. Á sýningunni mátti sjá ýmsar nýjungar auk sígildra hluta i nýjum búningi. Þessi stóll hins þekkta hönnuðar Arne Jacobsens, sem reyndar var sagt frá hér á siðunni ekki alls fyrir löngu, er til i fimm útgáfum auk þess sem hægt er að fá stól- ana með þrenns konar bólstrun, úr leðri eða ull. Útgáfurnar fimm eru auk stólsins á myndinni: stóll með örmum, á hjólum, á hjólum með örmum (báðir stillanlegir á hæðina) og stóll á einum fæti sem hægt er að skrúfa fastan í gólf. Þá er hægt að fá ýmiss konar fylgihluti með stólunum sem henta i fyrirlestra- og samkomusölum, eins og öskubakka, skrifborðsarm, sætanúmer og flutningsgrind á hjólum til að flytja uppstaflaða stólabunka á milli. Þrenns konar viðartegundir eru til á stól Arne Jacobsens, beyki, eik og tekk, og eins er stóllinn fáanlegur í nokkrum lakklitum og bæsaður. Verð á lakki og beyki er 3784 krónur. Og allt kemur það aftur Umsjón: Guðrún Hver man ekki þegar farið var með gömlu, útskornu antikhúsgögnin á haugana. Og ástæðan — jú, tekkið var að komast í tísku. En tekkið kom og tekkið fór — allt í einu voru hús- gögn úr tekki bannvara hjá mörgum. Furan, beykið og birkið litu dagsins Ijós og margir grétu einnig gömlu antikstykkin og skelltu sér á forn- sölu í leit að skáp eins og amma átti. Furan er að verða bannvara hjá sumum — alls ekki öllum því það eru ekki allir sem skipta reglulega út hjá sér— og við erum farin að sjá matarborð með stálfótum og kolla eins og þeir gerðust bestir við matarborðið hér einu sinni. En látum myndirnar á opnunni tala. Haugesen-borðið er gripurinn nefndur eftir hönnuði sínum, Niels Jörgen Haugesen. Borðið, sem er felliborð, er hentugt bæði sem matar- og vinnuborð eða hvort tveggja. Borðplatan sem og felli- plöturnar eru spónlagðar með hlyni (ahorn) en kantlistar eru hreinn hlynur. Frá sýningu Epal. Verð 51965 krónur. 52 Vikan 48. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.