Vikan


Vikan - 04.12.1985, Page 53

Vikan - 04.12.1985, Page 53
ggt&búið Byggt&búið Byggt&búið Hver hefur ekki setið á svona koili eða í það minnsta á einum likum þessum. Þennan er aftur á móti hœgt að fá i versl- uninni Epal fyrir tæpar tvö þúsund krónur. Setan er fáanleg úr Ijósu tekki eða með átta mismun- andi lakklitum. Sá með tekksetunni kostar 1929 krónur. Kannski ekki alveg eins og gömlu matarborðin og stólarnir með stálfótun- um en. . . Stólana er hægt að fá gráa, bláa og hvíta en borðplötur eru fáanlegar til dæmis með hvitu eða gráu plasti, beyki, eik, brún- eða svart- bæsaðar. Hönnuður er Arne Jacobsen og verðið 4197 krónur. Borðið eigna sér tveir þekktir listamenn, Piet Hein (borðplata) og Bruno Mathsson (fætur). Til i mörgum stærðum frá 1125 krónum. Frá Epal. Cricket-stóllinn er stolt italska hönnuðarins Andries Van Onck. Aðalsmerki þessa stóls er að hann er sterkur en léttur. Hægt er að hengja Cricket-stólinn á vegg (finasta grafikverk) eins og stól Valdimars Harðarsonar, Sóley, sem við höfum áður fjall- að itarlega um hér á siðunum. Cricket-stóllinn er þægilegur, bakið (sem er stillanlegt) og set- an eru úr plasti, til dæmis rauðu og gulu, grindin úr svörtu stáli. Sannkölluð nytjalist sem er fáanleg í TM-húsgögnum fyrir 1980 krónur. Byggt & búið Byggt & búið Byggt & bú Hér er svo sófaborð fyrir þá sem verða pirraðir yfir þvi að sófaborðið er of hátt þegar horft er á það við sófasettið i stofunni eða of lágt þegar ætlunin er að fá sér kaffi og með þvi i sófanum. Eins og Cricket-stóllinn er borðið stolt Andries Van Onck, borðplatan er úr svörtu plasti og grindin úr rauðu stáli. Fáanlegt í TM-húsgögnum fyrir 9800 krónur. 48. tbl. Vikan 53

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.