Vikan


Vikan - 04.12.1985, Qupperneq 59

Vikan - 04.12.1985, Qupperneq 59
Umsjón: Hilmar Karlsson nefna Godfather-myndirnar þar sem hún lék unnustu og síðar eiginkonu A1 Pacino. Hlut- verk hennar var ekki stórt en gaf henni tæki- færi til að kynnast Francis Ford Coppola sem er allt öðruvísi leikstjóri en Woody Allen. Eftir að Keaton og Woody Allen slitu sam- vistum fór hún að svipast um eftir öðruvísi hlutverkum en hún hafði leikiö. Varð fyrst fyrir valinu Looking for Mr. Goodbar. Þar lék hún ósjálfstæða konu sem þráir kynlíf en er hrædd við afleiðingarnar. Þá tók við kafli í lífi hennar þar sem hún var í sambýli við Warren Beatty. Voru þau nær daglega í slúðurdálkum dagblaðanna. Keaton lék í Reds fyrir Beatty. Þar lék hún Louise Bryant. Reds er byggð á sögulegum heimildum. Louise Bryant er blaöamaður sem lendir í afdrifaríku ástar- sambandi viö John Reed sem Warren Beatty leikur. Reed er einnig blaðamaður sem hefur öfgafullar skoðanir. Reds fékk mjög góðar viðtökur þegar sýningar hófust á henni, þrátt fyrir að myndin sé mjög löng. Næst lék hún á móti Albert Finney í Shoot the Moon. Lék hún þar eiginkonu með fjóra krakka sem verður fyrir áfalli þegar eigin- maðurinn yfirgefur hana. Margir eru þeirrar skoöunar að í Shoot the Moon hafi Diane Keaton sýnt sinn besta leik til þessa. Síðustu myndir hennar eru Mrs. Soffel - þar leikur hún titilhlutverkið, konu sem yfir- gefur heimili sitt, frelsar fanga einn sem Mel Gibson leikur og fer á brott með honum — og Little Drummer Girl sem gerð er eftir metsölu- bók John Le Caré. Hefur hún fengið mikið hrós fyrir leik sinn í þeirri mynd. í dag býr Diane Keaton ein. Hún á íbúð á Manhattan í New York þar sem hún dvelur milli hlutverka. Nokkrar myndir sem fáanlegar eru með Diane Keaton á vídeóleigum: The Godfather The Godfather II Play Itagain, Sam Sleeper Harry and Walter Go to New York Annie Hall Looking for Mr. Goodbar Manhattan Reds Shoot the Moon Strangur skóli ★ ★ ★ LORDS OF DISCIPLINE. Leikstjóri: Frank Roddam. Aðalleikarar: David Keith, Robert Prosky og G.D. Spradlin. Sýningartimi: 103 minútur. The Lords of Discipline fjallar um nemendur í herskóla í Carolina í Bandaríkjunum árið 1964. Eins og nærri má geta er það ekki litiö rétt- látum augum þegar fyrsti negrinn fær inngöngu í skólann. Annars fjallar myndin aðallega um Will McClean (David Keith) og herbergisfélaga hans sem eru á síð- asta ári. Will fær þaö verkefni að reyna eftir fremsta megni að vernda eina svarta nemandann. Ekki veitir af. Aörir nemendur eru ekki að fara í felur með andúö sína á honum. Fljót- lega kemst Will aö því aö starfandi er í skólanum nokkurs konar leyni- hópur sem gengur undir nafninu „Tugurinn”. Eru það tíu „úrvals- nemendur” sem limlesta og hrekja í burtu alla þá sem þeir telja óæski- lega í skólanum. Will fær herbergisfélaga sína til að hjálpa sér að finna út hverjir þessir tíu séu svo hægt sé að kæra þá. í eftirgrennslan sinni kemst hann aö því aö „Tugurinn” hefur verið starfandi innan skólans svo árum skiptir og hefur blessun yfirvalda skólans til aö halda honum hreinum hvað sem það kostar. Will fer nú í stríð gegn þessum leynifélagsskap og gengur á ýmsu áöur en yfir lýkur. Lords of Discipline er virkilega vel gerð kvikmynd um leið og hún er spennandi. Hún lýsir vel þeim járn- aga sem tíðkast á herskólum, sem viö íslendingar erum blessunarlega lausir við. Myndin gerist á þeim tíma þegar svertingjahatur var sem mest í Bandaríkjunum og borgir loguðu í óeirðum. David Keith, sem margir muna eftir úr An Officer and a Gentleman, leikur hér aftur her- skólanema. Andrúmsloftið í herskól- anum er hér miklu magnaðra og í raun ekki hægt að tala um skóla í þeim skilningi sem viö þekkjum. Miklu nær er aö tala um þjálfunar- stöð, þar sem litið er niður á þá sem ekki hafa líkamlega burði til aö geta orðiö hættulegir hermenn. Cheecherini og Chongerinos ★ ★ KORSIKUBRÆÐURNIR. Leikstjóri: Thomas Chong. Aðalleikarar: Cheech Marin, Thomas Chong og Roy Dotrice. Sýningartimi: 94 mínútur. Korsíkubræðurnir eru nýjasta kvikmynd ærslabelgjanna Cheech og Chong. I þetta skiptið eru þeir komnir aftur í aldir og leika þar væg- ast sagt nokkuð furðulega bræöur sem kallast Cheecherini og Chonger- inos. Þeir bræður vekja strax furðu fólks þegar þeir fæðast. Ekki batnar þegar þeir eldast. Þeir geta ekki séð hvor af öðrum af mjög svo skiljan- legum ástæðum. Því er nefnilega þannig varið meö þá aö þegar annar þeirra er laminn, eða finnur til, meiðir hinn sig. Svo það er eðlilegt að þeir reyni að vernda hvor annan. Eftir ýmis ævintýri lenda þeir viö hirð konungs sem á tvær dætur sem þeir félagar falla fyrir. Prinsessurn- ar veröa þeim auðveld bráð enda mikið upp á karlhöndina. Það eru ekki allir sem vilja þeim bræðrum vel. Svartklæddur og iila innrættur hirðmaður, sem er ekkert hrifinn af þeim félögumi reynir hvað hann getur til að koma þeim fyrir kattar- nef. Að vísu verður hann ástfanginn af öðrum bróðurnum og það eru eng- ir venjulegir ástarleikir sem hann hefur í huga. Það er í rauninni til lítils að segja nánar frá söguþræðinum í myndinni. Hver fáránleg uppákoman eftir aðra á sér stað og heföbundnar ævintýra- myndir verða varla séðar í réttu ljósi eftir að hafa horft á þá Cheech og Chong í hetjuhlutverkum. En það er ekki nóg aö hafa nokkur fyndin atriði í einni gamanmynd. Heildin verður að vera góð. Og þar er megingalli Korsíkubræðr- anna. Eftir miðja mynd er maöur bú- inn að fá alveg nóg af vitleysunni í þeim félögum og þegar líöur að lok- um er myndin hætt að vera fyndin. Er þetta sami galli og viö aðrar myndir sem ég hef séð með Cheech og Chong. Það getur verið aö húmor þeirra falli Bandaríkjamönnum vel í geð en hér á landi hafa myndir þeirra ekki fengið sama hljómgrunn. 48. tbl. Vikan 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.