Vikan


Vikan - 04.12.1985, Síða 61

Vikan - 04.12.1985, Síða 61
mm JÓN L. ÁRNASON Margir af yngri skákmönnum okkar íslendinga eiga það sameiginlegt að hafa stundað nám í Menntaskólanum við Harmahlíð og hafa fengið áhuga á manntaflinu árið 1972 þegar ,,skákeinvígi aldarinnar” fór fram í Laugardalshöllinni. Jón L. Árnason er einn þeirra. Um þessar mundir er Jón að vinna að lokaritgerð sinni í viðskiptafræði við Há- skóla íslands auk þess sem hann er skólastjóri Skák- skólans. Á skákmóti á Húsavík fyrr á þessu ári nældi Jón sér í fyrsta áfanga að stórmeistaratitli og ef að , líkum lætur þá lætur hann ekki þar við sitja. 48. tbl. Vikan 61 Leggur og skel Má ég þá heldur biðja um biskup og hrók. Busavigsla Viðurkennd fíflalæti. íslensk fyndni Bjórmálið. Sikileyjarvörn Hvítur leikur kóngspeðinu fram um tvo reiti og svartur svarar meðframrás drottningarbiskupspeðsins um sama. Flugvélamatur Eldsneyti. Bílveltur Spennið beltin! FIDE og einvígið í Moskvu Refskák og valdatafl. Líkamsrækt Fyrir ofan eða neðan háls? Tímaþjófur Bridds! Besta teiknimyndafígúran Ljósgræni riddarinn. Ó-gleði Einhvers konar magaveiki, býst ég við. Valdatafl og refskák Einvígið í Moskvu og FIDE. Draugagangur Peðin bera ábyrgðina. Þau ganga að vísu ekki aftur en þau vekja upp. Skólastjóri Virðulegur titill en skólameistari er betra, sbr. stór- meistari. Steinka Bjarna Gæti verið nafn á togara eða afbrigði í Sikileyjarvörn.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.