Vikan - 04.12.1985, Side 64
„Hann er ruddalegur ríkur
lögfræðingur sem af tilviljun veit
rétt nóg um olíuiðnaðinn til að
hafa lagt fram væna fjárupphæð
í Repúblikanaflokkinn og fengið
þessa stöðu í staðinn! Ef hann
væri ekki sendiherra Bandaríkj-
anna settist ég ekki til borðs með
honum. Þú heimsækir hann ekki
eða konu hans!”
, ,Ég fer víst og hitti vini
mína, Abdí’ ’
,,Ég get ekki leyft þér að
umgangast sendiráðsfólk, láta
bjóða þér í hamborgara þar sem
þú verður yfirheyrð af þessum
CIA-útsendarahundi sem á að
heita menningarfulltrúi. Við
vitum að þú sérð hvorki né heyrir
neitt sem skiptir hernaðarlegu
máli en það vita þeir ekki! Og
það sáu allir að þetta bandaríska
svín —faðmaði þig!”
Lilí áttaði sig allt í einu á því
sem Abdúllah var að segja í
bræði sinni. ,,Attu við að þú
látir fylgjast með mér. Treystir
þú mérekki, Abdúllah?”
Abdúllah sneri sér undan,
krosslagði handleggina og starði
á appelsínutrén fyrir utan boga-
dregna gluggana. ,,Þú verður að
skilja í hvaða aðstöðu ég er! Ráð-
gjafar mínir hafa megnustu óbeit
á því að ég skuli — leggja lag
mitt við — Vesturlandabúa og
þeir geta ekki leyft sér að treysta
þér!”
Lilí sendi honum þöglan
reiðisvip, snerist á hæli, stormaði
út úr skrifstofunni og gegnum
hópinn sem beið fyrir utan fullur
fyrirlitningar. Hún hafði áður
verið niðurlægð svona! Allt í
einu flaug það gegnum huga
hennar hvað hún væri að gera í
þessum sandkassa ef hún mátti
ekki einu sinni kíkja inn í sendi-
ráð Bandaríkjanna og hitta
gamla kunningja.
Um kvöldið var Lilí orðin
rólegri og hlustaði á Abdúllah
úthúða stefnu Bandaríkjastjórnar
varðandi Israel. Um kvöldið,
þegar þau gengu berfætt í fjör-
unni, sagði hún allt í einu:
,,Hvað á þetta tilgangslausa stríð
að standa lengi yfír? Greinilega
til eilífðar. Af hverju geta arabar
ekki sæst við ísraelsmenn ? ’ ’
Abdúllah sneri sér snöggt að
henni og greip um úlnliðinn á
henni: ,,Ég segi þér í síðasta
sinn, kona, hvers vegna það er
stríð í Palestínu. Árið 1917
ákváðu hinir heiðnu Bretar að
það væri góð hugmynd að gera
Palesrínu að heimalandi gyð-
inga.” Hann hnussaði. ,,En þeir
virtust engan veginn gera sér
Ijóst að níutíu og þrír af hundr-
aði íbúa Palestínu voru ýmist
kristnir eða múhameðstrúar.”
Andlitið á honum var þungbúið
af reiði þegar hann tók utan um
axlirnar á henni og hristi hana
harkalega. ,,Því urðu þessir
arabar heimilislausir, kastað burt
af sínum eigin heimilum, úr sínu
eigin landi, einungis t þágu sjö
af hundraði þjóðarinnar og fjöl-
margra annarra gyðinga sem
höfðu aldrei séð Palestínu, hvað
þá búið þar.”
Skyndilega sá Abdúllah Lilí
aðeins sem Vesturlandabúa, sem
óvin. Hann vildi ráða yfir henni
og eiga hana. Hann hafði lengi
neitað að viðurkenna það fyrir
sjálfum sér að hann hafði orðið
blindur af ást á evrópskri konu.
Abdúllah leit aðeins á það sem
veikleika og bresti í sjálfsvörn
sinni. Hann óttaðist heitar og
einlægar tilfinningar sínar. Hann
var hræddur við að elska aðra
mannveru eins innilega og hann
hafði elskað litla son sinn. Hann
óttaðist að ef hann elskaði ein-
hvern aftur þá myndi hann einn-
ig glata þeirri ást. Þessar blendnu
tilfinningar gerðu honum gramt
í geði og hann hristi Lilí aftur.
Lilí leit hvasst á hann, dökkar
útlínur vanga hennar bar við
blóðrautt hafið. Hún hrasaði,
fann að hann ýtti henni harka-
lega niður í grunnt, volgt vatnið
í fjöruborðinu. Hún fann
hvernig hann þrýsti sér að henni
í sandinum og þreifaði undir
vota skikkjuna sem hún var í,
rýtti og boraði sér inn í hana —
harkalegur, ruddalegur, þungur,
karldýrslegur án votts af blíðu.
Á eftir settist Lilí upp, renn-
blaut og útötuð í fjörusandi, og
úthúðaði Abdúllah sem hafði
klætt sig úr skikkjunni og ætlaði
að fara að stinga sér í sjóinn.
Þetta var einum of mikið! Einum
of líkt þessum heimskulegu
kvikmyndum sem hún hafði
leikið í — og jafnauðmýkjandi.
Allt í einu var Lilí búin að fá nóg
af því að vera af röngum kyn-
þætti, röngum trúflokki og
röngum megin víglínunnar.
,,Þetta gengur aldrei, er
það?” hrópaði hún. ,,Það er
sífellt verið að núa mér því um
nasir að ég sé þér ekki samboðin,
Abdí, en gerir þú þér grein fyrir
aðalástæðunni fyrir því hvers
vegna þú ert mér ekki samboð-
inn ? ’ ’
Hún barði hnúunum niður !
sandinn. ,,Það skiptir engu máli
hve ástríðufull við erum líkam-
lega I rúminu, þú getur ekki
gefið mér ást þína óskipta.”
Röddin í henni titraði. ,,Við
vitum það bæði að þú getur það
ekki stöðu þinnar vegna — en ég
er ekki viss um að það sé eina
ástæðan.” Hún dró djúpt and-
ann. ,,Málið er það, Abdí, að þú
getur ekki treyst neinum — ekki
einu sinni mér — og þú getur
ekki elskað neina konu ef þú
treystir henni ekki.’’
Það varð þögn. ,,Það er erfitt
að treysta fólki,” sagði hann og
röddin var valdsmannsleg og
fýluleg, „þegar maður veit að
það er sama hvernig maður rækir
starf sitt, það eru alltaf einhverjir
tilbúnir til þess að drepa mann
bara vegna þess að maður gegnir
þessu starfi.”
,,Eg hefði getað drepið þig
þúsund sinnum ef ég hefði ætlað
mér það!” æpti Lilí og strauk
votan hárlokk framan úr sér.
,,Þú vilt ekki gefa rnér hlut-
deild í dýrmætum hluta af
sjálfum þér og mér finnst það
óbærilega sárt og auðmýkjandi. ’ ’
Röddin hljóðnaði en síðan
magnaðist hún aftur. ,,Ég
skammast mín fyrir þennan
hluta af þér — þennan sem
býður þér að afneita mér. Ég
fyrirverð mig vegna þess að ég er
ekki nógu góð fyrir þig af
ástæðum sem eru ekki mín sök.
Það særir mig og ergir að þú
skulir af ásettu ráði halda aftur af
ást þinni á mér.”
,,Það er ekki út af mér sem
þú ert svona reið og sár,” svaraði
Abdúllah. Hann dró Lilí harka-
lega á fætur og skipti kænlega
um umræðuefni eins og karl-
menn gera svo oft þegar konur
komast nálægt sannleikanum.
,,Þú ert svo reið og sár, Lilí,
vegna þess, eins og þú hefur oft-
sinnis sagt mér, að þú veist ekki
hver þú ert og þú vilt að ástin
geri líf þitt einhvers virði, gefi
því eitthvert gildi.”
Hún sá glettnislega fyrirlitn-
ingu I augunum á honum eins
og hann væri að hlusta á
óþekktarkast í krakka.
,,Það er rétt,” sagði Lilí, ,,ég
var það.” Hún var hissa á sjálfri
sér að nota þátíð.
Abdúllah var ergilegur. ,,Þið
Vesturlandabúar eruð alltaf að
leita að sjálfum ykkur, vitið
aldrei hver þið eruð í raun og
veru. Ef þig langar í alvöru að
komast að því, af hverju reynir
þú þá ekki að komast að því í
stað þess að vera alltaf að tala um
það?”
,,Allt í lagi,” sagði Lilí. ,,Ég
skal gera það.” Hún dró úln-
liðina úr greipum hans og hljóp
burtu frá honum, eftir hvít-
bryddaðri fjörunni við
dökknandi hafið.
ELLEFTI HLUTI
— 58 —
Um leið og fjölmiðlarnir
fregnuðu að Lilí væri komin til
Parísar sátu fréttamenn um íbúð
hennar. Þeir hertóku bygging-
una á móti svefnherbergis-
glugganum hennar og komu
fyrir aðdráttarlinsum I hverjum
glugga og síminn var aldrei I
sambandi. Þetta var umsáturs-
ástand og enn einu sinni mátti
Lilí berjast við vanlíðan og
auðmýkingu. En í þetta sinn
fann hún einnig til reiði og van-
þóknunar.
,,Ég veit að ég gerði það eina
rétta,” sagði hún við Zimmer
þegar þau sátu fyrir framan arin-
inn. . . Ég gerði mér allt í einu
ljóst að fólkið fjandskapaðist við
mig og ég varð að slíta samband-
inu við Abdúllah. Því lengur
sem ég hefði verið þarna því
sárara hefði það orðið.” Hún
kastaði aftur höfðinu og sagði:
,,Mér fannst að í fyrsta skipti á
ævinni réði ég ferðinni í lífi
mínu. Ö, Zimmer, þú trúir ekki
hvað ég var örvæntingarfull, hve
mér leið hræðilega illa — og
líður enn yfir að þurfa að lifa án
Abdúllah. Mér finnst eins og
partur af mér hafi verið slitinn af
og ég sver að ég finn stundum til
líkamlegs sársauka. ,,Hún þrýsti
hendinni að brjósti sér og þagn-
aði stundarkorn. ,,En það ein-
kennilega er að ég hef ekki séð
eftir því eitt andartak. Ég er stolt
64 Vikan 48* tbl.