Vikan


Vikan - 04.12.1985, Qupperneq 66

Vikan - 04.12.1985, Qupperneq 66
sagði hinn ljósmyndarinn um leið og vörðurinn kom aðvífandi með áhyggjusvip. Lilí hjálpaði Simoni á fætur. „Við skulum koma okkur héð- an,” bað hún. ,,Þú færð Ijótt glóðarauga. Því fyrr sem við komum okkur því minna verður frásagnarvert.” Þegar þau voru komin upp í íbúð ' Lilíar lagði hún kaldan bakstur við augað og vatnið úr honum rann niður á skyrtuna hans. ,,Ó, fyrirgefðu!” hrópaði Lilí. „Heyrðu, farðu úr skyrt- unni, farðu í slopp og ég skal gera við rifuna á henni. Nei, nei, ég er mjög hreykin af sauma- kunnáttu minni. Þú sérð ekki hvar gatið var þegar ég er búin. Þú ert ekki sá eini sem getur gert við.” Þjónustustúlkan kom með bakka með kaffí að sófanum þar sem Lilí sat og gerði við skyrtuna á meðan Símon, í hvítum bað- slopp, athugaði bækurnar á gamla skrifborðinu. Hann tók þvælda Larousse alfræðibók. „Zimmer segir að þú sért að læra,” sagði hann. „Lestu nokkra heimspeki?” ,,Nei, guð minn góður,” svar- aði Lilí hlæjandi. ,,Ég er enginn menntamaður.” „Heimspeki er alls ekki bara fyrir menntamenn. Heimspek- ingar leitast við að skilja hvers vegna heimurinn er til og hvern- ig er best að lifa í honum. ’ ’ ,,Ég hef vissulega áhuga á því.” Lilí beygði sig fram og beit tvinnann í sundur með litlu, hvítu tönnunum. ,,Hér er skyrt- an þín, rétt eins og ný. ” ,,Ég hef góða sögu að segja í kvikmyndaverinu á morgun. Það er rétt hjá þér? Það er ómögulegt að sjá hvar rifan var.” , ,Mér var kennt að sauma þeg- ar ég var lítil stelpa,” sagði Lilí og varð allt í einu hrygg. Á mánudagsmorguninn, þeg- ar Símon sagði Zimmer frá því sem hafði gerst, bætti hann við: ,,Hver hefði trúað því að Tígris- Lilí væri saumakona! Það hnussaði í Zimmer. ,,Hún þráir að lifa rólegu heimilislífi. Barnið í Lilí þráir arineldinn í barnaherberginu. En það er að- eins ein hlið á henni, sú sem ekki hefur fengið að þroskast sem skyldi. Lilí er fædd leikkona og hún verður að lifa með það. Þeir hæfileikar krefjast þess að fá að njóta sín. Ef hæfileikarnir eru kæfðir þá kafnar persónuleikinn. Hún verður aldrei hamingjusöm nema fyrir framan myndavélina, hversu vel sem hún saumar. ,,Hún er ótrúlega góð fyrir framan vélina,” samsinnti Sím- on. ,,Það er eins og enginn annar en hún sé á staðnum og samband hennar við linsuna er merkilega náið. Ég veit að ég bý ekki yfír þessum töfrum.” ,,Þér fínnst ekki einu sinni gaman að leika í kvikmyndum, Símon.” ,,Það er rétt, þess vegna geri ég það ekki oft. Ég var tuttugu og fjögurra ára þegar ég vakti fyrst athygli í kvikmynd, fyrir níu árum, en ég vissi að það voru ótal aðrir betri leikarar en ég sem höfðu ekki öðlast svo skjóta frægð.” ,,Þú hefur aldrei kært þig um frægð,” sagði Zimmer. ,,En vit- anlega hefur þú alltaf viljað ná langt.” ,,Ég myndi frekar kalla það að ná árangri. Ég er enn að læra en maður lærir ekkert fyrir framan kvikmyndavélarnar, maður lærir bara fyrir framan áhorfendur. Maður lærir tímasetningar og að afbera leiðindi. Maður fær tafar- laus og óvægin viðbrögð við því sem maður er að gera og maður verður alltaf að laga sig að þess- um viðbrögðum, einn og hjálparlaust. Þess vegna ákvað ég að fyrsta takmark mitt yrði að vera góður leikari. Það skipti meira máli en að græða peninga og fyrir framan myndavélarnar er ekki rétti staðurinn til þess að læra, það er á sviðinu. ’ ’ Seinna um daginn las Símon úr bók fyrir Lilí á meðan þau sátu og borðuðu hamborgara í mat- sölunni. Zimmer veitti því athygli og brosti ánægður með sjálfum sér. Kannski var það þetta sem Lilí þurfti á eftir tveimur óraunverulegum, valda- miklum og hættulegum mönn- um; rólegan, greindan mann sem hafði ekkert meiri áhuga á sjálfum sér en á Lilí, einhvern sem gat valdið því að sýna henni staðfestu um leið og eftirlæti og veitti henni þá uppörvun sem hún þarfnaðist. Símon yrði ekki öfundsjúkur út af frama Lilíar í kvikmyndum. Hann myndi skilja álagið sem honum fylgdi. Hann gæti tekið því að sem leik- kona yrði hún kröfuhörð og það stundum ofsalega, en ekki í sam- bandi þeirra. Hann myndi skilja að hún þarfnaðist meiri verndar og athygli en flestir karlmenn veita konu. Símon gaf Lilí gamla spiladós. Þau voru að hlusta á kristaltæra hljóma franskrar barnagælu. . . Símon tók eftir því að það voru tár í augunum á Lilí. ,,Hvað er að? Finnst þér þetta leiðinlegt?” ,,Ö, Símon, þetta er dásamleg gjöf. Lagið minnir mig bara á. . Hún minntist þess er Angelina ruggaði henni í svefn um leið og hún söng vögguvísu í tunglskin- inu á meðan vindurinn gnauðaði í trjánum fyrir utan. Lilí kveinkaði sér allt í einu. ,,Hvað er að?” spurði Símon óttasleginn. ,,Það er ekkert. . . nema, ég svaf eiginlega ekkert síðustu nótt, það er endajaxlinn. En það lagast við magnýl. Það gerir það alltaf. , ,Af hverju ferðu ekki til tann- læknis?” ,,Ég þoli ekki tannlækna. Þetta lagast.” ,,Nei. Það gerir það ekki, þú færð rótarbólgu.” Símon tók upp símtólið. ,,Ég þekki frábær- an tannlækni. Hann er nágranni minn og hann meiðir þig örugg- lega ekki, því get ég lofað. ’ ’ Það var síðdegis á Saint Sul- pice torgi. Litla torgið með klipptum trjám og fallegu gömlu kirkjunni hafði á sér dimmfjólu- bláan blæ eins og í götumynd eftir Monet. Síðan í stúdenta- óeirðunum 1968 lagði óeirðalög- reglan bílnum sínum alltaf á þessu fallega torgi. Lilí stóð undrandi á tröppum tannlæknastofunnar. Fyrir klukkutíma hafði torgið verið autt en nú var þar troðfullt af ungum námsmönnum sem báru kröfuspjöld og létu ófriðlega. Eftir spjöldunum að dæma voru þeir að mótmæla því að vin- sælum vinstrisinnuðum prófessor hafði verið sagt upp störfum. Enginn veitti Lilí minnstu at- hygli, að nokkru vegna þess að henni svipaði nokkuð til mót- mælendanna. Þegar Lilí var ekki fyrir framan myndavélina var hún eiginlega aldrei máluð og naut þess að geta svipt af sér glansmyndinni og gengið um götur án þess að þekkjast. Hún hafði verið deyfð hjá tannlækninum og var bólgin og tilfinningalaus í framan. Henni fannst hún vera völt á fótunum og henni vöknaði um augu í nöprum vindinum. Hún staulaðist niður tröppurnar og hélt sér í handriðið. Allt í einu var henni ýtt upp að húsveggn- um um leið og ungur maður með gjallarhorn byrjaði að hrópa slagorð og hróp stúdentanna urðu sífellt magnaðri. Lilí reyndi að komast eftir götunni en það var ómögulegt í þessum fjölda og tvisvar hrasaði hún. Lögreglan tók að dreifa sér umhverfis torgið. Áður en Lilí vissi af var hún komin í fremstu línu mótmælendanna og farin að takast á við lögregluþjón. Hún varð fremur reið en hrædd. ,,Hvað á það að þýða að vera að berja þessa krakka? Hættu þessu!” „Þegiðu!” sagði lögreglu- þjónninn og dró hana harkalega á eftir sérí átt að lögreglubílnum sem stúdentunum var fleygt inn í. Lilí streittist af alefli á móti en heyrði í sömu mund vælið í sírenum óeirðalögreglunnar sem nálgaðist. Hún birtist í fullum herklæð- um með skildi, táragas og gúmmikúlur í skotheldum vest- um með gasgrímur. Lilí hélt áfram að takast á við lögreglu- manninn. „Þetta eru mistök,” stundi hún. ,,Ég er ekki stúd- ent.” Hún kastaði höfðinu ögr- andi aftur og trefillinn féll af henni. ,,Mér er alveg sama hver þú ert! Þið eruð óþverralýður!” Hann æpti um leið og Lilí spark- aði í ökklann á honum. ,,Taktu ógeðslegu krumlurnar þínar afmér!” „Djöfullinn! Helvíds ríkin þín,” sagði hann, reif í hárið á henni og tók fram handjárnin. Símon horfði á lætin út um gluggann heima hjá sér um leið og hann hneppti frá sér frakkan- um. Framhald í næsta blaði. \s 66 Vikan 48. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.