Vikan - 04.09.1986, Qupperneq 7
vel af áður en þær eru slegnar af. Þá blæðir
betur úr þeim. Til að byrja með voru notaðar
venjulegar kindabyssur til að aflífa dýrin en
seinna komu byssur með hnalli og eins loft-
byssur. Fyrst skutum við skepnurnar bara á
gólfinu og skárum þær þar en seinna komu
talíur til sögunnar. Eftir að svínunum hafði
blætt út voru þau sett í kar með 62 gráða heitu
vatni og síðan var skrokkurinn skafinn með
hníf. Nautgripirnir voru flegnir með höndunum
og miklu skipti að gera það rétt til að skemma
hvorki húðina né kjötið. Þá var kjötið hengt
upp og tekið í fjóra parta.“
Þetta er það starf sem fylgir slátruninni og
að sögn Sigurbjörns er sami gangur á því og
áður. Tækninni hefur hins vegar fleygt fram
þannig að nú nota menn rafmagnshnífa við
fláninguna og í körunum er sjálfvirkur búnaður
sem skefur svinaskrokkana. „Þetta var erfið
vinna hér áður fyrr en er það ekki lengur,"
segir Sigurbjörn. „Áður þurfti að vinna allt í
höndunum en þessi nýja tækni hefur skilað sér
í léttari vinnu og betra kjöti. Menn fara líka
betur með gripina. Þeir ganga ekki úr holdum
og safna því ekki á sig óeðlilegri fitu. Nú er
sjaldgæft að fá grip sem ekki er góður.“ Að
slátrun lokinni getur kjötið hangið í kæli þetta
10 til 12 daga án þess að á því sjái en þá er úr
því unnið og þess neytt eða það fryst.
Þegar hús Sláturfélagsins milli Skúlagötu
og Lindargötu brunnu fyrir nokkrum árum var
hætt að slátra í Reykjavík. Þarna er nú mót-
taka, geymsla, kjötvinnsla og pökkun. Slátrun
fer fram allt árið í sláturhúsinu á Selfossi, þar
sem flestar myndirnar hér á síðunni eru tekn-
ar, og í smáum stíl á Hvolsvelli, Kirkjubæjar-
klaustri og í Vík.
Stundum hefur því verið haldið fram að dýr
finni á sér þegar hætta vofir yfir þeim, til að
mynda þegar þau eru leidd til slátrunar. Sigur-
björn segir erfitt að segja örugglega til um þetta
en kveður nautin oft sérstaklega erfið viður-
eignar. „Við höfðum stundum hauspoka á þeim.
Annars man ég eftir því óþurrkasumarið 1955
að ég var sendur austur á Hellu þar sem við
slátruðum holdanautum frá Gunnarsholti.
Tveir menn á hestum höfðu rekið þau í mikilli
rigningu niður eftir og veðrið var svo vont að
ákveðið var að þeir svæfu á Hellu yfir nóttina.
Við létum hestana þeirra inn og gáfum öðrum
vatn í fötu sem hefur líklega ekki verið nógu
hrein því hesturinn tók voðalegan kipp. Hann
hefur þá fundið blóðfykt af vatninu."
Við sláum botn í spjallið og þessi góðfúsi
maður, sem gerði slátrun að ævistarfi, hefur
afsannað allar ýktar hugmyndir um slátrara.
Ég spyr hann samt að síðustu hvort þetta sé
ekki að einhverju leyti óviðkunnanlegt starf.
„Mér fannst verst með folöldin. Þetta voru
ekki nema fimm til sex mánaða grey og mjög
spræk þegar maður þurfti að slá þau af. En
þegar maður byrjar að vinna við þetta ,
verður þetta eins og hver önnur vinna.“ |
36. TBL VIKAN 7