Vikan

Eksemplar

Vikan - 04.09.1986, Side 9

Vikan - 04.09.1986, Side 9
Texti: Elín Bára Magnúsdóttir Mynd: Arna Kristjánsdóttir Vímulaus æska: Því fyrr því betra I marsmánuði á síðastliðnum vetri var boðað til almenns fundar foreldra í Reykjavík og ná- grenni. Fundarboðendur voru SÁÁ, Lions- hreyfingin á íslandi og Samtök foreldra- og kennarafélaga grunnskóla. Markmið fundarins var að ræða til hvaða aðgerða foreldrar geta gripið gegn aðsteðjandi vá eiturlyfjanna. Kjör- orð fundarins var Vímulaus æska - forvarnir hefjast heima. En á fundinum voru síðan stofn- uð foreldrasamtök með þessu sama heiti. Samtökin eru nú að fara af stað með væntan- lega starfsemi sína og verður fyrsti fundurinn haldinn þann 20. september þar sem lagt verður á ráðin hvað gera skuli á komandi vetri. Við fengum Ómar Ægisson til þess að spjalla við okkur um fyrirhugaða starfsemi samtakanna en Ómar er starfsmaður þeirra auk þess sem hann gegnir starfi fræðslufulltrúa hjá SÁÁ. „Hugmyndin að stofnun þessara samtaka fæddist hérna hjá okkur í SÁÁ. Við komumst að raun um að það vantaði aðalhlekkina í for- vörnum, foreldrana sjálfa. Við höfum verið með fræðsluprógramm í skólunum og fundum að mikil þörf var á að foreldrarnir sjálfir tækju þátt í forvörnunum. Við teljum það vera grunn- inn að öllu forvarnastarfi að foreldrarnir taki þátt.“ Hver var aðdragandinn að stofnun samtak- anna? „Aðdragandinn að stofnun samtakanna var sá að við fengum boð um ráðstefnu í Bandaríkj- unum. SÁÁ sá um að senda fjóra fulltrúa þangað, mig, Boga Arnar Finnbogason, Ragn- heiði Guðnadóttur og Birgi Ásgeirsson sóknar- prest. í Bandaríkjunum hafa álíka samtök náð mjög góðum árangri. Við komum heim reynsl- unni ríkari og ákváðum að stofna samtök. Það fyrsta sem við gerðum var að boða til almenns fundar og voru undirtektirnar mjög góðar. For- eldrarnir spurðu mikið og virtust hafa mikinn áhuga á þessu starfi. Þá vorum við með sjón- varpsþátt í beinni útsendingu í maí þar sem mönnum var gefinn kostur á að skrá sig í sam- tökin. Og eins og menn muna skráðu sig hvorki meira né minna en 8200 manns. Þessi þáttur vakti mikla athygli. I honum voru viðtöl við foreldra sem áttu krakka í fíkniefnum, foreldra sem áttu krakka sem höfðu tekið sig á og ungl- inga. Og svo fléttuðust skemmtiatriði inn í þetta. Þetta var að mínu mati mjög góður þátt- ur og við náðum tilgangi okkar því það var mikið spjallað um þennan þátt eftir á.“ Eruð þið farin að móta einhverja stefnu- skrá? „Það er verið að vinna drög að lögum og markmiðum samtakanna sem verða síðan borin upp á stofnfundinum í september. Markmiðið er að fá foreldrana til þess að vinna í þessum málum. Foreldrarnir eru þeir aðilar sem tengj- ast börnunum best og ættu að geta gripið inn í ef eitthvað bjátar á. Og því fyrr því betra. Það er mjög mikilvægt að foreldrar hafi gott sam- band við börnin sín og fái til dæmis fræðslu um uppeldi. Það er nefnilega svo skrítið að foreldrar fá hvergi fræðslu um það hvernig þeir eigi að ala börnin sín upp. Einnig vantar alia fræðslu í sambandi við fíkniefni, áhrif þeirra og afleiðingar." - Nú eru þessi samtök í tengslum við SÁÁ, en eru það ekki aðallega fíkniefnin sem eru hættuleg fyrir unglingana? • „Nei, áfengið er númer eitt. Þau byrja öll í áfenginu og síðan leiðast þau út í önnur og sterkari efni. Ég hef enn sem komið er engar tölur í höndunum en það er yfirgnæfandi meiri- hluti sem byrjar í áfenginu. Og þegar við tölum um vímulausa æsku eigum við líka við áfengi. Áfengi er mikið vandamál hjá unglingum í dag og þau eru alltaf að aukast, vandamálin sem tengjast kannabisefnum og amfetamíni. Neysl- an eykst stöðugt og það er fyrst og fremst það sem við foreldrarnir höfum áhyggjur af. Allir þeir sem vinna að unglingamálum finna mikið fyrir þessu vandamáli, eins og útideildin, ungl- ingaráðgjöfin og Rauða kross heimilið. Þörfin fyrir einhverjar aðgerðir er því vissulega mik- il. Við leggjum áherslu á forvarnir; að byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í hann.“ Hvernig ætlið þið að virkja foreldrana í þessu starfi? „Foreldrar hafa mikið leitað til okkar hjá SÁÁ og standa algjörlega ráðalausir gagnvart vandanum. Þeir þekkja ekki einkennin og vita ekki hvernig þeir eiga að bregðast við. Málið er að virkja foreldrana og ég held að svona foreldrasamtök geti breytt ansi miklu. Það við- horf hefur löngum verið ríkjandi að lögreglan eigi að gera eitthvað, SÁÁ, sérfræðingar eða stofnanir. Foreldrar hafa viljað ýta þessu við- horfi til hliðar og sagt: ábyrgðin er okkar. Við höfum hugsað okkur að koma upp hópum bæði hér í Reykjavík og úti á landsbyggðinni. Hóp- arnir myndu síðan vinna saman að vandamál- inu, fræðast um málið og leita úrbóta. Síðan gæti hver hópur haft mótandi áhrif á aðgerðir síns bæjarfélags því að foreldrahópar geta miklu meira gert en bara eitt foreldri. Svona hópur gæti einnig þrýst á forráðamenn í skólum að hefja forvarnastarfið miklu fyrr en nú er gert.“ 36. TBL VIKAN 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.