Vikan - 04.09.1986, Side 14
sem hann innbyrðir. Edison gerði sömu
uppgötvun fyrir hundrað árum. Hugsunin
er jafnvel skýrari en venjulega, líkaminn
starfar vel, getur verið að orkan úr einu
glasi af tómatsafa geri svona mikið? Nei,
líkaminn hlýtur að ganga á forðabúrið.
Mér sýnist skvap mitt enn á undanhaldi,
ég er rjóður í framan og mér er heitt.
Vinir mínir segjast sjá á mér mun, ég sé
einhvem veginn öðmvísi í framan. Ég
sofna sæll. Ennþá er mér sama um mat
en ég get ekki varist tilhlökkun vegna
þess sem koma skal, ég hlakka til að borða
MAT. 67 kíló.
Sjötti dagur:
Kenningin stenst, matur er bara gamall
Sjöundi dagur:
Ég vakna slæptur, hef sofið í tíu tíma.
Ég er með harðsperrur, sérstaklega í fót-
unum, og beinverkimir em enn til staðar.
Ég skreiðist í bað og hrein föt, svo byrjar
veislan, banani og mjólk. Mjólkin er alveg
ótrúlega bragðgóð og seðjandi og ég narta
og japla á banananuni, lengi lengi. 15
mínútum síðar gerist það. Líkt því að
óskýranleg orkusprenging gerist innan í
mér, harðsperrumar og beinverkimir
horfnir, athyglin á hundraði á ný, ég glað-
vaknaður og líkaminn til í allt. Þvílík
orka kemur úr einum banana og mjólkm'-
glasi, þetta dugar mér í dag. Svo er ég
saddur, ekki er nú maginn stór. Orku-
sprengingin endurtók sig í hádeginu og
Lagt á borð á kínverskum dúk. Maturinn er iburðarminni en umgjörðin. Fæðið hina tvo eiginlegu föstu-
daga, vatn, salt og sitrónusafi.
kækur, ég kemst allavega vel af án hans.
Grænmetissúpa í hádeginu og líkaminn
starfar eðlilega. Eitthvað er hjartsláttur-
inn veikari en venjulega, fer mér hægt í
dag. Já, kenning mín stenst, maðurinn
þarf ekki allan þennan mat. Við erum
alltaf kúkandi honum. Ég hef ekki losað
mig við úrgang í fjóra daga, nýtingin hlýt-
ur að vera þetta góð. Hugsunin er furðu-
lega skýr, ég er í góðu andlegu jafhvægi,
ekkert stress. Ég fæ alls kyns skrítnar
hugmyndir og ímyndunaraflið hefur sjald-
an verið eins virkt. Gaman ef þetta ástand
héldist. Undir kvöld var farið að slá af
mér, þreyta og syfja. Er forðabúrið að
gefa sig? Beinverkimir, sem ég fékk á
öðrum degi, koma aftur ásamt megnum
hausverk. Þetta fer að verða búið. 66,5
kíló.
ég hressari en nokkru sinni. Aldrei áður
hef ég fúndið svo áþreifanlega fyrir nær-
ingar- og orkugildi matarins. Mér líður
alveg ljómandi vel, hreint frábærlega vel,
bæði á líkama og sál. En mikið hlakka
ég til ekki á morgun heldur hinn, kjúkl-
ingaveisla hjá mömmu. Ég er aftur farinn
að hugsa um mat, endumýja matarboð
mín og skipulegg matseðilinn alla næstu
viku. Bráðum fæ ég súkkulaði. Ég sofha
bara nokkuð ánægður með sjálfan mig,
þykist hafa staðist eldraun. 66 kíló.
Áttundi dagur:
Áfram er ég stálsleginn en á fullt í fangi
með að innbyrða allan þennan mat. Fyrstu
hörðu hægðimar í viku, svitinn er að
minnka. Þvagið er enn súrt, ótrúleg
óhreinindi hljóta að safhast innan á „rör-
ið“. Ég þyki ennþá andfúll. Ég er saddur
eftir morgunverðinn, saddur eftir hádegið,
maginn tekur varla við öllu þessu. Ég
sofha með þungan maga en líður annars
ágætlega. Þá er þetta búið. Ég finn samt.
greinilega að ég má hvorki horða hvað
sem er né of mikið næstu daga. Ég hugsa
mikið um normalbrauð með osti, pitsur
og pöstur, fisk í ofhi, en er ekkert sérlega
spenntur fyrir kjöti, finnst það á einhvem
hátt ekki gimilegt, blóð og allt það. Mag-
inn er ennþá nokkuð þungur, það hlýtm’
að lagast. Ég er alveg óendanlega feginn
að þessu er lokið. Ég er samt ánægður
að hafa gengið í gegnum föstu og staðist
hana. Mér finnst ég líta betur út, er stál-
sleginn og engir aukakvillar, svo sem
syfja, slappleiki, höfuðverkur eða þreyta,
mér líður bara ljómandi vel í alla staði.
Vonandi bý ég að þessu um nokkurt skeið.
P.S. Níundi dagur:
Græðgin kemur upp. í kjúklingaveislu
mömmu kunni ég mér ekki læti. Ég borð-
aði of mikið og þvílík þyngd sem því fylgdi.
Ég lagðist hreinlega út af og gat ekki
meir, þreföld sú tilfinning sem maður fær
oft eftir sunnudagssteikina. Maginn starf-
ar ekki enn með fullum afköstum svo ég
má vara mig. Næstu daga hélt ég mig ffá
kjöti, borðaði hóflega af fiski og græn-
meti og öllu öðm, fékk heilmikið út úr
einu súkkulaðistykki, naut þess á allt
annan og dýpri hátt en áður. Einnig át
ég döðlur vegna meltingarinnar og smám
saman hvarf steinninn úr maganum.
ANDLEG OG LÍKAMLEG HREINSUN?
Fastan var góð reynsla, ég er hressari
á eftir, andlega og líkamlega, morgunsyfj-
an er til dæmis mun minni og líkamlegt
úthald meira. Ég fylgist líka betur með
því sem ég læt ofan í mig og er ekki étandi
í tíma og ótíma eins og áður. Ég borða
þó áfram kjöt, annað stóð heldur ekki til.
Ég þyngdist fljótt aftm’, er 68 til 69 kíló,
sem sennilega er mín kjörþyngd. Fastan
er engin megrunaraðferð, þó töluvert
gangi á forðann, þar er fyrst og fremst um
vökvatap að ræða.
Ég er til í að trúa því að einhver hreins-
un á líkamanum hafi átt sér stað, hvort
sem hún er nauðsynleg eða ekki. Ég skrifa
ekki undir það að fasta sé bábiljur einar.
Já, ég er ekki ffá því að fasta sé holl. Á
mér varð þó alls ekki nein gjörbylting,
muninn fann ég best á meðan á þessu stóð.
Fastan var þolraun fyrir mig og góð
reynsla en alls ekkert æði ef einhverjum
dettur það í hug. Það er ekki mögulegt
að miðla þeÚTÍ reynslu, til þess er hún of
sérstök og tilfinningin sem henni fylgir
ólík öllu sem ég hef reynt. Ég ætla mér
að endurtaka hana einhvem tíma, en ekki
í bráð.
14 VIKAN 36. TBL