Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 04.09.1986, Qupperneq 18

Vikan - 04.09.1986, Qupperneq 18
Umsjón: Sigrún Ása Markúsdóttir Skiptar skoðanir Ber að afnema tekjuskattinn? í ár lagðist tekjuskatturinn með miklum þunga á skatt- hann ranglátur." „Tekjuskatturinn gerir flesta að há- greiðendur. Mörgum þótti það súrt í broti, minnugir tekjumönnum,“ segja aðrir. „Hann ber að afnema." Enn þess að Sjálfstæðisflokkurinn lofaði að afnema skattinn aðrir fara varlegar í sakirnar. Er afnám raunhæft? ef hann kæmist í stjórn. Rennur ríkið á rassinn? Hvað kemur í stað tekjuskatts? Tekjuskatturinn vekur úlfúð. „í skjóli hans maka Að þessu sinni skiptast nokkrir valinkunnir einstakl- stóreignamenn krókinn,“ segja sumir, „þess vegna er ingar á skoðunum um tekjuskattinn. Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður „Tekjuskatturíim erfyrstog fremst launamannaskattiiE' Meginástaeður þess að afnema ber tekjuskattinn eru þessar: 1) Tekjuskatturinn er fyrst og fremst launamannaskattur og nær ekki því markmiði að vera tekju- jafnandi. Að einhveiju leyti jafnar hann þó tekjuskiptinguna inn- byrðis milli launþega en alis ekki þegar á heildina er litið. 2) Tekjuskatturinn leggst með miklum þunga á tiltölulega lítinn hóp, einkum launþega. Alagning 1986: 13% framteljenda greiddu 67% af tekjuskattinum. 3) Götótt skattkerfi og alls konar ívilnanir, einkum til fyrirtækja og einstaklinga í atvinnurekstri, leið- ir til þess að stór hópur þeirra betur settu sleppur með lítinn eða engan tekjuskatt. 4) Gífurleg skattsvik (áætluð 6,5 milljarðar á árinu 1985) eru meðal annars ástæða þess að skattar lenda með meiri þunga á þeim sem skilvíslega greiða sína skatta. 5) Tilhneiging stjómvalda til að hækka beina skatta sem ekki mæl- ast í vísitölunni (skattahækkunin nú notuð til að halda niðri laun- um). 6) Ástæða er til að ætla að tekju- skatturinn hafi þau áhrif að vera vinnuletjandi þegar stór hluti af meðaltekjum launafólks lendir í efsta skattþrepi. Rökstutt skal nánar að hér sé fyrst og fremst um launamanna- skatt að ræða og að hann lendi fyrst og fremst á launafólki með miðlungstekjur. Ástæða er til að ætla að hér sé um að ræða launa- fólk með tiltölulegar lágar dag- vinnutekjur en verulegur hluti launanna fáist með mikilli eftir- og Jóhanna Sigurðardóttir. næturvinnu. Álagning 1985 er lögð til gmndvallar þar sem ekki liggja fyrir tölur fyrir yfirstandandi ári. I efsta skattþrepi (tekjuskatts- stofri yfir 400 þúsund á árinu 1985) lentu 20 þúsund manns af tæplega 173 þúsund framteljendum eða um 11,5%. Greiddu þeir 64,8% af álögðum tekjuskatti á árinu 1985 eða rúmlega 2,5 milljarða. Tekjuskattsstofn 750 þúsund eða meira: Kvæntir karlar: 1841 Giftar konur: 30 Einstaklingar: 255 Einstæðir foreldrar: 19 Samtals 2145 Fleira skal hér tíundað til stað- festingar því að tekjuskattur sé fyrst og fremst launamannaskatt- ur. Ef litið er á álagningu fyrir árið 1986 vegna tekna 1985 kemur eftir- farandi í ljós. Meðaltekjur laun- þega voru rúmlega 351 þúsund krónur á árinu 1985. Reiknuð laun hjá sjálfstæðum atvinnurekendum voru þá samkvæmt skattframtali að meðaltali rúmlega 214 þúsund krónur. Ljóst er einnig að stór hluti framteljenda, einkum sjálfstæðir atvinnurekendur, geta í skjóli göt- ótts skattakerfis ákveðið sjálfir hvað greitt er til samfélagslegra þarfa. Sama gildir um ýmsa þjón- ustuaðila sem einhliða ákveða gjaldskrár sínar og verðtaxta án opinbers eftirlits og geta sjálfir ákveðið bæði laun sín og tekjur og hvað greitt er í sameiginlegan sjóð landsmanna. Illa hefur einnig verið búið að skattaeftirlitinu sem ekki hefur haft aðstöðu til að halda uppi virku eftirliti með flóknari framtölum bæði fyrirtækja og ein- staklinga í atvinnurekstri. Afleið- ing þess er sú að skattaeftirlitið beinist einkum að einfaldari fram- tölum, það er launamannafram- tölum, en á undanförnum árum hefur einungis innan við 1% fram- tala fyrirtækja og einstaklinga í atvinnurekstri fengið ítarlega skoðun hjá skattaeftirlitinu. Það hefur enn aukið á tilhneigingu til skattaundandráttar. Auk þess eru skattsektir lágar og dómskerfið seinvirkt í skattsvikamála. Af því sem hér hefur verið lýst er einsýnt að í tekjuskattinum felst argasta óréttlæti og það ber að af- nema hann, eins og Alþingi hefur þegar ályktað. Tekjuskattsstofn Fjöldi Tekjuskattur Hlutfall af álögðum tekjuskatti 1985 400-750 þúsund 17852 1868millj. 47% 750 þús. og yfir 2145 719millj. 18% 19997 2587 millj. 65% 18 VIKAN 36. TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.