Vikan - 04.09.1986, Síða 22
Umsjón: Hilmar Karlsson
K A !\
Mynd vikunnar
HRYÐJUVERKIBANDARÍKJUNUM
UMSATRIÐ (UNDER SIEGE)
Leikstjóri: Robert Young.
Aðalleikarar: Peter Strauss, Hal
Holbrook, Victoria Tennant og E.G.
Marshall.
Sýningartimi: 165 mín. (2 spólur).
Eins og flestum er kunnugt hefur
hryðjuverkastarfsemi hinna ýmsu
öfgahópa nær eingöngu verið iðk-
uð í Evrópu þótt hryðjuverkin hafi
óbeint beinst að Bandaríkjamönn-
um. Sjálf Bandaríkin hafa að mestu
sloppið við hryðjuverk á heima-
slóðum, en það gæti verið tíma-
spursmál hvenær það breytist.
Umsátrið byggist á ímyndaðri
hryðjuverkastarfsemi i Bandaríkj-
unum. Byrjunaratriði myndarinn-
ar er eftirlíking af atburði í Beirút
þegar herflutningabíll, fullur af
sprengiefni, sprakk í bandarískri
herstöð og varð fjölda hermanna
að bana. Nú er sviðið aftur á móti
herstöð í sjálfum Bandaríkjunum.
Það kemur því til kasta FBI að
rannsaka hverjir eiga sök á þessum
verknaði. Peter Strauss, sem leikur
yfirmann FBI, vill fara varlega í
sakirnar og láta rannsaka málið.
Aðrir innan ríkisstjórnarinnar og
yfirmaður CIA vilja kenna Irönum
um atburðinn og vilja tafarlaust
★ ★ ★
gera loftárás á landið. Staða yfir-
manns FBI versnar eftir því sem
hryðjuverkunum fjölgar og um
tíma lítur út fyrir að hann hrökkl-
ist frá og hinir stríðsglöðu fái
yfirhöndina.
Forsetinn er aftur á móti ekki
sannfærður og þegar FBI kemst
yfir þær upplýsingar að hryðju-
verkahópurinn samanstandi af
fólki frá mörgum þjóðum frestar
hann árásaraðgerðum um tíma.
Umsátrið er hin ágætasta
skemmtun, pólitískur þriller sem á
sínar raunsæju hliðar þótt á köfl-
um sé söguþráðurinn í þynnra lagi.
Peter Strauss fer einkar vel með
hlutverk yfirmanns FBI og hefur
maður á tilfinningunni að sá yfir-
maður sé einum of manneskjulegur
fyrir þetta starf. Fyrir þá sem hafa
gaman af spennumyndum um póli-
tískt efni er Umsátrið hin besta
skemmtun.
SWEET
DREAMS
★ ★★
Leikstjóri: Karel Reis.
Aðalhlutverk: Jessica
Lange og Ed Harris.
Sýningartími: 111 min.
Sweet Dreams segir frá ferli og örlögum hinnar
vinsælu sveitasöngkonu, Patsy Cline. Hún náði
að verða ein allra vinsælasta söngkonan vest-
anhafs áður en hún lést í flugslysi á hátindi
ferils síns.
Jessica Lange leikur söngkonuna á eftir-
minnilegan máta. Lýsir hún vel skapgerð
þessarar konu sem mátti allan sinn söngferil
búa við afbrýðisemi hjá eiginmanni sínum sem
braust út í því að hann hélt fram hjá henni og
barði hana af minnsta tilefni. Það er Ed Harris
sem leikur eiginmanninn og þrátt fyrir ágætan
leik fellur hann í skuggann af stjörnuleik
Lange.
Það sem gerir myndina kannski enn áhrifa-
meiri en ella er að notaðar eru upprunalegar
upptökur með Patsy Cline og áhorfandinn er
sér vel meðvitandi um áhrifamikla rödd söng-
konunnar. Það er alveg ótrúlegt hversu vel
Jessicu Lange tekst að herma eftir án þess að
syngja.
AMERICAN
DREAMER
★ ★ ★
Leikstjóri: Rich Ros-
enthal.
Aðalhlutverk: Jobeth
Williams, Tom Conti og
Giancarlo Giannini.
Sýningartimi: 105 min.
í þessari makalausu gamanmynd leikur Jobeth
Williams bandaríska húsmóður sem vinnur til
verðlauna fyrir að senda bestan söguþráð um
uppáhaldsskáldsögupersónu sína sem er leyni-
lögreglukona. Verðlaunin eru ferð til Parísar
þar sem hún mun fá tækifæri til að hitta höf-
und skáldsagnanna.
Hún er ekki fyrr komin til Parísar en hún
lendir fyrir bíl og rotast. Þegar hún vaknar upp
heldur hún að hún sé skáldsögupersónan. Það
er ekki sökum að spyrja, hún setur allt á annan
endann í tískuverslunum, hótelum og í raun
alls staðar þar sem hún kemur. Hún hittir fyr-
ir á hóteli einu ungan mann sem er sonur
rithöfundarins og heldur hann aðstoðarmann
sinn. Þau lenda saman í miklum ævintýrum
áður en hún gerir sér grein fyrir að hún er
aðeins venjuleg bandarísk húsmóðir.
Jobeth Williams og Tom Conti fara á kostum
í þessari ágætu gamanmynd sem þrátt fyrir
gæðin hefur ekki verið sýnd í kvikmyndahúsum
höfuðborgarinnar enn sem komið er. American
Dreamer er mynd sem allir geta skemmt sér yfir.
THESURE
THING
★ ★ ★
Leikstjóri: Rob Reiner.
Aöalhlutverk: John
Cusack, Daphne
Zunica og Viveca Lind-
fors.
Sýningartimi: 94 mín.
The Sure Thing fjallar á gamansaman hátt um
ungan námsmann sem dreymir um að komast
úr kuldanum í New York til Kaliforníu þar sem
hann er viss um að sín bíði draumadís. Hann
ákveður að bregða sér í jólafríinu í heimsókn
til kunningja síns í Kaliforníu. Ferðafélagi
hans er ung stúlka sem hann hafði orðið hrif-
inn af en hún hefur hingað til látið sem hann
sé ekki til. Hún fer til Kaliforníu til að hitta
unnusta sinn.
Samskiptaerfiðleikar hrjá unglingana til að
byrja með en það lagast nú allt á langri og
viðburðaríkri ferð. Þegar til Kaliforníu kemur
skilja leiðir þeirra til að byrja með en ferðin
hefur haft þau áhrif á þau bæði að þeim gengur
erfiðlega að komast í samband við vini og kunn-
mgja...
The Sure Thing er virkilega vel gerð og
skemmtileg kvikmynd og eiga aðalleikararnir,
John Cusack og Daphne Zunica, ekki svo lítinn
þátt í því.
22 VIKAN 36. TBL