Vikan


Vikan - 04.09.1986, Page 31

Vikan - 04.09.1986, Page 31
við störfum á eigin vegum en fáum þar alla aðstöðu. Á vegum klúbbs- ins eru haldnir fundir um ljós- myndun á fimmtudagskvöldum og á vetuma eru haldin námskeið.“ - Hvað finnst þér svo skemmti- legast að mynda? „Mér finnst gaman að taka skíða- og landslagsmyndir því að ég fer oft á skíði. Skemmtilegast er þó að hitta á óvænt atvik eins og þeg- ar einhver er að detta ofan í vatn og svoleiðis. Og leiðinlegast er að taka myndir af vinum og vanda- mönnum en ég er oft beðinn um að gera það.“ - Nú eru þessar myndir af skáta- mótinu. Ertu skáti? „Já, ég er í skátafélaginu Kópum í Kópavogi. Ég er búinn að vera þar síðan ég var sjö ára gamall enda af miklu skátafólki kominn. Ég fór að sjálfsögðu á landsmótið en það tókst ofsalega vel og var gott mót.“ - Finnst krökkum á þínum aldri skátastarfið spennandi? „Það eru nú ekki margir af mín- um skólafélögum í skátunum en ég held að það séu eitthvað á bil- inu sjötíu til hundrað krakkar skráðir í Kópa svo að það virðist vera töluverður áhugi á þessu. Mér finnst félagsskapurinn vera það mikilvægasta í skátunum. Á lands- mótinu sá maður ekki vín á einum einasta manni en það kann ég vel að meta. Og þetta er umfram allt góður og skemmtilegur félags- skapur.“ Koddaslagur á spýtu er mjög vinsæl keppnisgrein á landsmótum. Skyldi hann hafa dottið? Á landsmótinu lóku skátarnir þátt í keppni af ýmsu tagi. Hér er keppt i skíðagöngu eða öllu heldur spýtugöngu. Á milli þess sem keppt var tóku sumir sig til og lágu í leti. 36. TBL VI KAN 31

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.