Vikan - 04.09.1986, Page 39
máttarkennd og þeirri tilfinningu að mönnum sé
hafnað. Fælnina verða menn þó að taka föstum
tökum. Snúðu vöm í sókn, hringdu sem oftast, í
sem flesta! Þó er símafælnin oft á tíðum tengd
óskemmtilegri reynslu manna af símtækinu.
Hranaleg tilsvör draga kjark úr mönnum og
hræðslutilfinning magnast ef skellt er á.
Árið 1915 kom Elektron, forveri Símablaðsins,
út í íyrsta sinn. Meðal efnis var grein sem hét
„Hvemig talsímameyjar eiga að vera“. Sam-
kvæmt greininni töldust meyjamar ekki góðar
nema þær væm hraustar, handfljótar, kurteisar,
geðgóðar, viðmótsþýðar og hjálpfúsar. Þá var
lögð áhersla á að símnotendur væm hvorki
mddalegir, tillitslausir eða ffekir heldur sýndu
meyjunum kurteisi og lipurð......þvi þótt þær
vinni eins og vélar, em þær samt lifandi verur
með tilfinningu."
Nú heyra símameyjar sögunni til og fæstir líkja
samborgurum sínum við vélar en enn má ítreka
mikilvægi prúðmennsku og kurteisi í skiptum
gegnum síma.
Nokkrar nýjungar
Þróun fjarskipta er ör. Sífellt verður að hanna
ný tæki til þess að fullnægja breyttum skilyrðum.
Farsímar hafa vakið mikla athygli en ýmislegt
fleira er að gerast í símamálum. I október á þessu
ári kemst á markað þráðlaus sími. Sá er settur
saman úr símtæki og lítilli stjómstöð, hvort
tveggja er þægilegt í flutningi. Þráðlausir símar
hafa þekkst um nokkurt skeið erlendis en ekki
verið leyfðir hér á landi. Ástæðan er sú að gaml-
ar gerðir höfðu opnar rásir. Þráðlausir símar
koma til með að kosta 40.000 krónur.
Símar með hátalarakerfi njóta mikilla vin-
sælda. Þeir em búnir þeim eiginleika að tala má
beint í þá án þess að nota símtól. Þá hefur færst
í vöxt að símar séu útbúnir valminni. Getur slík-
ur sími geymt allt að 50 númer.
Hjá mörgum stærri fyrirtækjum verða menn
að bíða eftir samtali. Fjöldi slíkra fyrirtækja hef-
ur í notkun kerfi, tengt við símann, sem leikur
tónlist meðan viðskiptavinur bíður. Meðal ann-
ars hafa Flugleiðir og Póstur og sími tekið upp
þessa nýbreytni. Hér á landi hafa möguleikar
áðumefnds kerfis ekki verið nýttir nema að litlu
leyti. Erlendis er það mikið notað til þess að
Qytja auglýsingar og alls kyns upplýsingar.
Sé rýnt í símablöð má sjá ýmislegt sem vekur
íhuga. Til er sími sem nemur orð. Sérstakt inn-
jyggt kerfi tekur við þeim og velur númerið sem
stendur að baki. Segjum sem svo að einhver þurfi
á hjálp lögreglu að halda. Hann man ekki númer-
ið en kallar orðið í tækið og síminn velur 10200.
Að vísu er orðaforði svona síma nokkuð takmark-
aður, hann er bundinn við 20 orð.
Nýlega kom á markaðinn sími sem er rauðgló-
andi í orðsins fyllstu merkingu. Á honum er lampi
sem við hringingu sendir eldrauða geisla í allar
áttir.
Síðast en ekki síst má nefna myndsímann.
Myndsíminn er ekki ný uppgötvun, hann var
fyrst kynntur 1964. En þetta er dýrt tæki og hef-
ur ekki hlotið útbreiðslu. Nú fyrir skömmu kom
á markaðinn tegund sem betra er að beita og er
á allan hátt fullkomnari en sú fyrri. Símanum
fylgir lítill skjár sem á birtist mynd af viðmæl-
anda og þeim sem hringir. Þetta eru svarthvítar
myndir. Venjulegar símalínur flytja myndimar
en það tekur tvær til sex sekúndur að birta þær
á skjánum. Gera ffamleiðendur sér vonir um að
neytendur taki þessari tegund vel.
Talsímamær. ÆUi þessi hafi verið hraust, handfljót, geðgóð, kurteis, viðmótsþýð og njaiprusv
dyttaði að glugga. Ekkert virtist raska ró hans
en skyndilega rauf hvell hringing himneskan ffið-
inn. Síminn hélt áffam án afláts. Samviskusaman
karlinn greip mikið fát, símanum varð hann að
svara. Hann þaut af stað en gleymdi stiganum.
Ferðin endaði í blómabeði. Hann komst aldrei
að því hver hringdi, aftur á móti stóð veslingur-
inn á hækjum nokkra mánuði og bellisamir
blómstmðu ekki meir það sumarið.
Símafælni
Símafælni er jafnalgengt fyrirbrigði. Margir
eiga í ótrúlegustu erfiðleikum með að tala í síma.
Menn, sem að jafnaði kalla þó ekki allt ömmu
sína, staulast að símtækinu og dmsla því upp að
eyra. Ef svo illa vill til að einhver svarar kemst
erindið aldrei almennilega til skila. Hiksti, stun-
ur, stam og önnur annarleg hljóð koma í veg
fyrir það. Símafælni er yfirleitt tengd feimni, van-
Wm
Þráðlaus simi. Tækið kemur á markaöinn i október.
36. TBL VIKAN 39