Vikan

Útgáva

Vikan - 04.09.1986, Síða 52

Vikan - 04.09.1986, Síða 52
Sakamálasaga eftir Agöthu Christie Leyndardómur veiðikofans „Ætli ég lifi þetta ekki af,“ muldraði Poirot. Mér fannst þessi setning ljóma af bjartsýni miðað við að það var sárþjáður inflúensusjúkl- ingur sem talaði. Reyndar hafði ég sjálfur veikst fyrst af þessari pest og nú var röðin komin að Poirot. Hann sat í rúminu sínu og hafði hlaðið koddum og púðum allt í kringum sig. Hann var með ullarsjal vafið um höfuðið og sötraði eitt- hvert baneitrað seyði sem ég hafði bruggað handa honum eftir hans eigin fyrirsögn. Poirot horfði með ánægjusvip á snyrtilega röð af lyQaglösum sem stóðu á arinhillunni. „Já, já,“ hélt hinn smávaxni vinur minn áfram. „Ég næ mér aftur og verð á ný hinn hræðilegi Hercule Poirot, skelfir allra illvirkja. Hugsaðu þér, kæri vinur, hér er klausa um mig í slúðurdálki eins dagblaðanna: Glæponar, grípið tækifærið. Nú getur leynilögreglumeist- arinn Poirot ekki haft hendur í hári ykkar því að hann er með flensu." Ég hló: „Ágætt, Poirot. Þú ert að verða vel þekktur. Þú ert líka heppinn því að það hefur ekkert sérstakt gerst meðan þú hefur legið.“ „Rétt er það. Þessi fáu mál, sem ég hef verið beðinn um að leysa, hafa verið svo ómerkileg að ég hef ekki haft nokkurt samviskubit þótt ég hafnaði þeim.“ Konan, sem við leigjum hjá, rak höfuðið inn úr dyrunum. „Það er maður niðri sem segist þurfa að hitta annaðhvort hr. Poirot eða Hastings höfuðs- mann og þar sem hann leit út fyrir að vera heiðursmaður þá tók ég við nafnspjaldi háns.“ Hún rétti mér bréfspjald. „Hr. Roger Havering," las ég. Poirot benti með höfðinu í áttina til bókahill- unnar og ég náði í „Hver er maðurinn?" Poirot fletti bókinni. „Yngri sonur barónsins af Windsor. Kvong- aðist árið 1913 Zoe, fjórðu dóttur Williams Crabb." „Hemm,“ sagði ég. „Ég held að þetta sé stúlk- an sem lék hjá Frivolityleikhúsinu. Hún kallaði sig Zoe Carrisbrook. Að minnsta kosti giftist hún einhverjum ungum manni rétt fyrir stríð." „Hefurðu ekki áhuga á því að skreppa niður og athuga hvað hann vill? Segðu honum að ég sé veikur." Roger Havering var um fertugt, líkamlega vel á sig kominn og óaðfinnanlega klæddur, en hann var allur á nálum og leið augsýnilega illa. „Hastings höfuðsmaður. Þér eruð samstarfs- maður Poirots. Það er bráðnauðsynlegt að þér komið með mér til Derbyshire strax í dag. „Það er því miður ekki hægt. Hr. Poirot er veikur, hann er með flensu.“ „Það var nú verra.“ „Er það alvarlegt mál sem þér þurfið að bera undir hann?“ „Guð minn góður, já. Frændi minn, besti vin- ur sem ég hef átt, var myrtur síðastliðna nótt.“ „Hér í London?“ „Nei, í Derbyshire. Ég var hér í borginni í nótt en konan mín hafði samband í morgun og sagði mér fréttirnar. Um leið og ég heyrði þetta ákvað ég að leita aðstoðar Poirots." „Hafið mig afsakaðan eitt augnablik," sagði ég, mér hafði dottið dálítið í hug. Ég hljóp upp og sagði Poirot í stuttu máli hvað hafði gerst. Hann greip strax fram í fyrir mér: „Ég skil og nú vilt þú fara sjálfur. Hvers vegna ekki? Þú þekkir aðferðir mínar. Gefðu mér bara skýrslu á hverjum degi og farðu ná- kvæmlega eftir þeim fyrirmælum sem ég gef þér.“ Ég samþykkti þetta eins og skot. Um klukkustund síðar sat ég andspænis hr. Havering í klefa á fyrsta farrými í Midland- hraðlestinni. „í fyrsta lagi, Hastings höfuðsmaður, verðið þér að skilja að veiðikofinn, sem er ákvörðunar- staður okkar, er i raun og veru aðeins kofi á Derbyshireheiðinni. Við búum hins vegar ná- lægt Newmarket og við leigjum okkur íbúð í London þegar samkvæmistíminn hefst. í veiði- kofanum er ráðskona og hún sér um þarfir okkar þegar við skjótumst þangað um helgar. Þegar veiðitíminn hefst tökum við þjónustufólk með okkur frá Newmarket. Frændi minn, Harr- ington Pace, en eins og þér vitið þá var móðir mín frá Bandaríkjunum, New York nánar til- tekið, hefur búið hjá okkur í 3 ár. Honum lynti hvorki við föður minn né eldri bróður. Það virt- ist hins vegar auka velvilja hans í minn garð að ég var svona eins konar glataði sonurinn innan fjölskyldunnar. Ég er fátækur en frændi minn var hins vegar moldríkur og það má segja að hann hafi borgað brúsann. Þótt frændi væri 52 VIKAN 36. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.