Vikan

Tölublað

Vikan - 04.09.1986, Blaðsíða 56

Vikan - 04.09.1986, Blaðsíða 56
S T J Ö R N U S P Á Á SPÁIN GILDIR FYRIR VIKUNA 4.-10. SEPTEMBER HRÚTURINN 21. mars-20. apríl Skipulagsbreytingar eru í aðsigi og þær hafa áhrif á stöðu þína í þeim hópi sem þú umgengst mest. Ekki líkar þér þetta alls kostar og þykir lakara að hafa ekki verið með í ráðum. Þú vilt helst eiga frumkvæði í svona stöðu og hættir til að van- meta hugmyndir annarra. TVÍBURARNIR 22. maí 21. júní Þú þarft að beita lagni og samn- ingalipurð ef takast á að leiða farsællega til lykta ágreiningsmál sem upp kemur í þessari viku. Gættu tungu þinnar venju fremur vel því að vanhugsuð orð geta verið sem olía á eldinn, jafnvel þótt þau séu í rauninni ekki illa meint. LJÓNIÐ 24. júlí-23. ágúst Áhugamálin eru ótrúlega tímafrek og þú ert um það bil að missa vin- sældirnar heima hjá þér. Þú kemst ekki hjá því öllu lengur að gera eitthvað í málinu. Það skaltu ekki gera með hangandi hendi því að til- breytingin getur ekki síður orðið þér til ánægju en öðrum. VOGIN 24. sept.-23. okt. Breytinga er að vænta hjá þér, ann- aðhvort skiptir þú um aðsetursstað eða flest fer úr skorðum á gamla staðnum. Þetta kemur nokkuð flatt upp á ýmsa og þú færð að heyra margar úrtöluraddir. Haltu þínu striki og láttu ekki svartsýni ann- arra draga úr þér kjarkinn. BOGMAÐURINN 24. nóv.-21. des. Annir eru fram undan og ekki verð- ur sagt að þú liggir á liði þínu. Því mislíkar þér þegar að vinnubrögð- unum er fundið og mönnum finnst þú hafir kastað til höndunum. Það er best fyrir þig að lagfæra eftirtölu- laust það sem hægt er og reyna að gera gott úr öllu saman. VATNSBERINN 21. jan.-19. febr. Þú lætur smámuni fara í taugamar á þér og veltir óþarflega mikið fyrir þér atviki sem best er að gleyma sem fyrst því að gert er gert og ekkert verður aftur tekið. Einbeittu þér að því að koma auga á spaugilegu hlið- arnar á málunum, það gerir þér ótrúlega gott. NAUTIÐ 21. apríl-21. maí Staldraðu við og íhugaðu hvort all- ur þessi asi er bráðnauðsynlegur. Það er svo mikið kast á þér að sum- um sem umgangast þig finnst það beinlínis óþægilegt. Prófaðu að setjast niður með einhverjum sem þú þekkir af eldri kynslóðinni og gefðu þér góðan tíma. KRABBINN 22. júní-23. júlí Það er í þér óeirð, þig langar að gera hitt og þetta en sýnist ekki að neitt af draumunum komist í fram- kvæmd. Örvæntu ekki, ennþá gerast ævintýr og áður en langt um líður verður þú stórum ánægðari með þinn hlut. Ýmsir eru auk þess reiðubúnir að slást í för með þér. MEYJAN 24. ágúst-23. sept. Fáirðu tækifæri til að skreppa í stutt ferðalag eða taka þátt í ein- hverju sem lítur út fyrir að vera spennandi skaltu endilega slá til þótt þér finnist þú hafa nóg annað að gera. Maður er manns gaman og ástæðulaust að líta framhjá þeim gömlu sannindum. SPORÐDREKINN 24. okt.-23. nóv. Ef þú verður var við illt umtal skaltu gæta þess að gjalda ekki líku líkt. Á næstunni kemstu að raun um að ekki eru allir viðhlæjendur vinir og þú þarft ekkert að syrgja það þótt kunningjahópurinn grisj- ist eitthvað. Þeir sem eftir standa eru þér mun meira virði en hinir. STEINGEITIN 22. des.-20. jan. Það er einhver óreiða í kringum þig og þú ert orðinn henni svo vanur að þú ert um það bil að verða sam- dauna ósköpunum. Reyndu samt að taka á þig rögg og lagfæra það sem er í þínu valdi því að til lengdar þrífstu ekki nema hafa sæmilega yfirsýn yfir umhverfið. FISKARNIR 20. febr.-20. mars Þú leggur þig verulega fram við að aðstoða einhvern sem þú átt gamla skuld að gjalda. Þrátt fyrir góðan vilja gengur þér illa að gera þessari manneskju til hæfis og ekki er ólík- legt að þolinmæðin bresti áður en yfir lýkur. Láttu nöldur og nagg ekki villa um fyrir þér. í tilefni af því að nú stendur tímabil meyjarinnar sem hæst ætlum við að birta sérstaka spá meyjarinnar fyrir hvern dag vikunnar. FIMMTUDAGUR 4. september: Notið öll tækifæri sem ykkur sýnast vænleg. Yfir ykkur er heppni og nánast útilokað að þið klúðrið nokkru sem þið takið ykkur fyrir hendur. FÖSTUDAGUR 5. september: Þetta verður þægilegur dagur og rólegur, ekki þarf að búast við stórvirkjum en dagurinn er tilvalinn til að meta árangur gærdagsins og fylgja honum eftir ef þörf krefur. Verið við- búin freistingum í mat og drykk. LAUGARDAGUR 6. september: Þetta er tilvalinn dagur til að gera hreint fyrir sínum dyrum, bæði í eiginlegri merkingu og óeiginlegri. Njótið þess síðan að slaka á og hvíla ykkur eftir erfiði vikunnar. SUNNUDAGUR 7. september: Yfir þessum degi er einhver drungi en þótt dauflegt sýnist í kringum ykkur við fyrstu sýn má gera sér dagamun með ýmsum hætti og ekki þarf endilega að kosta miklu til eða hafa mikið fyrir. MÁNUDAGUR 8. september: Nú hýrnar heldur betur yfir ykkur og full áhuga og bjart- sýni finnst ykkur sem allir vegir séu færir. Það er nokkuð til í því og um að gera að nota tækifærið og drífa af það sem í annan tíma gæti reynst örðugra viðureignar. ÞRIÐJUDAGUR 9. september: Hafið góða gát á íjármálunum og látið ekki pranga inn á ykkur því sem þið hafið ekkert með að gera. Það getur orð- ið erfitt að standast freistingarnar en hafið hugfast að sjálf eruð þið best fær um að meta eigin þarfir. Hagsmunaárekstr- ar eru líklegir en látið slíkt ekki koma ykkur úr jafnvægi. MIÐVIKUDAGUR 10. september: Heppilegast er að allt gangi sinn vanagang og ekki við því að búast að uppskeran verði meiri en efni standa til. Reynist loft lævi blandið er um að gera að leiða það hjá sér og forðist umfram allt að blanda ykkur í deilumál. Kvöldinu er best varið með því að hitta góðan vin eða vini. 56 VIKAN 36. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.