Vikan


Vikan - 04.09.1986, Page 58

Vikan - 04.09.1986, Page 58
New York Textiog myndir: Dr. Óttar Guðmundsson Nokkrar borgir hafa verið kallaðar höfuðborg heimsins í tímans rás. Einu sinni var London miðpunktur heimsbyggðar, í annan tíma Berlín og á árunum eftir stríð París. í þess- um borgum gerðust á hverjum tíma þeir atburðir sem sköpum skiptu í stjórnmálum og listum, spámenn komu og fóru, nýbylgjur hnigu og risu og örlagaríkar ákvarðanir voru teknar. Breytt valdahlutföll í heim- inum hafa haft það í för með sér að Evrópa er ekki lengur sá miðpunktur atburðanna sem hún einu sinni var og flestir munu sammála um að höf- uðborg alheims sé þessa stundina borgin fræga á austurströnd Banda- ríkjanna, The big apple, New York. Eg hef tvisvar komið til þessarar borgar og orðið j afnhrifinn í bæði skiptin. Borgin heillar meira en nokkur önnur borg, umferðin, ör- tröðin, mannlífið, fjölbreytnin, lita- dýrðin, upptalningin gæti verið endalaus. Fyrir sælkerann er New York meiriháttar upplifun, margbreyti- leikinn er endalaus enda ægir þar saman fólki af öllum þjóðernum og veitingastaðirnir eru ótrúlega marg- ir frá öllum heimshornum. Ég ákvað að einbeita mér að amerískum mat í þetta skiptið og hvað er amerískara en steik og ostrur? Greinarhöfundur virðir fyrir sér stórsteikur i glugga á steikarstað í New York. Amerísk steik er frægt fyrirbæri og á fátt nema nafnið sameiginlegt með því sem margir veitingamenn í Evrópu kalla steik. Steikin er gífur- lega stór og mikil um sig, borin fram á einum diski með nokkrum steiktum kartöflubátum. Sósur og salat og alls konar gums, sem algengt er á veit- ingastöðum í Evrópu, er yfirleitt ekki borið fram með steikinni í Am- 58 VIKAN 36. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.