Vikan


Vikan - 22.01.1987, Blaðsíða 10

Vikan - 22.01.1987, Blaðsíða 10
4. tbl. 49. árg. 22.-28. janúar 1987. Verð 150 krónur. Valgeir Guðjónsson kímir á móti okkur á forsíðumynd Vikunnar sem Valdís Óskarsdóttir Ijós- myndari tók. Hann hefurástæðu til að brosa við tilverunni og glettast við örlögin, strákurinn. Hann segir ýmislegt um það í Vikuviðtalinu. ÚTGEFANDI: Frjáls fjölmiðlun hf. RITSTJÓRI: Þórunn Gestsdóttir. BLAÐAMENN: Guðrún Alfreðs- dóttir, Hlynur Örn Þórisson, Jóhanna Margrét Einarsdóttir, Unnur Úlfarsdóttir. LJÓSMYNDARAR: Helgi Frið- jónsson og Valdís Óskarsdóttir. ÚTLITSTEIKNARI: Hilmar Karlsson. RITSTJÓRN ÞVERHOLTI 11, SÍMI (91) 2 70 22. AUGLÝSINGASTJÓRI: Geir R. Andersen. AFGREIÐSLA OG DREIFING: Þverholti 11, sími (91) 2 70 22. PÓSTFANG RITSTJÓRNAR, AUGLÝSINGA OG DREIFINGAR: Pósthólf 5380,125 Reykjavík. Verð í lausasölu: 150 kr. Áskriftarverð: 500 kr. á mánuði, 1500 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega eða 3000 krónur fyrir 26 blöð hálfsárs- lega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar nóvember, febrúar, maí og ágúst. Áskrift í Reykjavík og Kópavogi greiðist mánaðarlega. RÖDD RITSTJÓRNAR I í ÞESSARIVIKU Þórunn Gestsdóttir ritstjóri Eyðni Mikill vágestur hefur tekið sér bólfestu í okkar þjóðfélagi eins og öðrum ríkjum, sem er eyðni. Það er skelfilegttil þess að hugsa hvaða afleiðingar þessi sjúkdómur getur haft fyrir okkar litla samfélag. Engar aðgerðir eru nægilega sterkar til að spyrna við. Borgarlæknir hefur varpað fram ágætri hugmynd um að tekin verði blóðsýni úr öllum Islendingum á ákveðnum aldri. Þetta er fram- kvæmanlegt hér á landi vegna þess hvernig við erum í sveit sett. Það þarf vilja yfirvalda fyrir slíkum að- gerðum og fjármagn - og sam- vinnu fólksins. Nú þegar er miklum fjármunum varið af hálfu opinberra aðila til að byggja upp varnakerfi og spyrna gegn útbreiðslu. Þó að opinberir aðilar hafi gripið í taumana og brugðist við eftir því sem tök voru á eru veikir hlekkir í varnarkeðjunni. Það eru þeir ein- staklingar sem sýkst hafa og skirrast ekki við að sýkja aðra. Slík hegðun er óábyrg og óafsakanleg. Ekki er dregið í efa að örvænting hlýtur að ná tökum á eyðnisjúklingum en örvæntingin afsakar ekki þá gjörð að draga aðra með sér í hyldýpið. í þessu tölublaði er sagt frá ung- um nýgiftum hjónum í Brasilíu. Ungi maðurinn er eyðnisjúklingur sem smitaðist við blóðgjöf og unga stúlkan, sem var heitbundin hon- um, lét það ekki aftra sér frá hjónasænginni. Hún kaus að berj- ast baráttunni við sjúkdóminn og fordómana við hlið hans. Það var hennar val. Margir einstaklingar þurfa að taka afdrifaríkar ákvarðanir þegar eyðni á í hlut. Ein ákvörðun, sem dygði langt í okkar samfélagi, væri þjóðarátak til varnar frekari útbreiðslu sjúkdóms- ins. taúúúO' 4 Hólmfríður Karlsdóttir heiðruð í hófi hjá utanríkisráðherra. 6 Gullskreyttir hjólkroppar myndaðir fyrir almanak ítalsks fyrirtækis og flugeldum skotið á loft í London. 12 Þorrinn er genginn í garð, karlinn hefur hlaupið á brókinni I kringum bæinn og maturinn kominn í trogið. En hvers vegna þetta tilstand á þorr- anum? 16 Aida, frænka Olgu og Idu, er komin á svið í islensku óperunni. Rætt við leikstjórann um uppsetninguna. 18 Síðasti þáttur Daggar Pálsdóttur um öldrunarmál. Þeir sem fylgst hafa með þáttunum eru nú margs vísari um málefni aldraðra því mikill fróð- lejkur hefur komið f ram í þáttun um. 20 Grískur pottréttur og ein súkkulaði- hnallþóra í eldhúsi Vikunnar. 22 H vað eigum við I vændum frá kvik- myndaframleiðendum vestanhafs. Hilmarsvarar því íkvikmynda- og myndbandaþættinum. \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.