Vikan


Vikan - 22.01.1987, Blaðsíða 16

Vikan - 22.01.1987, Blaðsíða 16
Spjallað við Bríeti Héðinsdóttur leikstjóra Bríet er löngu landsþekkt fyrir störf sín í þágu leiklistarinnar. Jafnframt því að hafa leikið mikið hefur hún hin síðari ár getið sér einstaklega gott orð fyrir leikstjóm og hefur meira eða minna stundað hana síðan 1972. Nú er hún að leikstýra hinni frægu ópem Aidu eftir Guiseppe Fortunino Francesco Verdi. Aida er ein af þekktustu ópemm Verdis. Hún var frum- flutt þegar Verdi var 58 ára, árið 1871. Með aðalhlutverk í þessari ópem fara þau Olöf Kolbrún Harðardóttir, Sigríður Ella Magnús- dóttir, Anna Júlíana Sveinsdóttir, Garðar Cortes, Kristinn Sigmundsson, Viðar Gunnarsson og Hjálmar Kjartansson. Hljómsveitarstjóri er Ger- hard Deckert en æfingastjórar em Peter Locke og Catherine Williams. Sviðsmynd er í höndum Unu Collins og búningar em hannaðir af Huldu Kristínu Magnúsdóttur, ásamt Unu Collins. Dansahöfundur og aðstoðarleikstjóri er Nanna Ólafsdóttir. Þegar við Bríet höfum komið okkur fyrir í litlu herbergi, með loftræstimiðstöð suðandi og hinn sérstaka anda, sem býr í mörgum gömlum hús- um, svífandi í kringum okkur, hefjum við spjall- ið: - Hvemig kanntu við þetta hús? „Mér frnnst Gamla bíó alveg yndislegt hús og það er kjörið til ópemflutnings. Raunvemlega vantar ekkert í það nema eitt, sem er að visu mjög þýðingarmikið, og það er leiksvið. En salur- inn er alveg nógu stór. Hljómburðurinn er góður, það er skemmtilegt andrúmsloft og húsið er auð- vitað á albesta stað i bænum. Svo á það sér líka sögu. Ef hægt væri að bijóta bakvegginn og dýpka sviðið væri hér komið tilvalið lítið ópemhús fyrir Reykvíkinga." - Hvað viltu segja um muninn á því að stýra leiksýningu og ópem? „Hann er feikilegur. Um það er hægt að skrifa heila bók. En ef ég ætti að skrifa þá bók væm í henni eintómar spumingar og engin svör. Þær vakna þegar maður er að vinna að ópem. Eg finn mikið til míns vanmáttar. Það em ekki mörg leið- arljós og óperusýningar viða um heim em ekkert sérlega áhugaverðar sem leiksýningar.“ - Um hvað Qallar Aida? „Sagan gerist í Egyptalandi. Hún segir frá ástum Aidu sem er hertekin ambátt við hirð Faraós. Hún elskar hershöfðingja sem verður hetja í styrj- öld við þjóð Aidu. Á þennan hátt lendir Aida milli tveggja elda. Þetta er ástarsaga jxiira á ytra borðinu." - Finnst þér óáhugavert að setja upp ópem sem þessa, vegna söguþráðarins? „Nei, það finnst mér alls ekki. Mér finnst það fjarskalega áhugavert. Verdi samdi þetta sem harmleik fyrir leiksvið. Hann felur sína leikstjóm í tónlistinni og hún er harður húsbóndi. I tónlist- inni felst allt innihald verksins. Mér finnst söguþráðurinn ekki ómerkilegur eftir að Verdi hefur farið höndum um hann. Ég held að mesti vandinn við leikstjómina sé að kunna að lesa Verdi nógu vel. Kannski er hljómsveitarstjórinn besti leikstjórinn fyrir ópem. Það er til i dæminu að hljómsveitarstjórar leik- stýri ópemm, að vísu með misjöfnum árangri eins og hjá öðmm. En yfirleitt komast menn ekki upp með þetta því það ereinfaldlega of mikið starf." Þegar hér er komið sögu birtist Una Collins í dymnum. Hún er leikmyndahönnuður og hefur unnið á íslandi annað slagið í um það bil tuttugu ár. Hún hannaði meðal annars leikmynd og bún- inga fyrir Carmen, Leðurblökuna og 11 Trovatore. Gerhard Deckert hljómsveitarstjóri er Vinarbúi. Hann stundaði tónlistamám þar og varð árið 1963 æfmgastjóri Ríkisópemnnar í Vín. Hann var lengi aðstoðarmaíýur nokkurra þekktra hljóm- sveitarstjóra. Árið 1974 varð hann svo hljómsveit- arstjóri Ríkisópemnnar í Vín. Hann hefur auk þess stjómað mörgum þekktum hljómsveitum og ferðast bæði í Evrópu og Ameríku til að stjóma óperusýningum. - Er náið samstarf milli þín og hljómsveitar- stjórans? „Samstarfið milli mín og æfmgastjóranna hefur verið mikið. Auðvitað hefur Gerhard Deckert líka tekið mikinn þátt i æfingunum og í allri sýning- unni. En kannski hefði mátt vera meira samstarf okkar á milli." Em söngvaramir móttækilegjr fyrir leikstjóm? „Já, mikil ósköp. Það sem er raunvemlega erf- itt er að ég er í vafa um leikaðferðina í þessu formi og hvemig maður eigj að tjá leikræna fram- vindu í söng. Sá leikstjóri, sem ég hef mest álit á, hann er að vísu dáinn núna, sagði að ópera væri ekkert annað en leikrit sem flutt væri á svo upphöfnu tilfinningasviði að fólk yrði að syngja í stað þess að tala." - Finnst þér þú kynnast Verdi með því að leik- stýra þessu verki? „Ég veit nú ekki hvort ég kynnist Verdi sjálfum en ég kynnist tónlist hans miklu betur en áður. Og því betur sem ég kynnist tónlist Verdis því hrifnari verð ég af henni." Tekur sýning eins og þessi allan hug þinn og alla þína orku? „Já, hún gerir það og miklu meira. Ég er hrædd um að ég eigi ekki innistæðu fyrir því sem er tek- ið út. Og það er líka ýmislegt sem mig skortir sem gerir þetta erfitt. Ég verð auðvitað úrvinda eftir sýninguna, eins og allir leikstjórar alltaf. En maður er nú yfirleitt ótrúlega fijótur að jafna sig. Inga Bjamason leikstjóri segir alltaf: „Maður á ekki að líta við öðm en klassíkinni." Það er kannski satt þótt engum sé vist stætt á því. Það er óskaplega skemmtilegt að vinna að góðum verkum. Jafnvel þótt þau geri of miklar kröfur til manns. Maður verður aldrei leiður á þeim og þau gefa svo mikið." Hvemig ert þú sem leikstjóri? Ert þú stjóm- andi eða lciðbeinandi? „Ég er voðalega ráðrik." - Finnst þér ekki að leikstjóri eigi að vera það? „Jú, mér finnst það og ég er líka þeirrar skoðun- ar þegar ég leik sjálf." 16 VIKAN 4. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.