Vikan


Vikan - 22.01.1987, Blaðsíða 36

Vikan - 22.01.1987, Blaðsíða 36
„Það er óskaplega gaman að svona uppá- komum og svonalagað getur maður leyft sér þegar maður er einn á sviðinu og þarf ekki að taka tillit til annarra en áhorfenda. Það er alveg stórkostlegt að finna jákvæða svörun frá fólkinu í salnum og þegar sambandið kviknar þá gerist einhver óskiljanleg gerjun innra með mér. Stundum man ég svo ekki helminginn af því sem ég hef sagt á sviðinu. Auðvitað er þetta ekki alltaf svona og stund- um eru skilyrði ekki fyrir hendi til nálægðar við áhorfendur. Sem kynnir á áramótadans- leik Sjónvarpsins í Broadway fannst mér ég meira vera að tala við sjónvarpsvélina en áhorfendur og mér skilst að almennt hafi fólk fundið fyrir þessari fjarlægð. Á sama balli í sjónvarpssal í fyrra var nálægðin hins vegar miklu meiri hvernig sem nú á því stóð. í mínu tilfelli eru það áhorfendurnir sem skapa andrúmsloftið, til hálfs. Gott fólk = góður „performans" og öfugt. Það sama tel ég að gildi í hvers konar menningarföndri, á hvaða plani sem er. Það er meira í valdi við- takenda að ákveða gæði hlutanna en margir vilja vera láta. Listamenn hljóta að þurfa að svara að einhverju leyti þeim kröfum sem al- menningur gerir, hvort sem menn telja sig „kommersíal" eða ekki. Svo er hræðslan við flokkunina; hámenningu eða lágmenningu. Sumum þykir til dæmis ófínt að flytja efni sem er tiltölulega auðmelt og hefur skemmtigildi. Jafnvel þó alvarlegur undirtónn búi að baki fyndins verks telst slík matreiðsla undantekn- ingarlítið til lágmenningar (nema kannski um sé að ræða þrjú hundruð ára farsameistara). Þessari skiptingu er ég ósammála og undrast að nokkur skuli í alvöru burðast með svona fordóma. Ég neita því að Hamlet sé eitthvað merkilegri en Lilli klifurmús, Lilli er bara á öðru plani en prinsinn. Það er hæpið að nokk- ,,Ég lít hreinlega á það sem þjóðþrifa- mál að menn séu skemmtilegir. Nóg eru vandamálin samt. Annars segi ég aldrei brandara. “ ur sé þess umkominn að kveða upp úr um hvort ein manneskja sé merkilegri en önnur. Vissulega fyrirfinnst snilldin þar sem einstakl- ingur sker sig óumdeilanlega úr fjöldanum, en það er önnur saga. Hvað sem öðrum finnst þá finnst mér miklu skemmtilegra að stuðla að því að fólk geti kannski brosað að alvar- leikanum sem blundar að baki. Það er heldur ekki vanþörf á því, fólk elskar að hlæja, allir eru innst inni að leita að gleði og ánægju. Ég lít hreinlega á það sem þjóðþrifamál að menn séu skemmtilegir. Nóg eru vandamálin samt. Annars segi ég aldrei brandara." Nú ræskir félagsráðgjafmn sig og spyr hvort hann eigi kannski að halda áfram á þessum ábyrgðarmiklu nótum. Svo hlær hann og ákveður að sökkva sér í „nostalgíuna" til til- breytingar. „Þrátt fyrir frábæra samveru með félögum mínum í Stuðmönnum og Spilverki þjóðanna þá held ég samt að eitt hamingju- samasta tímabil mitt í músík sé þegar ég var yngri að gutla á gítarinn minn, einn eða með félögunum, Agli og Bjólu, áður en nokkuð var opinberað. Það sem maður er að fást við einn er auðvitað alltaf persónulegra en það sem gert er í stórum hópi, þó það sé líka gott og skemmtilegt. Ég hlusta ekki mjög mikið á tónlist í dag, helst klassík og djass ef ég set plötu á fóninn. í rauninni fylgist ég mjög lítið með því sem er að gerast í popp- inu, nema kannski í útvarpi og er það nokkurs konar sóttvörn fyrir mig. Það er auðvelt að hafa í undirmeðvitundinni eitthvert stef sem barði eyrun fyrir hádegi og eigna sér það um kvöldið. Ég fæst alltaf töluvert við lagasmíðar en það er ábyggilega af hinu góða að ekki kemur allt fyrir eyru fólks. Ein útrásin í seinni tíð fyrir þessa áráttu er auglýsingamúsíkin. Áður hafði ég mestu skömm á slíkri vinnu en þarna gefst mér tækifæri til að semja tón- list sem ég mundi aldrei gera annars, kannski búa til lítið big:band númer eða kántrílag, hvað sem er. Ég hef líka kynnst mörgu skemmtilegu fólki í gegnum þetta og er hress með að hafa dottið inn á þennan markað." Fyrir rúniu ári var Valgeir kjörinn af lesend- um HP annar myndarlegasti karlmaður landsins, á eftir félaga sínum, Agli Ólafssyni. Hvað fannst honum um titilinn? „Svona lagað er nú alltaf svolítið hallæris- legt, ha... ? Við vorum við upptökur í London og vaktir af símanum einn morgun eftir langa vinnunótt. Agli eru þá hátíðlega tilkynnt þessi tíðindi úr höfuðstöðvum Helg- arpóstsins og verður fyrst dálítið undarlegur í framan en lítur svo á mig sposkur á svip. Eftir smástund rétti hann mér símtólið og fékk ég að heyra hið sanna í málinu. Ég var fljótur að grípa myndavélina og festa aðstæð- urnar á filmu því þær voru ekki beint í samræmi við hina nýfengnu glæstu ímynd - grútsyfjaðir á nærbrókum í lítið elegant hótel- herbergi. Við höfum nú mest hlegið að þessum titlum okkar enda lítið annað við þá að gera. En ef þetta bætir álit einhverra á mér þá er það ágætt, það vantar alltaf velviljaða ein- staklinga. Ég hef oft fundið að gerðar eru vissar væntingar til mín sem einhverrar popp- figúru og vegna þess að ég kem fram í fjölmiðlum um að ég sé smart til fara, hafi einhver ytri einkenni. Þetta hefur farið svolít- ið í taugarnar á mér. Mér er ekkert óskaplega sýnt um að eyða miklum tíma í útlit mitt eða hugsa um það og það eru kannski leifar frá úlputimanum í skóla. Mér líður ágætlega ef ég hef það á tilfinningunni að ég sé vel til fara en best líður mér eiginlega í nankins- buxum að búa til lag. Það eru hins vegar margir sem eyða löngunt stundum í fata- skápnum sínum eins og keisarinn í ævintýrinu og það er auðvitað í góðu lagi. Ef fólk vill eyða tíma sínum í að vera skapandi í útliti og finnur sig í því þá er það alveg ljómandi. Mest er um vert að fólk rækti garðholuna sína sem best, hvort sem það felst í að vera fallegur, góður við dýrin eða safna gos- drykkjatöppum. Aðalatriðið er sáluhjálpin og sú þjóðfélagslega nauðsyn að fólk geti sinnt sínum áhugamálum og verið ofurlítið gott við sjálft sig, því það skilar auðvitað ánægðari einstaklingum út í þjóðfélagið. Svo má alltaf deila um hversu mikil sáluhjálp felst í hinu og þessu en ég ætla ekki að taka þátt í slíkri deilu. Það er mikil synd að við skulum þurfa að vinna svona voðalega mikið til að ná endum saman. Fólk fær ekki næg tækifæri til að blómstra almennilega, það á of fáar frístund- ir. Mér er minnisstætt yfirvinnubannið góða hér um árið, þegar þjóðin sat allt í einu uppi með heilmargar tómstundir. Menn fóru að föndra við óliklegustu hluti, tala við fjölskyld- 36 VIKAN 4. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.