Vikan


Vikan - 22.01.1987, Blaðsíða 12

Vikan - 22.01.1987, Blaðsíða 12
Þorri gengur í garó Þorrinn er fjórði mánuður vetrar og hefst á föstudegi í þrettándu viku hans. Nafnið er fomt, kemur fyrst fyrir í rituðum heimildum á Islandi í Skarðshólsbók Grágásar frá 13. öld. Það kemur einnig fyrir í Snorra- Eddu, þar sem nöfn mánaðanna em talin upp. Nokkuð er á reiki hvað orðið þorri merkir og fræðimenn ekki á einu máli þar um. Verður getið hér þriggja kenninga þar að lútandi. Sú fyrsta gengur út á það að þorri sé gælunafn á guðinum Þór - Asaþór - og hafi hann þá verið nokkurs konar persónugervingur þessa harð- asta tíma vetrarins. Aðrir telja orðið skylt sögninni að þverra og merki þá þann tíma vetrarins er vistir tók að þverra eða þá að veturinn sé korn- inn langt með að ganga sitt skeið á enda, ellegar þverrandi tungl. Þriðja kenningin gengur út á að nafnið tengist orðinu meginþorri og merki þá þorra vetrarins eða hávetur. Þorrí í íslenskum kveðskap En hvemig sem nafn þorra er hugsað tengist nafn hans í hugum íslendinga á umliðnum öldum ein- hvers konar vetrarvætti eða veður- guði. Frá sautjándu og átjándu öld em varðveitt allmörg íslensk þorra- kvæði og einnig yngri, þar sem þorri er persónugerður. í þessum kvæðum er þorra stundum lýst sem stórskom- um öldungi með hrimgrátt skegg, samanber þessar ljóðlínur úr Þorra- kvæði Bjama Gissurarsonar frá 1706. Skjallahvítt hár wn vanga, lumgir sítt skeggid langa. Hins vegar er misjafnt hvort hann birtist skáldunum sem konunglegur ásýndum eða ábúðarmikill fom- kappi. Ef hann gerir það er hann gjaman kallaður „íslands goði“. Svo getur hann einna helst líkst þurfandi förumanni, samanber þetta brot úr kvæði Jóns Guðmundssonar. Hreppstjórans nú heyrðu múl í Holti Reynis, Bjama mál. Láttu upp pottirn, satt ég sver, seyddu nýmjólk eins og hver, þurr og kaldur þvi að gamli Þorri er. Þorra er stundum í upphafi kvæða lýst sem glæsilegum víkingi en í kvæðislok rennur upp fyrir skáldinu að hann sé ekki annað en klaka- dröngull. Einnig er breytilegt í þessum kvæð- um hvort hann er harður og grimmur eða heimtufrekur og geðstirður. Yggldur í yfirbragði, óhýrlegur var sá, svipaður svörtu flagði, ef satt skal greina frá, greypilega grettur og grimmur ásýndar, flestur og brímablettur brá til augum snar. Af þeim tíma eldur vam, öngvu minna úr kjafti brann; vogaði eg finna varla hann né við harm mala par. (Bjami Halldórsson) Sumir líta jafnvel á hann sem ein- hvers konar tilsjónarmann bænda sem gæti að því hvort heyjaforðinn sé nægur og kenni þeim búhyggindi. Þó vill þorri ævinlega hafa sínar fomu tekjur, gjafir og gjöld hjá bændum og verða þeir þvi að taka rausnarlega á móti honum og veita honum vel í mat og drykk og loks að fá honum gott hvilurúm. Sumir ganga jafnvel svo langt að telja að það verði að skemmta honum með sögum, söng, spili og tafli. En það var ekki nóg að dekra við þorra held- ur varð að sinna hesti hans og þræl sem hann hafði stundum á ferðum með sér. Þoirablót fyrr á öldum Að öllum líkindum hafa menn haft meö_ sér miðsvetrarfagnað fyrir kristni á Islandi þó lítið sé vitað um það. En tilvist orðsins þorrablót bendir eindregið í þá átt að efnt hafi verið til mannfagnaðar eða sam- komuhalds með þessu nafrú fyrir daga kristindóms hér á landi. Óvissa rikir hins vegar um það hvort sú samkoma dró í upphafí einvörðungu nafn af mánuðinum eða hvort þorri var um leið persónugervingur þessa mánaðar og þar með vættur sem var dýrkaður. Að öllum líkindum hafa þessar samkomur verið fjöldasam- komur til að fagna því að vetur var hálfnaður og eins til að dýrka þær vættir sem áttu að stjóma veðri næstu mánaða. Eftir kristnitöku em blót bönnuð og trúfrelsi ekki lengur til staðar, en ætla má að allar götur yfir miðja nítjándu öld hafi það verið einkamál hvers sveitaheimilis hvemig fagna bæri þorra. Hefur það án efa verið gert með ýmsu móti og eftir efnum og ástæðum hvers og eins. í Þjóðsögum Jóns Ámasonar greinir svo frá hvemig taka beri á móti þorra. Það var skylda bænda „að fagna þorra“ eða „bjóða honum í garð“ með því að þeir áttu að fara fyrstir á fætur allra manna á bænum. Attu þeir að fara ofan og út í skyrt- unni einni saman, vera bæði berlær- aðir og berfættir, en fara í aðra brókarskálmina og láta hina lafa eða draga hana á eftir sér á öðrum fæti, ganga svo til dyra, ljúka upp bæjar- hurðinni, hoppa á öðrum fæti í kringum allan bæinn, draga á eftir sér brókina á hinum og bjóða þona velkominn í garð eða til húsa. Umskipti nokkur umskipti varðandi þorra- fagnaði. Þessi blót fara í fyrstunni leynt vegna þess að íslendingar höfðu ekki enn öðlast trúfrelsi, það gerðist ekki fyrr en með stjómarskránni 1874. Um leið og það gerist verða þetta iburðarmiklar samkomur þar sem fomaldarrómantík er í fyrir- rúmi. Fyrsta óyggjandi heimildin um þorrablót á Islandi utan einkaheimil- is er frá 1867. Það hélt Kvöldfélagið í Reykjavík sem uppmnalega hét þó Leikfjelag andans. Slitrótt vitneskja er um þorrablóts- fagnaði á næstu árum en 1873 halda íslendingar í Kaupmannahöfn þorrablót að fomum sið. Þar vom meðal annarra samankomnir ýmsir helstu forkólfar sjálfstæðisbaráttu ís- lendinga á öldinni sem leið. Engum blöðum er um það að fletta að upp- haf og endurvakning þorrablóta á öldinni sem leið er angi af hinni róm- antisku sjálfsvitund þjóðarinnar með fomaldardýrkun sem ívaf. Þetta verður enn ljósara þegar tekið er til að halda þorrablót á íslandi án nokkurrar leyndar eins og brátt varð raunin á. Frá því um aldamót og fram á miðja þessa öld er næsta skeiðið í þróun þorrablóta hér á landi. Þá færast þau aftur út til sveitanna án þess þó að verða fastir liðir í skemmt- anahaldinu nema í einstöku byggðar- lagi. Á sama tíma hætta kaupstað- arbúar að mestu að halda þorrablót og semja sig frekar að útlendum sið- um. En um 1950 verða enn á ný straumhvörf í þorrablótshaldi hér á landi. Þá taka aðfluttir kaupstað- arbúar og afkomendur þeima að halda þorrablót út um borg og bæi. Þessi siður breiðist síðan út og í dag em það margir hópamir sem halda þorrablót, á vinnustöðum, félaga- samtök, kvenfélög og margir fleiri. Nokkm eftir nítjándu öld verða Samantekt: Jóhanna Margrét Einarsdóttir Teikning: Finnbogi Pétursson 12 VIKAN 4. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.