Vikan


Vikan - 22.01.1987, Blaðsíða 35

Vikan - 22.01.1987, Blaðsíða 35
var þarna í dýrindis skyrtu sem móðir mín hafði keypt í útlöndum. En síðar áttum við Eggert eftir að kynnast á öðrum vettvangi og hvorugur í Animals-skyrtu.“ - Þó ekki væri... drengirnir áttu eftir að skáka Animals með því að verða margfaldar kvikmyndastjörnur! - Áður en að því kom átti Valgeir eftir að stunda nám íMH en þar settist hann á skólabekk á því herrans ári 1968. „Þetta var þriðji árgangurinn svo ég upplifði skólann sem mjög leitandi stofnun. skælingar tóku mikinn þátt í og lifa á enn í dag. Það er meira að segja búið að stofna sértrúarsöfnuð sem heitir '68 kynslóðin og heldur samkomur með jöfnu millibili við Hverfisgötu í Reykjavík, svona skátahreyfmg fyrir okkur gömlu gervihippana. Ég var víst ekkert sérstaklega iðinn nemandi í MH en því iðnari við félagslífið. Reyndar tel ég slíkt félagsstarf ekkert síðri skóla í sjálfu sér en það sem námsbækur bjóða eða buðu þá upp á. Þarna urðu Stuðmenn til um áramótin MH fékk fljótt á sig nokkuð róttækan stimp- il, sem kannski var réttmætt að einhverju leyti en ég varð nú ekki var við að kennararnir væru sérlega róttækir, þó sumir þeirra væru úthrópaðir kommúnistar um allan bæ. Reyndar kom einn þeirra eitt sinn á stutt- buxum til kennslu en frumlegra varð það nú varla. Þó held ég samt að þessi menntaskóla- ár okkar hljóti að vera nokkuð sérstæð sem slík vegna hins pólitíska árferðis, þetta voru ár andófs og nýrra hugmynda, sem mennt- '69-70 er við Jakob Magnússon fengum eina litla hugdettu. Mér hefur óneitanlega stundum orðið hugsað til þess síðan að sjaldnast eru menn meðvitaðir um hvenær örlögin taka að brugga þeim launráð. Það virtist nefnilega vera ákaflega lítið örlagarík hugmynd að setja saman litla hljómsveit til að skemmta á árs- hátíðinni. En samt virðist hún hafa flækt sig inn í líf mitt að meira eða minna leyti síðustu tólf árin. Fyrstu Stuðmennirnir voru auk okk- ar Jakobs Gylfi Kristinsson, aldavinur minn, sem var forsöngvari í hljómsveitinni Rifsberja en hún samanstóð af verðandi Stuðmönnum: Þórði, Ásgeiri Óskarssyni, Tómasi Tómassyni og Jakobi. Á þessum árum var ég svo að kynnasl Agli, þannig að smám saman er end- anlegur hópur að gerjast saman. Eftir stúdentspróf fór ég í Háskólann að dunda mér smávegis og kenndi jafnframt nokkur ár í gagnfræðaskóla. Tónlistin var orðin alltumfaðmandi áhugamál og músík- iðkanir urðu æ tímafrekari. Þetta átti aldrei að verða annað en aukabúgrein því uppeldi mitt og umhverfi gerði ráð fyrir að ég tæki nýtilegt háskólapróf. En þetta er mömmu að kenna, hún átti gítar og kunni að spila vinnu- konudeildina ágætlega vel svo við sungum oft saman - og gerum enn er vel liggur á okkur. Sjálfur eignaðist ég gítar tíu eða ellefu ára gamall og fór þá strax að bjástra við að spila og semja lög, en af því ég hef aldrei verið neitt sérlega fimur gítarleikari kom það af sjálfu sér að ég þrjóskaðist áfram við laga- smíðarnar kannski til að bæta fyrir stirðleik- ann í spilamennskunni. Hvað með það, þá er nánast sáluhjálparatriði fyrir mig, og ástæð- an fyrir veru minni enn í faginu, að tónlistin sé úr minni eigin smiðju og minna félaga. Hljóðfæraleikurinn er í sjálfu sér bara einn hluti af því sem ég er að gera, ég hef aldrei lagt sérstaka rækt við hann og ef mig vantar verulega góðan gítarleikara þá er nóg til af þeim. En í tónlistarskólann fór ég til að verða músíkant og lærði þar meðal annars hljóð- l'ræði hjá öðlingnum Jóni Ásgeirssyni og það var hollt og heilnæmt. En einhvern veginn hafði ég alltaf gengið með það í maganum að ég þyrfti að verða eitthvað svo 1977, þegar ég var orðinn ráðsett- ur íjölskyldufaðir, byrjaði ég að vinna á barnageðdeild Hringsins með það fyrir augum að læra „músíkþerapiu" í útlöndum. En ör- lögin ákváðu annað og endirinn varð nám í félagsráðgjöf í Noregi ári síðar. Félagsráðgjöf og sjóbisness fer ágætlega saman, viðfangsefn- ið svipaðs eðlis; mannlífið í þjóðfélaginu. Ásta, konan mín, lærði námsráðgjöf úti á sama tíma. Eftir að heim kom fór hún að starfa sem námsráðgjafi hjá Háskóla íslands en ég sem forstöðumaður félagsmiðstöðvar- innar Ársels sem þá var á síðasta byggingar- stigi. Þegar ég hætti, eftir eitt og hálft ár, var húsið ekki enn tilbúið og ég hafði að mestu fengið að glíma við ýmis byggingavandamál í stað hinna mannlegu þátta. Eftir kvikmynda- ævintýrið góða, Með allt á hreinu, ákvað ég svo að snúa mér alfarið að gamla áhugamál- inu, músíkinni, og helga mig henni óskiptur um sinn. Það sem maður hefur lært hleypur ekkert frá manni og kemur raunar alltaf að einhverjum notum.“ Sjálfsagt er ekki verra að kunna eitthvað í mannlegum fræðum þegar komið er fram fyr- ir fólk þó tæpast dugi það eitt og sér. Víst er að Valgeir á óhemju breiðan aðdáendahóp. Fyrir nokkru fylgdist ég með honum þar sem hann var einn að troða upp með kassagítarinn sinn á menntaskólaskemmtun. Sú upptroðsla stóð allt að því klukkutima lengur en til stóð og var með ólíkindum hvað hann gat spunnið upp og náð góðu sambandi við krakkana. 4. TBL VI KAN 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.